Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 31.10.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 a^“ Hlutaveltu heldur Sjúkrasamlag Reykjavíkur í Bárunni 1P8P* á morg’un, sunnudaginn 1. nóv. Pað vita allir, að það er ekkert skrum, að þetta verður bezta hlutaveltan. — Meðal annara muna verða þar: Bornholmsklukka. Allir fullorðnir þekkja þessar ágætis klukkur, sem eru geymdar sem dýrgripir. — Matarstell, — Kaffistell (postulín) — Keffistell (plett) — Kol, mörg skpd. — Saltfiskur — Hveitisekkur, tieill í nr. Mikið. af hveiti í smærri pokum. — Vetrarsjal — Bíómiðar — Bíl- ferðir — Rakvélar — Silfurmunir — Peningar og margt margt fleira, sem ómögulegt er upp að telja. Komiö, sjáið og sannlærist! Ilutaveltan byrjar kl. 6 slðd. Hlé milli Ul. 7»/» og 8V*- Aðgangur 50 aura. Dráttur 50 aura. Sonnr járnbrantakóngalns. mátt og hugrekki. Hann varð svo magnlaus og hræddur og fyltist örvæntingu, eins og líf hans væri að fjara út. Og er hún losaði sig úr faðm- lögum hans, var sem hann væri lagður í gegn með sárbeittum byssustingjum. Og löngu eftir að hún og Stefanía voru horfnar í skuggann, stóð hann grafkýr og töfraður eftir faðmlög hennar og vissi hvorki í þennan heim né annan. Loks varð hann þess vísari, að hann var far- inn að ganga í hægðum sínum í áttina á eftir þeim — í þeirri von að sjá henni bregða fyrir einu sinni enn — en er hann kom út úr skugga trjánna í listigarðinum, nam hann skyndilega staðar. Parna hinumegin við götuna í opinni b&nahúshvelfingunni litlu á dómkirkjuhorninu lá hún á' hnjánum fyrir framan skínandi bjart Marín-líkneskið. Hann sá hana í bjarma ljós- anna sem vörpuðu fegurðarljóma á myndina; hún lá í hnipri framan við altarið og beygði dökkhært höfuð sitt djúpt, í sárustu örvæntingu • °g sorg. Fyrir utan dyrnar stóð svertingjakonan 1 myrkrinum, há og þrekvaxin, skylduræknin sjálf, og alls eigi árennileg. kirk fann til megns sársauka, er hann stóð þarna 0g sá Gertrudis rísa á fætur og hverfa skyndilega í skuggann. Hann sneri þá einnig ^ið og hélt I hina áttina hægt og hikandi, eins •g honum hefði birst einhver æðri opinberun. í fyrsta sinni á æfi sinni fann hann til hræðslu. Hugur hans fyltist óteljandi ægilegum hugböðum. Eins og einu sinni áður, er hann í fyrsta sinn var gestur í húsi föður hennar, beygði hann alt í éinu um götuhornið til þess að getð séð gluggann hennar einu sinni enn, og álveg eins og það kvöldið varð hann hissa á því að verða þess var, að einhver var að læð- ast á eftir honum. Án þess að hika vitund tók Kirk á sprett á eftir þessum náunga, og maður- inn þaut út á bersvæðið og hvarf svo inn á milli trjánna hinu megin. Kirk langaði þá ekk- ert til að fara að eltast við hann í myrkrinu, en eitt var hann alveg viss um, að það var ekki AUan, sem var á hælunum á honum. Hon- um rann þá í hug, að Ramón Alfarez hafði þrásinnis haft í hótunum við hann, og á heim- leiðinni fór hann því aðallega eftir Qölförnustu götunum. XXIV. Viðskiftamál. Heimsókn Edith Cortlandt hjá keppinautun- um um forsetatignina var að eins einn hluti hernaðar-áætlunar hennar. Á eftir fór hún ti

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.