Dagblað - 26.09.1925, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐ
Þar höfum vér grundvöll þessa
mikla misskilnings, sumra bann-
manna og rangfærslu andbann-
inga, að um sérstaka siðferðis-
hnignun sé að ræða samfara á-
fengisbanninu. Það er aðeins
hin almenna siðferðishnignun á
öllum sviðum, sem hér gerir
einna ljósast vart við sig. Það
er ekki til sú munaðarvara, sem
eigi hefir verið gerð að smygl-
vöru. Og nú er áfengissmyglun-
in er tekin að minka sökum
strangara eftirlits, koma aðrar
vörur upp úr kafinu, t. d. kokain,
sem nú er farið að skjóta stór-
þjóðunum skelk í bringu. Þvi
er smyglað í bréfum og á marg-
víslegan hátt. —
Þessi almenna hnignun gerir
engu að síður vart við sig hjá
bannlausu þjóðunum, t. d. Svi-
þjóð, Danmörku og vfðar. Og
jafnvel í Þýzkalandi kveða merk-
ir menn sér hljóðs (próf. Kroepe-
lin o. fl.) og benda á fordæmi
Ameríku.
Það einkennilegasta er þó það,
að í Sviþjóð og Danmörku knýr
hið iskyggilega ástand þjóðirn-
ar í áttina til bunnsins! En hér
á ísiandi á flótta frá banninu?
Helgi Valtýsson.
Kristján X.,
konungur íslands og Dan-
merkur er 55 ára í dag.
JBorgin.
Sjárarfb‘11. Háflæður kl. 12,55 f nótt.
Háflæðnr kl. 1,35 á morgun.
Nœtnrlæknir Daníel V. Fjeldsted,
Laugaveg 38. Sími 1561.
Nætnrlæknir aðra nótt Ólafur Þor-
steinsson, Skólabrú 2. Simi 181.
Nætnryörðnr i Rvikur Apóteki.
Tfðarfar. Logn og þnrviðri var
viðasthvar i morgun, nema í Vest-
mannaeyjum var töluverð rigning.
Á Akureyri og Seyðisfirðl var 7 st.
hiti, i Vestmannaeyjum 6 st., Horna-
firði 5, Rvik, Grindavik og Ísafirði
4. Stykkishólmi og Hólsfjöllum 3 st
Helgi Hjörvar:
Ný l>ói» j
Sögur
Kostar i bandi kr. 7,75. Fæst hjá bóksölum. í aðalútsölu hjá
Prentsm. Acta Ix. f.
Ekkert núll Ekkert lottarí.
HLUTAVELTU
heldur Unglingast. Unnur nr. 38
á morgun í Goodtemplarahúsinu kl. 5—7
og 8—11 s. d. mjög- gódir mnnir.
Athugið! Hlutaveltur Unnar eru ætíð fyrrirmynd.
Aðgangur 25 aura Dráttur 50 aura.
Aðeius fyrir templara.
— í Khöfn var 20 st. hiti, Færeyj-
um 7 og á Jan Mayen 0. Töluverð
snjókoma var i Angmagsalik í gær.
— Veðurspá: Kyrt veður.
Messur á morgun: Dómkirkjan kl.
11 og kl. 5 séra Friðrik Hallgrimsson.
Fríkirkjan kl. 2 séra Árni Sigurðs-
son og kl. 5 séra Haraldur Níelsson.
Landakotskirkja kl. 9 árd. Levít-
messa og kl. 6 siðd. I.evitmessa með
prédikun.
MálTerkasýningru Jóns Þorleifsson-
ar er nú að verða iokið og þvi
vill Dagblaðið hvetja þá, sem ekki
hafa ennþá séð hana, að nota þetta
sfðasta .tækifæri sem til þess gefst
í dag eða á morgun, og mun mörg-
um þykja að þeir fari þangað ekki
erindisleysu.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal
opnar málverkasýningu á morgun
í Guttó uppi. Sýnir hann þar bæði
málverk og Raderingar, og einnig
nokkrar leirmyndir. Guðmundur er
frumlegur listamaður og fjölhæfur,
og má búast við að hann hafi
margt að sýna er margir vilja sjá.
25 ára hjúgkaparafmœll eiga i dag
frú Kristín Þ. Johnsen og Vilhelm
Bernhöft tannlæknir.
Guðm. B. Tlkar klæðskeri hefir
flutt verzlun sina og saumastofu
af Laugaveg 5 á Laugaveg 21. Hefir
húsið þar verið mikið endurbætt
og eru hin nýju húsakynni Vikars
rúmgóð og ásjáleg.
Nova er væntanleg hingað norður
um land á morgun eða á mánudag.
^DagBíaé.
Bæjarmálablað. Fréttablað.
Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson,
Lækjartorg 2. Símar 744 og 445.
Viðtalstimi kl. 5—7 síðd.
Afgreiðsla: Lækjarforg2. Sími744.
Opin alla virka daga kl. 9—7.
Blaðverð 10 au. eint. Askriftar-
gjald kr. 1,50 á mánuði.
Prentsmiðjan Gutenberg, h.f.
ísland er væntanlegt hingað á
mánudagsmorguninn. Meðal farþega
er Einar H. Kvaran.
Fyrstu réttir hér nærlendis eru
nú um garð gengnarað þessu sinni.
í Hafravatns- og Kollafjarðarréttum
á þriðjudag og miðvikudag var þurt
og gott veður, wágætt réttaveður«,
eins og sagt er, og var margt fólk
þar saman komið. í Skeiðaréttum
og Landsréttum i gær var einnig
sæmilegt veður, og miklu betra en
áhorfðist í fyrradag. Margir bæjar-
búar fóru þangað austur og skemtu
sér vel eins og venjulega.
Hundaeigrendur í bænum ættu aö
gæta þess aö hafa þá sem mest
innan húsa, svo þeir séu ekki aö
flækjast út um allar götur og taka
aftur upp sinn gamla vana, aö
hlaupa geltandi á eftir bifreiðum
og gera önnur götuspjöll.