Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 08.10.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Auglýsiugam í Dag- tilaðið má skila i prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu hlaðsins. Sími 744. Bragðbezt! Fitumest! Y.B.K. cyZifjar vörur eru nú komnar, og meira kemur með »DOURO« og næstu skipum. — Verðið að miklum mun lægra en áður vegna gengisins. Eldri vörur eru færðar niður í verði, í samræmi við nýju vörurnar. Gerið svo vel að líta á nýju vörurnar og verðbreyt- ingarnar, og þér munuð sannfærast um, að um raun- verulega lækkun er að ræða. ^ffarzl. iRjörn cffiristjánsson JPriðrik Björnsson, læknir « hefir opnað lækningastofu í Thorvaldsensstræti 4 (við hliðina á Reykjavíkur Apóteki). Viðtalstimi kl. 11—12 f. h. og 3—5 e. h. — Sími 1786. Sonnr járnbrantafeóiigsliig. utan um mig? Ég ætla mér sannarlega ekki að stela neinu af skrautdótinu þeirra. Þau gætu þá heldur leitað á mér, áður en ég færi út aftur. — Það er ef til vill til þess að kynnast skap- gerð yðar. — Já, en manni virðist það ganga glæpi næst að verða þess valdandi, að gamla fólkið missir þannig af svefni sínum. Hún horfði hálf ibyggilega á hann og brosti vingjarnlega. , — Hvað haldið þéiy annars, að faðir minn hafi hugsað með því að bjóða yður til miðdeg- isverðar i dag? — Ég imynda mér, að ég hafi ekki fallið al- veg í gegn á fyrsta prófinu. Þar eð ég er nú orðinn einn af fjölskyldunni, og enginn af skraut- mununum ykkar hefir horfið, þá býst ég við, að mér sé veitt tækifæri til að haga mér á ^enjulegan hátt hér i húsinu. Hún roðnaði á ný mjög yndislega. — Þar eð þér þekkið svo litið til siðvenju vorrar, ættuð þér að kynnast þeim sem allra fyrst. Og ég vil ráða yður til að læra spænsku. — Viljið þér þá kenna mér? Á ég að koma á hverju kvöldi? Hún svaraði ekki, því gamla konan var farin að verða forvitin, og nú töluðu þær heilmikið saman á spænsku, svo Kirk skildi ekki hót af þvi. Rá er varðkonu þeirra þótti tími kominn til að hátta, afsakaði hún sig virðulega og gekk til dyranna og kallaði á Stefaníu, blökkukonuna digru frá St. Lucia. En hún fór ekki út úr stofunni fyr en surtla var þar komin, og þóttist Kirk skilja á þessu, að Garavels fólkið mundi eigi treysta honum fylliiega enn, og telja bann sem ókunnugan. Hann var svo sem ekkert þakk- látur fyrir »vaktaskiftin«, því honum leist ekki sérlega vel á Stefaniu, og eftir illilegu augna- ráði hennar að dæma, leist henni alls eigi bet- ur á hann. Samræðan varð eigi eins alúðleg og áður í nærveru hennar, en Kirk var samt í góðu skapi, er hann hélt heimleiðis. Hlutabrjef hans voru óefað í hækkandi gengi — hægfara ef til vill, en ábyggilega. Kynni hans af spænskum siðum og siðvenj- um jókst allmikið daginn eftir, er hann hitti Ramon Alfares fyrir utan skrifstofu járnbraut- arinnar. Ramón hafði auðsjáanlega beðið eftir honum, og tók nú að þruma yfir honum heil- langa ræðu, er Kirk skildi ekki orð f. — Þér verðið víst að byrja upp á ný, sagði Kirk við hann. Ég er ekki kominn lengra f spænskunni en til að beygja sögnina að élska. Hvað er það annars, sem þér hafið á hjarta? — Hal Æ, ég gleymdi alveg, hve þér eruð þekkingarlaus. En reynið samt að skilja, and-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.