Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 24.10.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Tillíynnmg írá sendiherra Dana. Dráttarvexti Rvík, FB. 21. okt. ’25. ^Nýir einnar og tveggja krónu peningar hafa verið slegnir úr samblandi af kopar, nikkel og aluminium. Eru þeir eins út- lits og 50-eyringarnir nýju. Sam- tals 10 milj. króna hefir verið hleypt í umferö. Málmtrygging Pjóðbankans danska var 15. þ. m. 56,9. Grænlaudsmál. Norski sendi- herrann í Lundúnum hefir fyrir skömmu tilkynt brezka utan- ríkisráðuneytinu, að ríkisstjórn Noregs hafi ekki viðurkent full- veldi Dana yfir öllu Grænlandi. Er þetta gert í tilefni af bréfa- skiftunum í vor á milli sendi- herra Breta í Kaupmannahöfn og utanrikisráðherra Dana — um ívilnun fyrirbrezka ríkisborg- ara, félög og skip á Astur-Græn- landi. — Er nú allmikið ritað og rætt í Noregi um Grænlands- máiin, einkum síðan að norskir verða þeir að greiða, sem eiga hafa goldið síðari hiuta útsvarsius 1025, hinn 1. nóvember næstkomandi. Þetta tilkynnist öllum hlutaðeigendum. Bæjargialdkerinn* Fermingargjafir fyrir stúlkur og drengi: Tösknr — »manicnre« — seðlaveski — bnddnr — terða-etnie. Svo mikið úrval, að annað eins hefir ekki sézt hér áður. Nýjar vörur. Nýtt verö. Leðurvörtid. Hljódfærahússiiis. fiskiveiðamenn komu heim aftur úr Grænlandsför sinni. Harðnr vetnr á Norðnrlönd- nm. Nýlega hafa borist fréttir af miklum kulda í Stokkhólmi og víðar í Svíþjóð. Siðustu norsk blöð segja einnig fullan vetur þar um alt land. Fyrir viku sið- an lá 7—8 þuml. snjór úti í ystu eyjum fyrir vesturströnd Noregs, þar sem sjaldan festir snjó að ráði. Þykir það óvenju snemma þar í landi. Sonur jainbiaiiliiboiigHlnn. En í bankanum var honum sagt, að banka- stjórinn væri farinn heim, og er hann hafði ekið til bústaðar Garavels, frétti hann, að Gara- vel og dóttir hans hefðu farið til Las Savannas fyrir tæpri hálfri klukkustund. Hann skipaði þá ökumanni að aka aftur gegnum borgina, yfir brúna og út á þjóðbrautina. Dimt var orðið, er hann sneri aftur, bálreið- ur yfir því, hvernig leikið hafði verið á hann. Ef þau héldu sig græða nokkuð á því að gabba hann á þennan hátt, skjátlist þeim stórlega. Hann var nú staðráðinn í því að vinna Chi- quitu, jafnvel þótt hann yrði að brjóta sér leið gegnum luktar dyr. Honum hafði aldrei verið neitað um neitt á æfinni, og aldrei hafði hann fundið beiskleika máttlausrar þrár. Par sem honum var innrætt í æsku að líta niður á hvers kyns ófrelsi og hann bar göfuga fyrirlitningu fyrir réttindum annara, fanst honum sem hann gæti þrifið til hinna verstu óyndisúrræða, en við hugsunina um að menn hefðu leikið á einn Aothony, kreisti hann fast hendur sínar. Hann hafði í virðingarskyni lotið gömlum sinvenjum þeirra, nú var mál komið, að hann sýndi hvað í hann væri spunnið. Erfitt er að segja, hver axarsköft honum kynnu að hafa hugkvæmst, en orðsending frá ungu stúlkunni sjálfri hindraði hann í að framkvæma neitt óvenjulegt. Er hann hafði sent léttivagninn burt og var á leið til heimilis sins, kom Stephanie fram úr skugga húss nokkurs og gekk í veg fyrir hann. — Ég hefi beðið eftir yður, mælti hún. — Hvar er Chiquita? Segðu mér það fljótt. — Hún er heima. Hún vill fá að tala við yður. — Vitaskuld. Ég veit að hún er saklaus. Ég hefi leitað hennar alstaðar. — Klukkan níu í kveld kemur hún niður á torgið. Þér kannist við dimma skotið andspænis kirkjunni. — Ég mun verða þar. — Ef við skyldum eigi vera komnar, þá bið- ið okkar. — Vitaskuld. En, Stephanie, segið mér, hvað á þetta alt að þýða? Svertingjakonan hristi höfuðið. — Hún er veik, mælti hún með óblíðri röddu. Það er alt, sem ég veit. Ég hefi aldrei séð hana hegða sér þessu líkt. Kirk þóttist skilja á svip hennar, að hún kendi honum um þjáningar húsmóður sinnar. — Svona, vertu nú eigi reið við mig, flýtti hann sér að segja. Ég er líka veikur, en þú ert einasti vinur sem ég á. Þú elskar hana, er eigi

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.