Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 13.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ skams tíma verið einir um andlega uppfræðslu þjóðarinuar og mikið starf og gott liggur eftir þá á því sviði, þótt sú handleiðsla hafi af sumum þeirra tekist misjafnlega. Góðir prestar geta haft mikil áhrif á andlegt lif safnaðarmanna sinna og geta þar miklu áorkað ef þeir leggja sig alla fram. Einhver áhrifamesti kenni- maður íslenzkur mun vera Har- aldur Níelsson prófessor og hafa margir sótt þangað trúarvissu og andlega næringu, sem þeim hefir ekki verið auðfengin ann- arstaðar. Siðastliðinn sunnudag gerðist sú nýlunda við guðsþjón- ustugjörð hjá þeim presti, að óprestvígður maður, Einar H. Kvaran steig í prédikunarstól og flutti kirkjuræðuna. Fórst hon- um það eins vel úr hendi og alvönum prestum og gaf ræða hans tilefni tii margvíslegra hug- leiðinga. Út af þeim hugleið- ingum eru línur þessar skrifaðar og skal það tekið skýrt íram, að sá sem það gerir er enginn heittrúar maður hvorki í spiri- tiska átt né aðrar, svo áhrifum þaðan er ekki til að dreifa. En að endingu skal það sagt, sem ætlað var í upphafi þessa máls og hér er aðalatriðið, að e/ al- menningur hlustaði oft á slílcar kirlcjurœdur og hjá Einari H. Kvaran á sunnudaginn þá er ó- liklegt að fólkið væri ekki nokkr- um mun betra en það er nú, — og færi sífelt batnandi. Prestar og kennimenn þurfa öðrum fremur að vera meira en meðalmenn, ef áhrifa þeirra á að gæta að nokkrum mun. Og umfram alt þurfa þeir að leiða áheyrendur sína inn í víðsýni þehlcingarinnar. Vésteinn. Fimm sönglög eftir Sigr. Kaldalóns eru nýlega komin hér i bóka- verslanir. 1 hefti þessu, sem prentað er í Vínarborg, eru þessi lög: Stormar (Steinn Sigurðsson), Torvísur (Halla Eyjólfsdóttir), Vna (Davið Stefánsson frá Fagraskógi), SJcógarilmur (Einar Benediktsson), Leiösla (Porst. Gíslason) — Tónskáldið hefir valið þarna þau Ijóð sem mörg- um eru kær, og má telja víst, að honum hafi að vanda tekist að blása lifandi anda tónanna i hverja setningu kvæðanna. Hugumkærri verða góð ljóð jafna, er listamaður hefir hafið anda þeirra til flugs með hörpu sinni. Hér skal enginn dómur á lögin lagður — aðeins bent á þau þeim til leiðbeiningar sem leika á hljóðfæri. Pau kosta kr. 4,80. — g. JBorgin. Sjávarfölt. Síðdegisháflæður kl. 2,40 í dag. Árdegisháflæður kl. 3 í nótt. Nætnrlæknir Ólafur Þorsteinsson Skólabrú 2. Simi 181. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfnr. Hægviðri um Iand alt og heiðskýrt víðast hvar í morgun. Heitast var í Yestmannaeyjum 4 st., i Reykjavík, Grindavík og Seyðis- firði 2 st., í Hornafirði 1, Stykkis- hólmi og Raufarhöfn 0. Frost var á Akureyri og Hólsfjöllum 4 st. og á ísafirði 2 st. — í Kaupmanna- höfn var 4 st, hiti, í Færeyjum 1, Jan Mayen 0 og i Angmagsalik 3 st. hiti í gær. — Loftvægishæð 769 um Norðvesturland. Búist er við hægri noröaustlægri átt á Austurlandi, austlægri átt á Suðurlandi og kyr- viðri annarsstaðar. Landsmálafnndnr í Borgarnegi. A sunnudaginn var haldinn lands- málafundur i Borgarnesi, aö tilhlut- un stjórnar íhaldsflokksins, og var helztu leiðtogum hinna flokkanna boðið á fundinn. Fundurinn var einhver sá Qölmennasti og lengsti, sem haldínn hefir verið par um slóðir, og sóttu hann menn viðs- vegar úr héraðinu, auk peirra sem héðan fóru. — Fundurinn var sett- ur kl. 2 á sunnudag, en ekki lokiö fyr en kl. 5 á mánudagsmorgun, og var ekki hægt aö segja að mönnura leiddist fundarsetan, pvi umræður voru skemtilegar og að mörgu leyti fróðlegar, og yfirleitt fór fundurinn vel fram. Smámnnir lifsing, ræða eftir séra Friðrik Hallgrimsson hefir verið gef- in út i ritlingsformi. Er pað pörf hugvekja öllum og pó sérstaklega ungu fólki. Hún er til sölu á Hverf- isgötu 74, og e. t. v. viðar. ÍÞagGlaé. Bæjarmálablað. Fréttoblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. 25 ára hjóskaparafmæli eiga i dag Kristín Einarsdóttir og Einar Por- steinsson kaupm. frá Bakkabúð. Skátasamkoman í gærkvöld fór vei fram, og var par skýrt frá úrslitum skátamótsins og verðlaunum útbýtt. Einnig voru par sýndar nokkrar skuggamyndir af skátalifinu hér á landi og i Danmörku, m. a. nokkrar myndir frá siðasta móti. Ennfrem- ur var parna söngur og hljóðfæra- sláttur, og voru pað eingöngu skát- ar, sem að pví stóðu. — Margir skátar voru parna saman komnir, en fullorðna fólkið færra — alt of fátt. Bergstaðastígnr er nú orðinn miklu betri yfirferðar en áður, vegna pess að borið hefir verið malarlag ofan i hann eftir miðbiki vegarins. Auðvitað er pessi aðgerð hvorki varanleg né fullnægjandi, en pó er hún til stórbóta móts við pað sem áöur var, og svona að- gerð getur ekki verið dýr. Grettisgatan er jafnslæm yfirferð- ar ennpá, og par er ekkert gert til umbóta. Pað ætti pó að vera hægt verk og kostnaðarlítið, að bera of- an í verstu hvörfin, pví við pað mundi gatan stórbatna. Hefir oft veriö minst á petta hér i blaðinu, og má nú ekki dragast lengur að eitthvað verði gert. Útbúnaðnr mjólkurbúðanna hér í bænum er ærið misjafn, og er par ekki alstaðar svo hreinlegt um- horfs sem æskilegt er og nauðsyn legt má teljast. Eiga peir pví mikið hrós skiliö, sem öðrum fremur og af eigin hvötum hafa tekið sér fram um að efla hreinlæti, og um leið heilbrigði, í bænum. Mjólkur- félagi Reykjavíkur hefir orðið par mest ágengt, og eru margar útsölur par mjög hreinlegar og öll um- gengni góð. Samt mun mjólkur- búðin á Vesturgötu 12 vera ein af peim allra beztu, og hefir hún enn á ný verið endurbætt, svo hún get- ur talist til 1. flokks útsölustaða. Munu forstöðukonur útsölunnar eiga drýgstan páttinn i peim umbótum. sem par hafa verið gerðar, og sjálf- sagt að geta pess eins og annara,. sem vel er gert.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.