Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 12.10.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 12. október 1925. WagBlaé I. árgangur. 210. tölublað. MESTU vandamál hverrar þjóð- ar eru þau, sem að einhverju leyti snerta uppeldi æsku- lýðsins. Hátt við himinn sög- unnar ber merki þeirra andans manna, sem tóku að sér það vandasama starf, að vekja og glæða í hjörtum hinna ungu þann neista er siðan varð að björtum loga, sem lýsti þeim og öðrum ófarinn æiiveg. Enn í dag eru þeir i sannleika sagt nýtustu mennirnir og þær nýtustu konurnar, sem í kyrð og næði með festu og lipurð, en umfram alt af góðum og hlýj- nm hug, gerast merkisberar hvers- konar menningar meðal æsku- lýðsins. Þær þjóðir, sem fremst- ar hafa staðið á braut sannrar menningar og hafa haft á að skipa nýtum kennimönnum, kennurum og postulum í and- ans heimi, hafa einnig staðið í fylkiugarbrjósti verklegra fram- fara, vísinda og lista. Þetta er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt. En dýrkeyptur hefir tiðum sá auður orðið, sem ekki var Iátinn i askana í fyrstu, og dýrkeypt sú/ reynsla, sem að lokum færði fjöldanum heim sanninn um það, hve mikið vér eigum þeim að þakka, sem fórn- að hafa lífi sínu, — kröftum, heilsu og hinum svokölluðu lífs- þægindum í baráttunni fyrir þau málefni, sem ein höfðu lífsgildi og voru þeim heilagri en alt annað. — Skóli lífsins stendur öllum opinn, en skólagangan reynist tíðum löng og ströng, og því lengri, sem undirbuning- urinn hefir verið lélegri. Og þótt segja megi að sjálfmentaðirmenn hafi koraisl langt margir hverir og orðið nýlustu menn sumir, l>ú mun enginn hafa fundið bel- Ur til þess en þeir, hve miklu Ter þeir stóðu að vígi en hinir, sem áttu kost góðrar mentunar i æsku. _ Nú á þessum síðustu tímum er mjög mikið gert til þess að menta börn og unglinga á ýmsan hátt, einnig hér á landi. Gömlu mennirnir segja, að ekki verði þverfótað fyrir alskonar skólum og að i unglingana sé troðið alskonar lærdómi fram undir tvítugs aldur, hvort sem þeir séu færir um eða ekki, að veita honum viðtöku. Þannig alist úpp hópur miðlungsmanna og þar fyrir neðan, — slæping- ar, sem aldrei nenna að vinna ærlegt handtak, né »hugsa ær- lega hugsun«. — Nokkuð kann að vera hæft í þessu, og víst er um það, að »öðruvísi mér áður brá«, þegar alt var. látið deyja drotni sínum, sem ekki var fært um að lifa hjálparlitið. Af þessu mentunar- káki kann og að stafa allur sá miðlungsbragur, sem svo víða gætir í þjóðlifi voru. — Kennarar þeir, sem þannig gefa kost á sér til barna- og unglingakenslu, eru sennilega á misjöfnu menta- og þroskastigi. Börn og unglingar, sem kenslu njóta, skifta þúsundum, og er því þörf margra kennara. Þegar þannig er ástatt, að eftirspurnin er roeir en framboð- ið, er hætt við að kennaravalið verði ekki á marga fiska yfirleitt. Og i þjóðfélagi, þar sem alt er miðað við alin og vog og ilestir hugsa fyrst og fremst um kaupið, verður kenslan einnig verslunarvara, misjöfn að gæð- um og illa úti látin slundum. Enginn efi er á því, að þótt góðir kennarar sé hér innanum, þá er of mikið af hinum, er starfa með hangandi hendi fyrir kaupi sinu. Þeir eru auðþektir úr, sem með brennandi ahuga vekja ást og virðing nemenda sinna fyrir hinu góða, fagra og sanna, enda þóll kjör þeirra og kenslukaup sé þeiin ósamboðið. Væri ekki úr vegi að kenslu- málasljórn landsins gerði strang- ar kröfur um mentaþroska og hæfileika þeirra manna, sem fásl við kenslustörf í skólunum, um leið og kjör þeirra væri bætt, sem eiga það skilið. Það er aldrei of vel vandað lil góðra kennara, því á herð- um þeirra hvílir öðrum fremur framtiðarheill þjóðarinnar. Utan úr' heimi. Khöfn, FB., 10. okt. '25. Hljóðbylgjur frá hafsbotni. Kafari nokkur, s'em vann á hafsbotni skamt frá Helgolandi, sendi frá sér Radiotilkynningar um starf sitt þar niðri, og heyrðust þær greinilega um alt Veslur-Þýzkaland. Frá Locarno-fundinnm. Simað er frá Locarno, að al- varlegt ósamkomulag riki á fund- inum. Stresemann hefir sagt í viðtali við blaðamenn, að ástæð- an fyrir þvi, að Þýzkaland krefj- ist breytinga á 16. gr. i sáttmála Alþjóðabandalagsins viðvikjandi samtökum gegn friðrofi sé sú, að Þýzkaland sé næstum her- laust land. Fascistar og frímúrarar. Simað er frá Florenc, að Fas- cistar hafi drepið 4 frímúra vegna þess að þeir héldu áfram félags- »kap þrátt fyrir bann Musso i Abd-ol-Krim ekki flúinn. Simað er frá Parfs, að fregn- in um flótta Abd-el-Krims sé nú álitin ósönn. Khöfn, 11. okt. '25. Lloyd Oeorge og landbúnaður Englands. Sfmað er frá London, að Lloyd George hafi byrjað fyrir- lestraferð um gervalt landíð, til þess að viuna að nmbótum í landbúnaði og hentugra fyrir- komulagi landbúnaðarmálanna. Vill hann láta skifta öllum stórura jörðum í margar smáar, m. a. í þeim tilgangi að sporpa við atvinnulcysi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.