Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 30.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ — Og hvílík rœktunarskilyrði, sögðum við við þá dönsku. Já, við höfum líka þrjár kýr í Godthaab, sögðu þeir, en við verðum að gefa þeim inni alt árið, því Eskimóarnir bera ekki skynbragð á kvikfjárrækt, enn sem komið er. Alt lifandi, nema hunda, drepa þeir og éta undir eins. þeir eru nýbúnir að drepa tvo kálfa, sem við sleptum út. Seinna í sumar varð ég að fara aftur inn til Godthaab. Við mistum stóran bát, opinn, og ég frétti, að Skrælingi einn hefði fundið hann. En hann vildi ekki láta af hendi bátinn. Hann ætl- aði að setja hann á land og búa undir honum. Til eru gömul lög hjá Eskimóum, er segja, að sá eigi fund, sem finnur. Ég bað nýlendustjórann að vera sátta- semjari. Ég fékk þá aftur bát- inn með því að borga 300 kr. í fundarlaun. Báturinn var 900 kr. virði. Ég greiddi Eskimóan- um 300 krónur og gerði hann á svipstundu að »velmegandi« manni. Hann ætlaði nú að byggja sér hús inni í »borginni«. Áður hafði hann búið í moldarholu, sem við hefðum ekki einu sinni viljað nota til jarðeplageymslu. — þar voru mörg þessháttar húsakynni. Sumir bjuggu þó í tjöldum eða undir bátum í sumar. það var ferming í Godthaab þenna dag. Margt barnanna skildi dönsku, einkanlega þau, sem vóru kynblendingar, og úr þeim flokki virtust þau mörg vera, — en sum skildu ekki neitt í dönsku. »Hvernig leist yður á matar- hæfið?« ^Það var víst harla bágborið. Ejnn dag var Eskimói rétt við skipsbliðina hjá okkur á fiski- veiðum. t*á kom máfahópur íljúgandi. Eskimóinn skaut einn þeirra með bein-ör, reif af bonum mesta fiðri, og stýfði svo fuglsskrokkinn úr hnefa«. »þér ætlið þá víst til Græn- iands aftur að ári?« »Já, það hefi ég hugsað mér svo framarlega sem líf og heilsa endist. Og þá skal árangurinn verða betri heldur en í ár, því þar eru nóg auðæfi að taka af, bæði lax og þorskur, hvalur og lúða.« Helgi Valtýsson. .Borgin. Sjávnrföll. Siðdegisháflæður kl. 4,28 í dag. Árdegisháflæður kl. 4,45 í nótt. Xætnrlæknir M. Júl. Magnús Hverfisgötu 30. Sími 410. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Austlæg og norðaustlæg átt alstaöar í morgun en hvergi hvast nema á ísaf. Heitast var í Grindavik 8 st., Rvík og Vestm.eyj- um 7, Hornaf., St.hólmi og ísaf. 6, Raufarhöfn 5, Seyðisf. 4, og á Hóls- fjöllum 1 st. — í Khöfn var 9 stiga hiti, í Færeyjum 7, á Jan Mayen 0 og i Angmagsalik, i gær, 2 st. Djúp loftvægislægð fyrir vestan írland. Búist er við allhvassri austlægri átt með úrkomu á Suður og Austurl. — Hafísjaki var í gær 38 sjóroílur NNW-W frá Stigahlíð við ísafj.djúp. Farþegar með Gullfoss í fyrri- nótt voru m. a.: A. V. Tulinius og frú, Haukur Thors og frú, Kjartan Ólafsson læknir og frú, ungfrú Sig- ríður Zoéga, Guðrún Böðvarsson og Anna Eiriksdóttir, Eggert P. Briem, Sigurgeir Einarsson o. fl. Leikfélag Reykjavíknr byrjar leik- sýningar núna um helgina oa leikur þá gamanleik í 3 þáttum eftir þýzka skopleikahöfundinn Carl Laufs. — Formaður leikfélagsins er nú Krist- ján Albertson ritstjóri en aðal leið- beinandi þess verður Indriði Waage. Hljómlcika ætla þeir Páll ísólfs- son og Emil Thoroddsen að halda í Nýja Bió á sunnudaginn. Leika þeir saman á tvö flygel og eru lög- in valin við almenningshæfi. Eyu slíkir hljómleikar sjaidgæfir hér í bæ og er ekki að efa aö þeim verði vel tekið, og ekki sízt þegar þessir menn eru annarsvegar. Ranði kross íslands ætlár að efna til tveggja námskciða í byrjun næsta mánaðar. Á öðru námskeiöinu verð- ur kend hjúkrun sjúkra í heima- húsum, en á hinu hjálp í viðlögum. Gert er ráð fyrir að hvert námskeið taki 10 daga og fer kenslan fram að kvöldinu, lil hægðarauka fyrir þátt- takendur. Er þetta þörf framtaks- semi, sem mörgum getur komið að góðu haldi. — Óskar Gnðnason gamanvísnasöng- vari frá Akureyri kom hingað með Botníu síðast. Hann er sagður mjög mikill »grínisti« og er mikið af hon- um látið á Akureyri. Vonandi lofar hann bæjarbúum að heyra til sín meðan hann dvelur hér, og má þá búast viö húsfyili, því mönnum gefst sjaldan kostur á, að hlusta á góð- ar gamanvísur. — ^DagBlað. Ræjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 aú. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Einar E. Markan söng í 4. og síð- asta sinn i gær við góöa aðsókn og almenna ánægju áheyrenda. Varð hann bæði að endurtaka sum lögin og gefa aukalag að lokum. Botuvörpungarnir. t morgun komu afveiðum: Egill Skallagrimsson meö 70 tn., Mai með 45, Otur 83 og Geir með 60 tn. lifrar. Verða nú botn- vörpungarnir látnir hætta veiðum jafhóðum og þeir koma inn, og skipshafnir afskráðar. Peningar: Sterl. pd.............. 22,15 Danskar kr............. 113,88 Norskar kr.............. 93,38 Sænskar kr............. 122,54 Doliar kr.............. 4,58'lt Gullmörk............... 108,98 Fr. frankar ............ 19,25 Innlend tíðindL ísafirði, FB., 29. okt. ’25 Bæjarstjórn afgreiddi fjárhags- áætlun í gærkvöld. Tekjur alls 384 þúsund. Útsvör 161 þúsund. I fyrra 149 þús. Af nýmælnm stendur til viðgérð á vatnsveit- unni, 10 þús.; til stofnunar kúa- bús á Seljalandi 5 þús. Kosn- ing fór fram á einum manni í niðurjöfnuuarnefnd. Ketill Guð- mundsson var sjálfkjörinn af lista Alþýðuflokksins. Vélskipin búast á loðnuveiðar. Tilkynning írá Taflíélagi Rv»knr. Rvík, FB 29. okt. ’25. í nótt voru sendir héðan leik— ir á báðum borðunum. Á borði I var 3. leikur ísl- (hvítt) c2—c4. Á borði II var 2. leikur lsk (c7—c5).

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.