Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 23.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Aðvöruo tii hú§mædra. Þar eð vér höfum orðið þess vísir, að nokkrir kaupmenn hafa gert sig seka í því að afhenda ýmsar, jafnvel lítt þektar og lélegar, sáputegundir, í stað Sól- skinssápunnar, þegar um hana hefir verið beðið, þá eru það vinsamlega tilmæli okkar til allra, sem sápu nota og sem fyrir þessu verða, að gefa okkur upp nöfn þeirra kaupmanna, sem gera sig seka i slíku athæfi. Gætið að því, að á hverju Sólskinssápustykki standi orðin aSunlight Soap«. Aðalumboð fyrir sólskinssápuna á íslandi: r Heildversl. Asgeirs Sigurössonnr. ^DagBíaé. ins í ólagi, og hefir tekið upp undir viku að koma honum í lag. Skipið fór í gærkvöld til Hvammstanga, án þess að taka kjötið hér. Tekur það kjötið hér, er það hefir fermt ca. 2500 skrokka vestra. Fiskafli. Fiskafli sæmilegur í útfirðin- um, þegar gæftir eru. Rjúpnaveiðar. Rjúpur veiðast mjög lítið enn- þá. Verslanir*' vilja naumast kaupa, og þá með lágu verði. Skipsfrand. Firða (Fríða?), kolaskip til Höepfners. strandaði nýlega við Færeyjar. Mannbjörg. Frá Yestur-íslendingum Landnáms -minningarliátíðln þ. 2. ágúst á Gimli hafði farið hið bezta fram. Flyktust íslend- ingar á hana úr öllum hlutum álfunnar og var hið mesta fjöl- menni saman komið, er hátíðin hófst. Hinnar prúðmannlegu framkomu hátíðagestanna var sérstaklega minst bæði í islenzk- um og enskum blöðum. Forseti dagsins, Einar S. Jónsson, á- varpaði fyrstur mannfjöldann. Heillaóskaskeýti las hann upp frá dr. Vilhjálmi- Stefánssyni, borgarstjóra Winnipegborgar o.fl. Joseph Thorson, viðfrægur Vestur-íslerdingur, forslöðumað- ur Lagaskóla Manitobafylkis, flutti ræðu fyrir minni Canada. E. H. Kvaran flutti kveðju frá stjórn og þjóð íslands. Lauk hann máli sinu með þessum orðum: »Fyrir hönd ísleDzkrar stjórnar og þjóðar þakka ég Vestur-íslendingum fyrir alla þá sæmd, sem þeir hafa gert kynstofni vorum með framkomu sinni í þessari heimsálfu, við hverja örðugleika, sem þeir hafa átt að etja. Og ég þakka þá ekki síður fyrir það, af hve mikilli göfumensku og ástriki þeir hafs styrkt bræðrabandið. Og fyrir hönd stjórnarinnar á íslandi og íslenzkrar þjóðar árna ég ykkur allrar blessunar á óförnum leiðum«. Séra B. B. Jónsson flutti langa ræðu fyrir minni landnáms- manna, sem eitthvert blaðið hér verður væntanlega til að flytja í heilu lagi. — Auk áður nefndra ræðumanna flutti séra Ragnar Kvaran snjalt erindi fyrir minni íslands. — Lauk hann máli sinu með þess- um orðum: »ísleDzka þjóðin er eitt lifandi minnismerki þess, að andinn getur sigrað efnið, að ef mennirnir geta haldið vitsmuna- lifi sínn vakandi, þá er alt ann- að aukaatriði. ísland elur minstu þjóð heimsins. Sú þjóð er að reyna að ráða þá gátu, sem aðrir hafa kiknað undir. Það er af því, að Þjóðræknisfélagið trúir á, að hún kikni ekki, sem það hefir falið mér að skora á yður, að hafa enn stöðug augu á landinu í norðri. Meistarftprófl luku tveir land- ar vestra í vor. Annar þeirra er Valdimar A. Vigfússon frá Tantallen. Hann tók meistara- gráðu í efnafræði í vor, og er nú efnarannsóknarmaður (che- mical analyst) við Saskatoon- háskóla. Hinn er Þorvaldur Jónsson frá Árnesi. Hann varð landbúnaðarkandídat 1924, en tók meistarapróf í jurtasjúkdóm- um (plant pathology) í vor við Minnesota-háskólann. Er hann nú aðstoðarkennari þar syðra. (FB). liœjarmálablað. Fréttnblnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstínii kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka dsga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriltar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. £$ox*gin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 9,40 i kvöld. Árdegisháflæður kl. 10,25 á morgun. Nætnrlæknir Magnús Pétursson Grundarstig 10. Sími 1185. Nœtnrvörður i Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Norðlæg átt sumstaðar í morgun en víða Jogn. í Vestni.eyj- um og Grindav. var 6 st. hiti, Rvík 5 st., Seyðisf., Raufarh. og Sl.hólmi 4, Akureyri og Hornaf. 3, ísaf. 2 og á Hólsfjölluin 0. — í Khöfn var 10 st. hiti, i Færeyjum 9ogAngmagsa- lik 2 st. í gær. Frá Jan Mayen komu engin skeyti í morgun. — Loftvæg- islægð yflr SkotJandi. Búist er viö svipuðu veðri. Sjómunnafélag Reykjavíknr er 10 ára í dag, og verður þess minst með hátíðahöldum í Iðnó í kvöld og annaö kvöld. Jarðnrför frú Helgu Proopé fer fram á morgun. Kirkjuathöfnin fer fram í dómkirkjunni, en síðan verðor likið flutt til Garða og jarðsettpar' Skaftfellingur fór héðan i nótt ti Vestmannaeyja og Víkur.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.