Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 31.10.1925, Blaðsíða 2
r 2 D A G B L A Ð sakna mest, þrátt fyrir marg- l)reytni bæjarlífsins. Ed hér þarf meira til, en ein- stakar og strjálar samkomur nokkurs hluta aðkomufólksins, ef vel ætti að vera. En eftir þeirri reynslu sem fengin er af þessari tilraun ungmennafélag- anna má öðrum fremur treysta þeim til meiri og víðtækari framkvæmda. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 31. okt. ’25. Franska ráðaneytið. Símað er frá París, að ráðu- neytið sé fullmyndað. Painleve er forsætis- og fjármálaráðherra. Briand áfram utanríkismálaráð- herra. Engar stórbreytingar á hinum. Ráðuneytið að eins í heild sinni hreinni vinstristjórn. Er því spáð skammra lifdaga. Frá Pjóðverjum. Símað er frá Berlín, að óþarft verði að leysa upp þingið vegna Locarno-samnÍDgsins. Friðnr á Balkan. Símað er frá Wien, að algerð ró ríki á Balkan. Frá Sýrlandi. Símað er frá London. að ná- kvæmar fregnir hafi borist þangað um skothriðina á Da- maskus. 3000 drepnir. Fjöldi særður. Margra alda gamlar byggÍDgar eru f rústum eftir skothríðina. Ákafleg æsing með- al innfæddra manna. Uppreistarhreyfingin breiðist út eins og eldur í sinu. Ræðis- menn Breta og Bandaríkjamanna krefjast geypilegra skaðabóta. Tilkynning irá Taflíélagi Itvíknr. Rvík, FB 30. okt. ’25. í morgun komu frá Norð- mönnum leikir á báðum borð- unum: Á borði I, Norðm. svart 3. Bf8—g7. Á borði II, Norðm. hvítt 3. Bcl—b2. Borgin. Sjárarföll. Síödegisháflæöur kl. 5,3 í dag. Áröegisháflæður kl. 5,20 í nótt. TnBg'lfyllin? kl 4,17 í dag. 2. Tika vetrar hefst. Kætarlæknir Magnús Pétursson Grundarstig 10. Simi 1185. Nætnrrörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Ofsavaður (11) var í Vestm.eyjum og viöa hvast (7—9. Rvik og Grindavík 7 st. hiti, annar- staöar 4—5 st. nema i Hornaf. 3 og á Hólsfjöllum 0. — í Khöfn var 6 st. hiti, í Færeyjum 9, Jan Mayen 1 og Angmagsalik 2 st. i gær. — Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Búist viö austlægri og suöaustlægri átt, hvassri á Suður- og Vesturlandi og allhvassri annarstaðar, og úr- koma víða, einkum á Suðurlandi. Messnr á morgun. Dómkirkjan kl. 11 séra Bjárni Jónsson (ferming) og kl. 5 séra Friðrik Hallgrimsson. Frikirkjan kl. 5 séra Á. Sigurðss. Landakotskirkja kl. 9 árd. Ponti- flkalmessa og biskupun og kl. 6 pontifikalguðsþjónusta meö préd. Sjómannastofan kl. 0 guðsþjónusta. »Farfuglafundur«,- eða gestamót ungmennafélaga, verður haldinn í kvöld á Hotel Skjaldbreið og hefst kl. 87». Er ætlast til að þangað komi allir ungmennafélagar, hvað- an sem þeir eru af landinu. Pessir samfundir eru svo vel þektir, frá tveimur siöustu árum, að telja má vist að þangaö sæki allir ungmenna- félagar, sem þess eiga nokkurn kost. Old Bojs. Æfing í kvöld kl 57*-7 í fimleikahúsi Mentaskólans. Einar E. Markan ætlar vegna margra áskorana, að syngja einu sinni enn áður en hann fer af landi burt. Verður það á mánudagskvöld- ið kl. 9 i Bárubúð. Páll ísólfsson aðstoöar eins og áður. Aðgöngu- miðar eru seldir lægra vérði en fyr. Hjúskapur. í dag verða gefin sam- an i hjónaband ungfrú Kara Briem (Sigurðardóttir póstmeistara) og Helgi Skúlason augnlæknir. Dr. Páll E. Ölason flytur fyrirlest- ur í Háskólanum í dag kl. 6—7 um fyrstu kynni útlendinga af Islandi. Aðg. er ókeypis og öllum heimill. »Kokain« heitir merkileg mynd, sem nú er sýnd i Nýja Bió. Sýnir hún hverjar afleiðingar eiturnautn- ir geta haft, og er myndin bæði fróðleg og lærdómsrík. ^DagBíaé. Bæjarmálablnð. Fréttablað. Ritstjóri:. G. Kr. Guðmundssoa, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Sjúkrasamlng Reykjayíkur heldur hiutaveltu í Bárubúð á morgun. Hafa hlutaveltur Sjúkrasamlagsins jafnan verið með þeim beztu, sem haldnar hafa verið og haft almenn- ingsliylli. — * Sfðustu forvöð eru í dag að kvarta um .rottugang í húsum, áður en eitrun fer fram, sem verður í næstu viku. Kvörtunum er veitt móttaka í síma 753, kl. 9--12 og 2-7 í á- haldahúsi bæjarins við Vegamóta- stíg. Ættu menn sízt að gleyma, að kvarta um rottugang, þeir sem hans verða varir, svo tilraunin til út- rýmingar komi að betri notum. Gullfoss fer héðan siðdegis á mánudaginn, til ísafjarðar og ann- ara Vestfjarða. Símnblaðið 4—5. blað X. árangs ar nýkomið út. Aðalgreinirnar eru um endurbætur á miðstöð b®íar" simans, um launamál símanaanna. og um mentun þeirra. Penlngar: Sterl. pd... Danskar kr Norskar kr. Sænskar kr Dollar kr.. Gullmörk . Fr. frankar 22,15 113,88 93,50 122,54 4,587* 108,98 19,47

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.