Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 29.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Annie og- Jón Leifs halda hljómleikana n. k. föstudagskvöld í Nýja Bíó kl. 7,30 standvíslega, Aðgöngumiðar á 2 og 3 kr. í ísafold og hjá Eymundssen Þeir, sem hafa pantað aðgöngumiða vitji þeirra fyrir fimtu- dagskvöld, annars verða þeir seldir öðrum. þess kynt sér flestar aðrar greinir myndlistarinnar. Eftir skjóta athugun skal tekið fram: Af þeim fáu högg- myndum, er hann sýnir nú, verður ekki dæmt hvert stefuir. Verður að bíða þar til að hann getur sýnt þesskonar myndir i ríkari mæli. — Ýmsar af olíu- myndum hans eru of þungar í litum og skorta frískan náttúru- blæ. Aftur á móti eru margar snildarvel formaðar og ofnar ljósi og litum. T. d. »Skriðjök- ull« (nr. 3), »Pokuslæðingur« (nr. 14), »Morgunn« (nr. 17) og »Flatlendi« (nr. 31). — Af teikningum og »jaderingum« virðast einna beztar nr. 44, 51, 53, 62 og 66. — Guðm. Einars- son er mjög efnilegur listamað- ur og má mikils af honum vænta, þegar hann kynnist bet- ur landinu og menningu þjóð- arinnar og auðnast að vinna úr því, sem þar er fyrir hendi, studdur af öllu því, er hann hefir numið með kostgæfni er- lendis. — Á sýningu Jóns Porleifssonar í húsi Listvinafélagsins, er hann opnaði. þ. 20. þ. m., eru ein- göngu olíumyndir, 31 að tölu. Allar eru þær, að undanteknum 4, málaðar í sumar, í Vestm.- eyjum og á Þingvöllum. Yndi og skraut sumarnáttúr- unnar er viðfangsefni hans að þessu sinni, og virðist hann hafa nú um hríð tekið sérstöku ástfóstri við hina gulu liti. Auð- ugir, bjartir og hátt stemdir eru litir hans. »Pensilfærslan« er djörf og ákveðin. í samstillingu (harmoni) Gitanna er svo mikil tilfinning og hugsun, að vart mun fyrnast. Má nefna þar til: »Gata við Arnarfell« (nr. 26), »í í>ingvallaskógi«(nr. 6), »Höfn- ia í Vestmannaeyjum« (nr. 8) og siðast en ekki sízt »Vestmanna- eyjar« (nr. 25). 1 þeirri mynd birtist stórfeld og glæsileg nátt- úra. Ógrynni lita er þar tengt saman í eina samstilta heild. Þar er dýpi og víðátta, formin mikil og rígföst, og við víkina situr húsaþyrpingin blýþuníg. — Alt er þetta íramborið með ör- um tilfinningum (temperament) og djúpum skilningi málarans á hlutverkinu (motiv). »Kirkjan í Vestmannaeyjum« (nr. 19) stendur þeim fyrnefndu e. t. v. eitthvað að baki í litbyggingu, en f þeirri mynd felst dulrænn blær (mystik), sem ekki liggur þó á yfirborðinu, og á því ekki skylt við hina venjulegu »ný- romantik« (Jugendstil), þar sem myndum er oft gefinn ytri ó- sannur dularblær. — Tilfinning fyrir »náttúrustemningu« lýsir sér jafnvel einlægast í hinni gullfögru mynd af Hrafnabjörg- um (nr. 3). — »Langjökull«, »Skjaldbreið« og »Drekkingar- hylur« (nr. 15, 28 og 29) eru fullþrungnar olíulitum. Yfirleitt virðast Vestmanna- eyjamyndirnar lýsa ákveðnari vilja og tilfinningu höfundar en myndirnar frá Þingvöllum, og stafar það að sjálfsögðu frá því, að hann hefir málað þar áður og getað því hugsað verkin ílarlegar. — Má mikið vera, ef listamenn þessir ryðja sér ekki braut víöar en með okkar þjóð, áður en lýkur. Bæjarbúar ættu að styrkja þessa listamenn með því fjölmenna á sýnidgu þeirra, og um leið að auka með því eigin ment. Þeim peningum er vel varið, sem fara til kaupa á verk- um þessara manna. Bezt sýnir saga þessarar þjóð- ar, að engin þjóð sé svo fátæk og smá, að hún sé þess eigi umkomin að bera hátt merki listanna, ef hana skortir ekki skilning og vilja. x. IÐacjBlað. Bœjarmálnblað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síöd. Afgreiðsla: Lækjarlorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaöverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. Sjávarfötl. Síðdegisháflæður kl. 3,33 í dag. Árdegisháflæður kl. 3,55 í nótt. Næturlækuir Magnús Pétursson Grundarstíg 10. Sími 1185. N'æturvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Suðvestlæg átt var víð- ast í morgun og nokkur úrkoma. Heitast var á Seyðisfirði 9 st., Ak- ureyri 8., Rvík, Grindavik, Vestm,- eyjum og Hornafirði 6, Ísaíirði og Stykkishólmi 5, Raufarhöfn 4 og Hólsfjöllum 2-st. — í Khöfn var 12 st. hiti, í Færeyjum 8, Jan Mayen 1 og Angmagsalik 5 st. i gær. I.oft- vægislægð fyrir norðaustan Jan Mayen og vestan ísland. — Veður- spá: Suðvestlæg átt, vaxandi eftir því sem á daginn líður, með úr- komu á Suður- og Suðvesturlandi, en úrkomulitið annarsstaðar. Frú Annie Leifs og Jón Leifs efna til hljómleika i Nýja Bíó á föstu- dagskvöldið kl. 7'/a eins og ætlað var. — Peir sem hafa skrifað sig á listana, sem Iegið hafa frammi i bókaversl. ísafoldar og Eymundsens eða pantað aðgöngumiða í síma’ verða að vitja þeirra fyrir fimtu- dagskvöld. Búast má við að hljóm- leikur þessir verði vel sóttir, og er því vissara að tryggja sér að- göngumiða í tíma. 1 morgun siödegis verður mál- verkasýning Jóns Porleifssonar lok- ið, og eru þvi siðustu forvöð aö sjá hana fyrir þá, sem enn eiga það eftir. Mcð íslnndi í gærmorgun komu auk áður talinna farþega: frú Anna Friðriksson, frú P. Behrens, frú M. Sigurðsson, ungfrúrnar Asta Norð- mann, Kristín Arnar og Ásthildur Árnadóttir o. fl. Emil Telmányi, ungverskur fiðlu- snillingur, kom hingað með íslandi síðast. Er hann álitinn vera naeð allra snjöllustu fiðluleikurum, sem nú eru uppi. Mun hann halda hér hljómleika á næstunni og munu

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.