Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 28.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Sýslamaðar á Svalbarða. Búið er núað skipa sýslumann á Svalbarða og heitir sá P. E. W. Hartmann, sem varð fyrir val- inu. Er hann sagður mikilsmet- inn lögfræðingur og fjölhæfur og átti áður sæti i borgarráði Oslóar. Hann er fæddur í Kongs- bergi 1878 og var áður ritari í Kirkjumálaráðaneytinu. Einnig hefir hann verið í fátækrastjórn og skólastjórn. Mun hann nú vera kominn til Svalbarða, því ferðum þang- að er nú að verða lokið að þessu sinni. Úr því september er liðinn eru þar venjulega öll sund lokuð af fs. Finnar ákveða gnllmynt. Stjórn finska rikisbankans hefir samþykt tillögur til stjórnarinn- ar þess efnis að ákveðin verði ný gullmynt, samkvæmt nýjum myntlögum, þannig að jafn- gengi döllars verði miðað við 39,70 mörk. Albert Engstrom hefir ný- skeð verið skipaður prófessor í teikningu við Listaháskólann í Stockhólmi. Engström er eins og kunnugt er einn af helstu skopteiknurum Svía og þótt víðar sé leitað, og háðfugl er hann með afbrigðum Hann hefir gefið út grínblaðið Strix í nokkur ár, og er það ýmsum kunnugt hér á landi. Hann ferðaðist hér um land 1912 og skrifaði um þá ferð langa og skemtilega ferðasögu, en auð- vitað vék hann þar sumstaðar nokkuð frá sannleikanum, ef honum þótti það betur fara. Sagt er að hann eigi þessa nýju upphefð sina aðallega að þakka stjórn Stockholms Academi. Borgin. Sjávarföll. Síödegisháflæður kl. 2,43 í dag. Árdegisháflæður kl. 3,10 í nótt. Nætni læknir í nótt er M. Júl. Magn- ús, Hverfisg. 30. Sími 410 Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tfðarfar. Suðlæg átt alstaðar i morgun og úrkoma viða. Á Akur- eyri og Seyðisfirði var 12 st. hiti í morgun. Á Raufarhöfn 10. í Stykk- <3"iŒynning frá cfiaRarameistarafálagi %3!eyRjavífiur. Brauðverðið lækkar írá og með deginum í dag. Síjornin. IDagBlað. ishólmi og Hornafirði 8. í Grinda- vik og Hólsfjöllum 7 st. Reykjavík og Vestmannaeyjum 6 st. — í Khöfn var 12 st. hiti, Færeyjum 11, Jan Mayen 1 st., en á Angmagsalik 6 st. i gær. — Loftvægislægð um Norð- vesturland. Búist er við allhvassri vestlægri eða suðvestlægri átt með hryðjum á Suður- og Suðvesturlandi. ísland kom hingað i morgun frá útlöndum. Farpegar: Einar H. Kvar- an og frú, Chr. Zimsen og frú, séra Bjarni Jónsson, Haraldur Árna- son kaupm., Björn Björnsson hirð- bakari, séra Jóhann Þorkelsson, Jensen-Bjerg og frú, H. Sigurðsson,j M. Kjaran kaupm., Kristinn Mark- ússon og frú, frú Anna Torfason, frú Biering o. fl. Gnllfoss er væntanlegur hingað á miðvikudag frá Vesturlandinu. Byggingn liafnargarðsins nýja er nú farið að undirbúa. Er lokið við að leggja sporbraut fram á austur- bakkann, par sem garðurinn á að byrja. — Einnig er nú hafnargrafan tekin til starfa, og er nú verið að dýpka vesturhöfnina. / Sýning Guðm. Einarssonar i Góð- templarahúsinu var fjölsótt í gær, pótt veðrið væri ekki gott. í gær seldist ein vatnslitarmynd, Þyrill við Hvalfjörð, fyrir 100 kr. Skátnmótinn var frestað í gær vegna óveðurs. Er nú ákveðið að pað fari fram næsta sunnudag ef veður verður pá hagstæðara. Sáttasemjari í vinnudeilum hefir Georg Óiafsson nýskeð verið skip- aður eftir tilllögum frá nefndum vinnuveitanda og verkamanna, sem áttu að koma sér saman um val á manni i stöðuna. Haförninn heitir mynd sem nú er sýnd í Nýja Bió við mikla aðsókn. Er hún tekin eftir samnefndri sögu eftir spánska skáldið Rafael Sabattini. Miklu hefir verið kostað til svo myndin gæti orðið sem veglegust, endá hefir hún tekist vel og er á- gætlega leikin. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmandsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. MálTerkasýning Jóns Porleifssonar verður ennpá opin i 3 daga. Hefir hann pegar selt nokkuð af mynd- um sinum við góðu verði. Jón Hallvarðsson hefir nýskeð lok- ið embættisprófi i lögfræði með I. einkun. Fékk 126V stig. Brauðyerðið lækkar. Stjórn Bak- arameistarafélassins hefir ákveðið að lækka brauðverðiö frá og meö deginum í dag. Kosta nú rúgbrauð 70 aura i stað 80 áður, franskbrauð 65 au. í stað 70, súrbrauð 45 í staö 50. Vinarbrauð 12 aura, og aðrar brauðtegundir í hlutfalli við petta. Skrifstofur Kafveltunnar eru flutt- ar af Lindargötu 41 í nýju Edin- borg og er par á efstu hæð í eystri helming hússins. Notb, Norðurlandsskip Bergenska félagsins er væntanlegt hingað i kvöld vestan um land. Hún á aö fara héðan aftur annað kvöld. Peningar; Sterl. pd............... 22,60 Danskar kr............. 112,66 Norskar kr.............. 94,75 Sænskar kr............. 125,34 Dollar kr............... 4,67'/« Gullmörk................ 111,14 Fr. frankar ............ 22,36 I>u "leg'ir drengf*r geta fengið að bera Dagblaðið út til kaupenda.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.