Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 28.10.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Utan úr heimi. Khöfn, FB. 27. okt. ’25. Frá Balkanófriðnnm. Símað er frá Vínarborg, að þrátt fyrir aðvörun framkvæmd- arráðs Alþjóðabandalagsráðsins haldi Grikkir áfram árás sinni á Búlgara, en fara sér þó hægt •g forðast mannfall. Um tíu þúsund búlgarskar bændafjölskyldur hafa flúið úr héruðunum næst landamærun- um. Fólk þetta hefst við hingað og þangað, og á hávaðinn af því við ill kjör að búa, og líður sumt mikinn skort. Caillanx þnngur í skantl. Símað er frá París, að Cail- laux neiti að fara frá. Hefir hann skýrt frá þvi, að stjórnin hafi gert illgirnislega tilraun til þess að losna við sig. Alþjóðabandalagið og Balkan- ófriðnrinn. Framkvæmdarráð Alþjóða- bandalagsins kom samau í gær til þess að ræða um grísk- búlgörsku þrætuna. Fulltrúar Grikkja og Búlgara mættu og skýrðu afstöðu stjórna sinna í stórum dráttum. Botnvörpnngnr horilnn. Símað er frá Stokkhólmi, að álitið sé að botnvörpungur, sem ekki heiir til spurst um skeið, muni hafa rekist á tundurduíl i Austursjónum. Kveðjuhljómleikar Einars E. Markan. Annað kvöld syngur hinn efnilegi söngmaður Einar E. Markan i síðasta sinni, fyrir ut- aníör sína. Þrisvar sinnum heíir bann sungið, og við stöðugt vaxandi orðstý. Mönnum var forvitni á að heyra hann, því svo mikið orð hafði af honum farið erlendis. Menn hafa heldur ekki orðið fyrir vonbrigðum, svo gersam- lega hreif hann áheyrendur með söng sínum. Hann er »lyriskur baryton«, rödd hans umfangsrík og viðkvæin, en þó mikil og sterk. Það væri ógerningur, að 744 er simi DagMaðú nefna einstök lög til dæmis. Menn hafa flestir, þeir er hljóm- list unna, fjölment á hljómleika hans. Hugheilar óskir íslendinga fylgja honum úr garði og sam- huga von um, að hann nái sen* mestum þroska og fullkomnun á listabraut sinni. L. Slysfregnir. Blönduósi, FB., 23. okt. ’25. Síðastl. Iaugardag var aftaka brim á BlÖDduósi. Tveir menn, Þorsteinn Erlendsson frá Hnaus- um og Guðmundur Sigurðsson frá Hvammi í Laxárdal, voru staddir á bryggjusporði, er brim gekk yfir alla bryggjuna og tók þá út, og drukknuðu þeir báðir. Þeir voru hvortveggja einhleyp- ir menn. Bærilegt veður í dag, en stirð líð undanfarið. Spnnr járubrautnkóiijrslns. skyndilega og tilefnislaust, í algleymingi í faðm hans og lá þar titrandi og skjálfandi eins og fangaður fugl. — Fyrirgefðu mér, elskan mín, mælti hann ástúðlega. Ég vildi alt af það sem bezt var. Þú mátt eigi hugsa til að gera það, sem þeir krefj- ast af þér; ég leyfi það eigi. Hann hafði sjálfur svo megnan hjartslátt, að hann hriðskalf, og hann vissi varla, hvað hann sagði. Hann æstist af því að sjá sorg hennar. Það var eins og þeir hefðu af ásettu |áði sært litlu, hjálparlausu stúlkuna hans, og reiði hans jókst. Hún leit til hans augum, sem ljómuðu gegnum tárin, og mælti veikri röddu: — Herra Antóníó, ég elska yður. Þér sjáið, að ég get eigi logið. Andardráttur hennar gerði hann alveg ölvað- an. og hann laut ofan að henni og ætlaði að kyssa hana, en Stefanía sleit hana harkalega úr faðmi hans. Blökkukonan var fílsterk, og hún var all illfyglisleg á svip, er hún hrópaði: — Nei! Ég á hana! Ég á hana! Hún er góð stúlka. — Stefanía! Hún elskar, sjáið þér það ekki? — Nei! Nei! Svertingjakonan lók stúlkuna í fang sér eins °g til að verja hana. — Æ, ég er svo slæm, sagði Gertrudis. Ég elska þig, Kirk — já, ég elska þig af öllu bjarta, en faðir minn — hann neitar — ég verð aö hlýða^— bann hefir rétt, og ég verð að fara að hans vilja. — Komdú með mér undir eins. Við skulum gifta okkur þegar í kvöld, sagði hann með á- kafa. En hún hélt sér enn þá fastara í Stefaníu, eins og hún þyrfti afl verja sig falli. — Þér eruð mjög góður við mig, sagði hún angurblítt. Og ég skal aldrei gleyma þeim mikla heiðri, er þér bjóðið mér. En þér skiljið, að ég get það ekki. Þetta er meira virði fyrir föður minn heldur en lífið sjálft; og það veltúr á jafn- miklu fyrír alla fjölskyldu vora, og ég verð að gera skyldu mína. Ég ætla að biðja Guð um styrk til að geta látið vera að elska yður, herra Antoníó, og ef til vill mun hann einhvern tíma bænheyra mig. Þér verðið líka að gera þetta, og biðja hánn einnig að gefa mér styrk. Ég gat ekki skilið við yður án þess að láta yður vita, að þelta er ekki mér að kenna, og þess vegna sendi ég boð til yðar. Nei, maður verður að hlýða föður sínum og fjölskyldu, því þau eru hyggin og — góð. En maður á einnig að vera hreinskilinn. Tárin runnu niður kinnar hennar, og hún hlustaði á bænir hans og fortölur eins og fagra

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.