Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 12.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Frímúraramorðln. Símað er frá Flórens frekar um frímúraramorðin. Frímúrari að nafni Luporni myrti Facista- mann, vegna þess að hann reyndi til að neyða Luporni til þess að gefa upplýsingar um félagsskap frímúrara. Facistar reiddust ákaflega yfir morðinu og drápu 18 frímúrara. Sknldasamningar. Simað er frá Washington, að Tékkoslavakia hafi samið við Bandaríkin um skuldagreiðslu á þeim grundvelli, að endurgreiða 115 milj. dollara á 62 árum. — (Skeytið er óskýrt, en á senni- lega að vera eins og það er hér prentað). Tilrann til verkfalls í París. Símað er frá París, að kom- munistar hafi fyrirskipað flutn- ingaverkfall í gær, til þess að mótmæla sköttum og álögum út af Marokko-stríðinu. Mishepn- aðist það algerlega, en kommu- nistar hafa samt í hyggju að reyna að koma á allsherjarverkfalli. Einar E. Markan fyrsti baryton ísienzkur. Margt fer á annan veg en ætl- að var í upphafi. Svo má segja um Einar Einarsson Markan söngvara, sem nú er kominn hingað til lands til að gefa lönd- um sínum kost á að heyra söng sinn. Hann fór utan fyrir 3 ár- um, og var ætlun hans að nema byggingarfræði; en svo vildi til, að frægasti söngkennari Norð- manna, Arne van Érpecum Sem heyrði rödd hans og hvatti hann til söngnáms. Undanfarin ár hefir hann stundað nám bjá van Erpecum Sem og 9. f. m. söng hann í fyrsta sinni í Au- laen (hátíðasal Osló-háskóla), sem er bezta samkomuhús Osló- bæjar. Árangurinn var einsdæmi í Oslo. Mun óhætt að segja, að ekki hafi hróður íslendinga rén- að það kvöld. Það er ógerning- ur hér vegna rúmleysis að taka upp meira en nokkur orð úr »krítík« þeirri, sem Markan hlaut daginn eftir, enda var hún mjög einróma. »— Pað var óblandin ánægja að heyra þessa glæsilegu rödd og hina ágætu meðferð söngvar- aDs. — Hér er bæði rödd og framburður fyrir hendi« (tón- skáldið Per Reidarson í Arbei- derbladet 10/<>). »— Söngvarinn hefir óvenju hljómfagran og víðfeðman bary- ton, mjúkan og viðkvæmanv. (Jens Arbo í Morgenbladet 10/s). »— Rödd Markans á fegurð og viðkvæmni, sem snertir við- kvæmustu strengi bjartans —«. (Reidar Mjöen í Aftenposten 10/9). Umsagnir allra blaðanna eru eftir þessu, og lýsa takmarka- lausri aðdáun fyrir rödd Mark- ans. — Hér er á ferðinni lista- maður, sem sennilega, ef ekkert kemur fyrir, á eftir að bera frægð íslands um veröld víða, enda hefir hann ávalt haldið því í fyrirrúmi. Á einum blóm- vendinum, er hann fékk í Au- laen, var íslenzkur og norskur fáni. Hefir Markan haft orð á því, að fátt hafi glatt sig svo mjög sem þessi blómvöndur. Markan heldur hljómleika hér í bænum næstkomandi þriðju- dagssvöld (á morgun). Geta menn þá sjálfir kynst rödd hans og dæmt um, hvort söngdóm- ararnir í OsJó hafi þar farið með staðlausa stafi. 10/io. L'intransigeant. Borgin. Sjárarföll. Síðdegisháflæöur kl. 1,53 í dag. Árdegisháflæður kl. 2,20 í nótl. Nætnrlæknir Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Kalt var víðast hvar i morgun. Heitast var í Hornafirði 8 st, í Reykjavík og Vestm.eyjum 5 st., í Grindavík 4, Stykkishólmi 3, Seyðisfirði 0. Frost var á Akureyri og ísafirði 1 st., og Raufarhöfn og Hólsfjöllum 4 st. — í Kaupmanna- höfn var 4 st. hiti, í Færeyjum 2, Jan Mayen 1 st. frost og í Angmag- salik var 2 st. hiti i gær. — Loft- vægishæð 767 yfir Norövesturlandi. Veðurspá: Kyrt veður. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjarforg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint.. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Skátakvöld. Eins og kunnugt er fór fram allsherjar skátamót á Landakotstúni, sunnudaginn 4. p- m. Endaði pað með reipdrætti, sem skátafél. Ernir vann. — Um kvöldiö var kynt bál úti i Örfirisey og voru skátar par fjölmennir og skemtu sér við söng. — í kvöld kl. 8’/-» fer- skátaskemtun frám í Iðnó, verða par lesin upp úrslit mótsins og verð- launum útbýtt. Foreldrar skátanna og aðrir fá par aðgang meðan rúm leyfir. Til skemtunar verður hJjóð- færasláttur, söngur, skuggamynd- ir o. fl. — Emil Telmányi. Hróður hans vex. með hverjum hljómleik, sem hann heldur hér. k föstudagskvöldið spil- aði hann i Nyja Bíó fyrir fullu húsi áheyrenda, og Bach- konsert- inn i gærkvöldi í Dómkirkjunni var svo vel sóttur, að hvert sæti var skipað og aðgöngumiðar uppseldir um miðjan dag. Samleikur peirra Telmánys og Páls ísólfssonar var ágætur og höfðu peir óskifta hrifni- áheyrenda. — Einar E. Markan söngvari syngur hér i fyrsta sinn annað kvöld í Nýja Bíó kl. 71]*. Mun hann mega vænta góðrar aðsóknar eftir peim móttökum, sem hann hefir fengið í Osló og sagt er frá annarstaðar hér í biaöinnu. Dr Kort K Kortsen sendikennari Dana er nýkominn hingað, eins og getið hefir verið um, og flytur hann eins og áður fyrirlestra við Háskól- ann um danskar bókmentir. Fyrsta fyrirlesturinn heldur hann á fimtu- daginn 15. p. m. og verður hann um Limafjarðarskáldin (Jakob Knudsen, Joh. Skjoldborg o. fl.). Aðgangur að fyrirlestrunum er ó-> keypis og heimill öllum almenningi- »ReisuglIdi« nýbyggingarinnar í Hafnarstræti var haldið á laug- ardagskvöldið. Sjálfsagt hefir ein- hver mælt par fyrir minni Skipu- lagsnefndar og annara nefnda innan bæjarstjórnar, sem lagt hafa bless- un sína yfir pessi bæjarlýti, sem- parna eru nú fullkomnuð. En Dag- blaðinu var ekki boðið í veisluDa- og veit pví ekki um nöfn ræðUr manna. —

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.