Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 24.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Söngflokk æfði Brynjólfur Þor- áksson undir Gimlihátíðina, og var mikið orð á haft, hve vel söngurinn tókst. Vestnr-fslendingar og þúsnnd ára minning Álþingis. Þann 9. ágúst birtir Heimskringla bréf frá merkum Vestur-íslendingi um þátttöku landa vestra í þús- und ára minningarhátiðinni, sem á að halda á Þingvöllum 1930. Tillögur hans eru þessar: 1. Að fjölmennur söngflokkur verði æfður, er syngi eingöngu lög eftir vestur-íslensk tónskáld. 2. Að fámennur leikflokkur æfði leik, er sýndi í skýrum dráttum landnemalíf Vestur-íslendinga frá landgöngu til vorra tíma. 3. Að kosinn væri hæfasti og merkasti Vestur-íslendingurinn sem for- ingi fararinnar. Skyldi hann flytja kveðju og hafa orð fyrir Vestur-íslendingum á hátíðinni. 4. Til þess að standast kostnað við för þessa, sé leitað almennra samskota meðal íslendinga í Ameríku, og efni hin mörgu félög meðal Vestur-íslendinga með samskotum til inntekta fyr- ir þenna hátíðasjóð. — Heims- kringla flytur skorinorða rit- stjórnargrein um málið og skor- ar á landa til starfa í máiinu og þáttöku í förinni. — »Förin heim til íslands«, segir ritstjór- inn, »verður ekki venjuleg skemti- för af hálfu Vestur^íslendinga. Það verður pilagrímsför að heil- ögum dómi íslenzks þjóðernis«. Stungið hefir verið upp á því í íslenzku blaði, að Eimskipafélag íslands sendi skip vestur 1930, og virðast Vestur-íslendingar hlyntir þeirri hugmynd. Emile Walters, hinn víðfrægi vestur-íslenzki málari, stingur upp á því í bréfi til ritstjóra Heimskringlu, að Vestur-lslend- ingar kaupi eitt af listaverkum Einars Jónssonar, og er hug- mynd hans, að það verði sett á Fjóðlistasafnið í Ottawa (höfuð- borg Canada). (FB). Merki til ágóða fyrir bindindis- starfsemi Stórstúkunnar verða seld í dag á götunum. Má búast við að margir verði til að kaupa þau og styrkja þannig gott málefni. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 24. okt. ’25. Franska ráðnneytið ósammála. Símað er frá París, að Cailaux bjóðist til að segja af sér, vegna ósamkomulags innan sljórnar- innar út af fjármálafrumvörpura, einkanlega skattafrumvörpum, sem hann vill að stjórnin leggi fram. Stjórnin hafnaði því til- boði hans, að segja af sér. Andstaða þýzkra þjóðernissinna gegn öryggisráðstöfnnum Locarno-fnndarins. Símað er frá Berlín, að þýzk- ir þjóðernissinnar séu því mót- fallnir, að Locarnouppkastið verði samþykt. Hætt við, að afleiðing- in verði »Ministerkrise«. Síldartnnnuskortnr í Færeyjnm. Simað er frá Þórshöfn í Fær- eyjum, að eyjarskeggjar kvarti yfir síldartunnuskorti. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæður kl. 11,15 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 12,5 á morgun. Nætnrlæknir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Sími 686. NI. aðra nóttGuðm. Guðfinnsson Hverfisg. 35. Sími 644. Nætnrvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Hæg norðlæg átt alstað- ar í morgun, en hvergi frost. í Rvik og Seyðisf. 6 st. hiti, Akureyri, Raufarh. og Vestmannaeyjum 5 st. St.hólmi 4, ísaf. 3 og á Hólsfjöllum 1. — í Færeyjum var 8 st. hiti á Jan Mayen 4 og í Angmagsalik við frostmark (0) í gær. — Loftvægis lægð um Færeyjar. Búist er við norð- lægri átt með úrkomu á Norður- og Austurlandi. 1. vetrardagur er í dag og má segja að veturinn heilsi jafnvel og sumarið kvaddi i gær. Messur á morgun. Dómkirkjan kl. 11 séra Fr. Hallgrimsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. Fríkirkjan kl.2séra Árni Sigurðs- son (altarisganga), kl. 5 séra Har- aldur Níelsson. I.andakotskirkja kl. 9 árd. há- messa, kl. 6 síðd. guðsþjónusta með prédikun. — Sjómnnnastofnn kl. 6 guðsþjónusta. ^DagGlaé. Bæjnrmálablað. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundssoii, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Afmælishátíð Sjómannnfél. var frestað í gær vegna sérstakra or- saka. En í þess stað verður hún haldin í kvöld og annað kvöld. Dráttarvextl verða þeir að greiða frá fyrsta nóvember, sem ekki hafa greitt útsvör sín fyrir þetta ár, fyrir þann tima. Skrifstofur Proppé-bræðra verða lokaðar allan daginn i dag, vegna jarðarfarar móður þeirra. Einar E. Markan syngur í 3. sinn á morgun kl. 3'/* í Nýja Bíó. Er nú hver síðastur að hlusta á þennan efnilega söngvara, því hann er nú á förum héðan og getur lengi dreg- ist, að hann láti hér aftur til sin heyra. — Eftir viðtökunum, sem hann hefir fengið má hann enn vænta góðrar aðsóknar og á það lika fyllilega skilið. Esja fer ekki fyr en á morgun kl. 4 vegna aðgerðar út af árekstri, sem hún varð fyrir hér í höfninni í fyrrakvöld. — Nýjar einkennishúfur hafa nem- endur verslunarskólans tekið upp og eru þær fallegar útlits. Strandvarnarskipið Islands Falk kom hingað í gær með þýzkan botn- vörpung »Brederbeck« frá Bremer- haven, sem verið hafði að óleyfi- legum veiðum austur við Dyrhóla- ey. Var botnvörpungurinn sektaður í gær um 12,500 kr. og afli og veið^ arfæri gert upptækt. Hjúskapur. í dagverða gefin sanr- an í hjónaband ungfrú Sigurlaug Jakobsdóttir og Valdimar Péturs- son að Lögbergi. íþróttaafrek. Á iþróttamóti f París snemma í þessum mán- uði setti norski íþróttamaðurinn frægi, Charles Hoff nýtt heiuos- met í stangarstökki, 4,26 metra- Hann varð einnig nr, 2 í ]»**&' stökki, 7,37 m., nr. 1 varö C»*°r- sem stökk 7,91 m.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.