Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 23.10.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Bréfaútbnrði verður svo hagað frá 21. þ. rn. til 15. febrúar, að póst- kassarnir verða tæmdir kl. 2 að deginum og bréf borin út kl. 3. En á morgnanna verða kassarnir tæmdir á sama tíma og áður (kl. 7*/a) og byrjað á útburði kl. 8’/>. Slæmar liorfnr eru enn um að samkomulag náist um kaupgjalds- málið milli sjómanna og útgerðar- manna og hafa allar samkomulags- lilraunir reynst árangurslausar. Er því viðbúið að botnvörpungarnir verði látnir hætta veiðum um næstu mánaðarmót eða jafnvel fyr. Botnvörpnng'arnir. Karlsefni kom af veiðum í fyrradag með 134 tn. Njörður i gær með 116 tn. Menja með 103 og Baldur með 153 tn. lifrar. Hjúskaparhoit sitt opinberuðu í gær ungfrú Hlif Matthíasdóttir (Ól- afssonar f. v. alþm.)og Ólafur Magn- ússon skipstjóri. Nokkrir nemeudur geta ennþá kom- ist að í gagnfræðaskólann í Landa- koti, en umsóknarfrestur er aðeins til mánaðarloka. Lyra fór béðan kl. 6 í gær áleiðis til Bergen. Farþegar: frú Lovisa Sveinbjörnson og ungfrúíStella Svein- björnson, (Guðm. skrifstofustj.), Jón Arnórsson verslm., Ragnar Erlings- son málari, Axel Meinholt kaupm. o. m. fl. — Fjöldi fólks fór með skipinu til Vestmannaeyja. ^ffarsl. c^íllinn, JEaugavag fö og *2fersl. ©íafs cSófíannassonar Spííalast. 2 selja allár vörur, nema smjörlíki, með 100/o aíslætti. Áreiðanlega lægsta verð bæjarins. Peningnr: Peningar: Sterl. pd............... 22,30 Danskar kr............. 114,24 Norskar kr.............. 94,02 Sænskar kr............. 123,44 Dollar kr............... 4,61s/i Gullmörk ............... 109,73 Fr. frankar ............ 20,11 Slysfregnir. Akureyri, FB. 23. okt. ’25. Fimm manna róðrarbát hvolfdi í gær í lendingu á Reykjaströnd í Skagafirði. Tveir menn drukn- uðu, unglingspiltur, sonur Ás- gríms Einarssonar skipstjóra á Reykjum, og Páll Árnason, aldr- aður maður frá Siglufirði. Hér er nú sótsvört þoka. Hótel Hekla Hafnarst. 20. Þæglleg: og óilýr hen foergfl. Midstöðvarliltun. Baö ókeypis fyrir gestL Heltur og: kaidur matur allan daginn. Sonnr járnbrnntnkéiig'siiis. Ég er Garavel; ég heíi skygnst inn í framtiðina, og ég get ekki snúið aftur. Ég hugsa einnig um sjálft Panama. Pað er mikið í húfil — En hvað viljið þér gera við Anthony? Garavel horfði hálfhissa á hana. — Hann er fyrir mér. Ég losa mig við hann! Er það ekki nóg? — Pað gleður mig, að þér eruð svo hagsýnn, þið spænsku Ameríkumenn eruð margir svo rómantískir. , — Og hvers vegna ætti ég eigi að vera hag- sýnn? Ég er þó kaupsýslumaður. Ég ann að eins tvennu, frú — nei, þrennu: Dóttur minni, framför minni í veröldinni og — föðurlandi mínu. Með þessum hætti þjóna ég þeim öllum þremur. — Pegar þér lítið þannig á málið, er ég viss um að við með aðstoð Ramons munum geta komið herra Anibal ofan af fyrirætlan sinni. Hershöfðinginn er skynsamur og er jafn lítið Sefinn fyrir barsmiðar og þér. Ef dóttir yðar sanrþykkir-------— Kæra frú, berið engan kvíðboga fyrir því. Hún veit eigi hvað óhlýðni er. Ef þörf skyldi gerast------en það kemur eigi til nokkurra mála. Petta er ákveðið. — Látið mig svo tala við Ramón. Hann og eS munum í sameiningu fá talið hershöfðingj- anum hughvarf. Hún rétti honum hanskaklædda hönd sína. Maður á aldrei að vera of bölsýnn. — Og má ég þakka yður fyrir snarræði yðar, sem ef til vill hefir eitt orðið til þess að bjarga vonum okkar og metnaðarfullum fyrirætlunum. Hann fylgdi gesti sínum til vagns hennar og skundaði svo aftur á skrifstofu sína. Síðdegis þenna dag barst Kirk frá bankastjór- anum hátíðlegt skrif, sem fylti hann örvænt- ingu. Pað hljóðaði svo: Kæri herra Anthony! Mér til mikillar gremju frjetti ég að orð leiki á þvf, að Gertrudis eigi að verða kona yðar. Ég fullvissa yður um, að hvorki hún né ég eignum yður snefil af sök á þessum leiðinlega orðrómi; en þar sem iðnar tungur svo léttilega eru komnar á stað, algerlega að tilefnislausu, álitum við að það væri mjög heppilegt, að eftir- leiðis yrði ekkert tilefni gefið til slúðurs. Ég er viss um, að þér munuð veita okkur aðstoð í þessari viðleitni. Yðar einlægur og auðmjúkur vinur. Andreas Garavel. Sú tilfinning læddist yfir Kirk, er hann las þetta, að hann væri svikinn. Hver væri tilgangur brjefsins — fyrir utan þá staðreynd, að Gara- vel hefði snúist hugur — skildi hann eigi, og hann ákvað þegar að fara og heimta skýringu.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.