Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 29.09.1925, Blaðsíða 1
BÚSTAÐASKIFTI standa fyrir dyrum og munu þau fæst- um vera fagnaðarefni þótt einstaka maður eigi von á að flytja í betri hýbýli. Margvísleg óþægindi eru altaf við flutning- ana og flestir munu þeir vera, sem kjósa heldur að vera kyrr- ir á sama stað, nema þeir sem eru svo lánssamir að fá mun betri húsakynni en áður, en þeir eru áreiðanlega miklum mun færri. Það eru altaf töluverðir erfiðleikar og óþægindi við bú- staðaskiftin og kunna margir illa því umróti, sem þeim er samfara. Út yfir tekur þó hjá þeim, sem flytja sig búferl- um bæði haust og vor, en þess eru mörg dæmi. Eins og hús- næðiseklan er pú, hljóta margir að vera þar á vegi staddir, að óvíst sé hver úrræði verða um húsnæði 1. október. Það er fjöldi fólks, sem einhvers vegna veröur að flytja úrþví húsnæði, sem það hefir nú, en hefir ennþá enga von um skýli yfir sig úr því mánað- arlok eru komin. Hlýtur öilum að vera ljóst, að ástandið er mjög alvarlegt og að það eru slæmar horfur hjá því fólki, sem ekkert hefir framundan nema •götuna til að flytja út á. Þessi ^andræði eru þó alverst fyrir íiölskyldufólk, sérstaklega það, Setn á fyrir mörgum börnum SJÚ» en það verður hér vanalega verst úti. Börnin eru orðin hér einskonar ásteitingarsteini OT^fgra húseiganda því þótt allar dyr séu opnar einstaklingum, þá eru þær harðlokaðar fyrir barnafólki, og það einmitt vegna barnanna sjálfra. í*au eru nærri alstaðar ófriðhelg og óvíða vel hðin, og litur út fyrir að flestir ^úseigendur, sem íbúðir hafa til lei8u séu engir sérstakir »barna- vlni»-«. Þetta er að mörgu leyti eðlileg^ því flestir vilja hafa sem fyrirferðaminsta leigjendur, en eins 0g kunnugt er, þá eru börnin utnsvifameiri og hávær- ®ri en fullorðna fólkið, en hins vegar er engum eins nauðsyn- legt sæmilegt húsnæði eins og einmitt barnafólkinu. — Einhver ráð verður að finna til bjargar hesnæðislausa fólkinu og það án tafar, því nú er hver dagur- inn siðastur, sem margur á víst þak yfir höfuð sér nóttu lengur. Því hefir af sumum verið haldið fram, að bærinn yrði nú að fara að byggja yfir húsnæð- islausa fólkið, en slfkt er að- eins vitleysa, sem ekki er orðum eyðandi að. Þaðjbætir ekkert úr húsnæðisleysinu í haust og eng- in skilyrði til að það geti kom- ið að því gagni, sem nokkru um munar. — Forráðamenn bæj- arins verða hér að finna úrræði og annast framkvæmdir. Þeir hafa samþykt húsaleigutögin og þannig komið í veg fyrir nauð- synlegar nýbyggingar. Og nú er það þeirra að ráða fram úr vand- ræðunum, sem þessar ráðstaf- anir hafa gert sitt til að skapa. + Porgrímur GBimuoísen kennari lézt hér í bænum f gær. Er þar fallinn í valinn gamali og góð- ur borgari, sem mörgum var að góðu kunnur. Aðalstarf Þorgrims var leiðsaga útlendra ferðamanna og tungumálakensla. Auk þess stundaði hann jafnan sjóróðra um vetrarveriíðir suður í Garði og nú siðast í vetur. Þorgr. var sonur Þórðar Guð- mundssonar sýslumanns Rang- æinga, og bróðir Sigurðar Þórð- arsonar fyrv. sýslumanns og þeirra systkina. Nokkuð var hann farinn að heilsu síðustu árin, en þó ekki svo, að margir hugðu honum lengra lífs auðið. Listí<sýniiigar. Myndlistin er ein hinna miklu mennigargreina, sem ísl. þjóðin er nú svo að segja að byrja að tileinka sér, og fer þvi að lík- um að hún hafi ekki ennþá fest djúpar rætur. Til þess að slíkt verði, þarf þjóðin að gera sér alt far um að skilja þessa list, sögu hennar og eðli, og styrkja hana. — Listamennirnir verða aftur á móti að skilja land og þjóð og kunna að vinna úr þeim helga arfi, er íslenzk menning geymir þeim frá liðn- um öldum. Litið hefir enn verið gert til að glæða þekkingu almenn- ings á þessu sviði, og má vona að úr því verði bráðlega bætt. Hinsvegar verður ekki á móti því mælt, að ýmsir efnamenn Reykjavíkur hafi fundið köllun hjá sér til að styrkja þessa menningargrein og bætt þar að nokkru fyrir það, er nú glatast í menningarlífi bænda, síðan sjávarútvegurinn færðist svo mjög í aukana og dró fólkið til kaupstaðanna. Færi lika illa, ef aukið framtak til fjárafla yrði til þess að firra þjóðina sann- mentar. — Málararnir hafá enn sem komið er snúið sér að náttúru landsins. Við þær auð- ugu lindir krjúpa þeir og láta þjóð sinni í té dýrmæta fjár- sjóði. Þegar sumri hallar, koma málararnir til bæjarins og sýna ávexti iðju sinnar. Tvær listsýningar eru opnar þessa daga, þeirra Jóns Þorleifs- sonar og Guðmundar Einars- sonar. Á sýningu Guðm. Ein- arssonar sést myndlist af ýmsu tagi: Olíu- og vatnslitamálverk, teikningar, »raderingar« og högg- myndir. I Þýzkalandi hefir hann aðallega lagt stund á högg- myndalist og teikningar, en auk

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.