Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 28.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAi fáeinum klukkustundum. En þá vorum við líka auðvitað sekt- aðir«. »Reka Danir sjálfir fiskiveiðar þarna, úr því þeir loka Norð- mennina svo algerlega úti?« »f*eir veiða ekki eina bröndu, og gera það líklega aldrei. Pað er belzt að sjá, að það séu Norðmenn og Færeyingar, sem færir sé í þann sjó. En Danir segja, að þar sé eigi meiri fisk- ur en svo, að Skrælingjar og Grænlendingar þurfi hans með sjáifir. Auðvitað er þetta hrein- asta bull. Skrælingjar Ipeiöa of- urlítið og grafa fiskinn niður í sandinn og geyma hann til vetr- arins handa hundunum, en þess- ar veiðar eru svo litlar, að þær eru ekki teljandi. Ef Danir legðu eigi táimanir á Ieið vora, og ef norsk stjórnarvöld sýndu dálífið meiri velvild og áhuga fyrir starfi voru, þá gætu Norðmenn rekið stórfenglegar fiskveiðar við Grænland, án þess að ganga of nærri, hvorki Dönum né Skræl- ingjum, og næsta ár gætum við tekið með okkur eitt þúsund at- vinnuleysingja þangað vestur«. »Hvað er þá helzt hægt að gera?« »Við þurfum að fá þó eigi sé nema eina höfn á Vestur-Græn- landi, og við verðum að fá Ieyfi til að kaupa loðnu í beitu hjá Skrælingjum. Úr því að Norð- menn eru þeir einu, sem vilja * og geta hagnýtt sér þá geisi- miklu fiskimergð, sem þar leik- ur lausum hala, þá er þetta tæplega til óf mikils mælst. Fyrir utan Godthaab eru eyjar nokkrar, sem við köllum Kokk- eyjarnar. Þar er engin bygð. Ef við fengjum t. d. þær eyjar, myndum við komast af með þær. En auðvitað ættum við einnig að fá hafnarleyfl bæði í Godthaab og »Sukkertoppen«. Og það er ekkert annað en þvergirðingsháttur, að meina okkur að kaupa beitu. Það get- ur þó eigi sakað Skrælingjana á nokkurn hátt, þeir myndu aðeins næla sér í fáeinar krón- ur, og þess þurfa þeir sannar- arlega. Mér virðist, að norsk stjórnarvöld ætti að fylgja þess- um kröfum af nokkru kappi, og einnig norsku blöðin. Og ég ætla nú að nota tækifærið til að þakka þeim blöðum, sem talað hafa þessu máli voru djarflega. Þau eru því miður fá. En þótt norsk stjórnarvöld kæri sig ef til vill ekkert um að varðveita þetta gamla norræna land, þá munu norskir sjómenn og veiðimenn nema það á ný ár eftir ár með erfiði og harðri sókn. — Við skulum ekki haga oss þannig, að við álösum og hallmælum hinum dönsku emb- ættismönnum á Grænlandi, land- fógeta, nýlendustjórum og yfir- manninum á »Fálkanum«. Ég þekki þá alla af persónulegri viðkynningu, og ég vil taka það skýrt fram, að þeir eru allir drengir góðir (»gentlemenn«). þeir fylgja dönskum lögum og fyrirskipunum frá Kaupmanna- höfn, og þeim er víst æði oft kent um ýmislegt, sem er öðr- um að kenna«. »Hafa eigi margir keypt Græn- landsför sín í ár svo dýru verði, að þeir leggi eigi út í þann sjó á ný?« »Að ári fara ennþá fleiri! í sumar var norski fiskiflotinn við Vestur-Grænland um 40 gufu- og mótorskip, auk allra smábátanna, eða um 1000 manns. Sú varð raunin, að þeir sem höfðu verið þar í fyrra, gerðu góða ferð, þrátt fyrir alt. Það er reynslan, sem alt veltur ál Héðan af munu norskir fiski- veiðamenn taka Grænlandsveið- arnar jneð í reikninginn jafn- víst sem þeir hingað til hafa reiknað fiskiveiöarnar við ísland og vorsíldarveiðarnar«. Frh. Helyi Valtýsson. Borgin. f SjáTnrföll. Síðdegisháflæður kl. 3,15] í dag. Árdegisháflæður kl. 3,35 í nótt. Næturlæknir. Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðnrfar. Logn í Hornafirði, á Hólsfjöllum og Akureyri. Víðast annarstaðar hæg austlæg eða suð- austlæg átt. í Vestm.eyjum var 4 st. hiti, Hornaf. og Seyðisf. 3, annar- staðar 1—2 st. nema á Hólsfjöllum 2 st. frost. — í Færeyjum var 8 st. hiti, á Jan Mayen 4 og í Angmagsa- ÍÞagðlað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: 6. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 446. Viðtalstimi kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjarlorg2. Simi 744, Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. lik 4 st- frost í gær. — I.oftvægis- lægð við Færeyjar og önnur fyrir suðvestan land. Búist er við aust- lægri átt á Suðvesturlandi og Suð- urlandi en breytilegri vindstöðu annarstaðar. Sálarrannsóknarfélagsfundur verð- ur haldinn í Iönó annaðkvöld. M. a. segir Einar H. Kvaran par frá nokkr- um atriðum úr utanför sinni. Rottueitrun á nú að heija hér einu sinni enn og er tekið á móti kvörtunum um rottugang í áhalda-i húsi bæjarins við Vegamótástíg kl. 9—12 og 2—7. (Sbr. auglýsingu í blaöinu í gær). Mun ekki af veita pótt enn sé hafin herferð á hendur rottunum pví lítð virðist peim fækka prátt fyrir alt, sem gert er til að útrýma peim. Rotturnar eru hér veruleg bæjarplága og væri mik- ilsvert að geta útrýmt peim með ölla. Safonðafundnrinn í Fríkirkjunni í kvöld verður væutanlega fjölmenn- ur. Eiga pangað allir erindi, sem nokkru láta sio skifta helgi hvíldar dagsins og nauðsynlegt vinnuhlé. En af undanfarandi reynzlu má virðast að flestuni bæjarbúum komi pað mál nokkuð við, og sizt ættu atvinnurekendur að láta sig vanta á fundinn. — Kaupgjaldssamning'nrnir. Á Sjó- mannafélagsfundinum í fyrrakvöld var rætf um tillögu sáttasemjara og greidd atkvæði um hana, en ekki er enn kunnugt um á hvern veg pau hafi fallið. Hins vegar hafa útgerðarmenn sampykt tillöguna og ákveðið að skipunum skuli lagt upp jafnóðum og pau koma inn, ef sjó- menn gangi ekki að henni. — Verð- ur nánar sagt frá pessu máli * morgun. Gengisbreyting varð enn í morg- un og lækkaði pá puridið um 15 aura, auk annara breytinga. Peningar; SterJ. pd.. 22,15 Danskar kr 113,01 Norskar kr 93,29 Sænskar kr 122,50 Dollar kr 4,58 Gullmörk 108,89 Fr. frankar 19,56

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.