Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 03.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ ar hann 121/* miljón króna, og árlegt rekstrarfé þarf hann að fá um 1 miljón og 400 þús kr. Ef strax væri reistur jóskur landsspitali í sambandi við læknadeild háskólans, þá myndi hann kosta rúmar 13 miljónir króna og taka 770 sjúkrarúm. Árlegur rekstur þessa spítala myndi verða 21/* milj. (Ríkis- spítalinn í Khöfn var reistur nokkru fyrir stríðið, og tekur 865 legurúm og kostaði 9 milj. króna). — En nefndin hugsar sér að byrja í smáum stíl, leggja að- eins 2 miljónir í kostnað. Fyrir þetta fæst deild, sem býr menn undir venjulegt heimspekispróf og læknadeild, sem kennir und- ir fyrri hluta læknaprófs. Talið er vist að þessi háskóla- vísir komist á bráðlega og svo komi hinar deildirnar smám sam- an á eftir. Innlend tíðindi. ísafiröi, FB., 3. nóv. ’25. Innbrot á Flateyri. Innbrot var nýlega framið hjá Fannberg á Flateyri og stolið allmiklu af peningum. Slæmt tíðarfar. Stórgarður hér. Fjöldi botn- vörpunga ligur hér inni á fjörð- unum. Tilbrynniicig- frá Taflíélagci Rvíkur. Rvík, FB. 31. okt. ’25. í gærkvöld voru sendir héðan leikir á báðum borðunum; — Á borði nr. 1 var 4. leikur ísl. (hvítt) Rbl—c3. — Á borði nr. 2 var 3 leikur ísl. (svart) Rb8—c6. Rvík, FB 2. nóv. ’25. í morgun komu frá Norð- mönnum leikir á báðum borð- unum. — Á borði I var 4. leik- ur þeirra (svart) 0—0. Á borði II var 4. leikur þeirra (hvítt) e2 -e3. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 7 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 7,20 á morgun. Nasturlæknir Halldór Hansen, Mið- stræti 10. Sími 256. Nætnrvörðnr i Rvikur Apóteki. Tíðarfar. Austanátt víðast í morg- un, hvössust i Vestm.eyjum. Heítast var í Rvík 10 st., í Vestm eyjum 7, annarstaðar 5—6, nema á Hólsfjöll- am 3 st. — í Khöfn var 6 st. hiti, í Færeyjum 8, á Jan Mayen 1 og í Angmagsaiik 1 st. í gær. — Loft- vægislægð fyrir sunnan land. Búist er við austlægri og norðaustlægri átt, allhvassri sumstaðar með úr- komu, einkum á Norður- og Aust- urlaudi. Gnllfoss fór héðan i gær til Vest- fjarða, og Stykkishólms í bakaleið. Farþegar: Jón Proppé kaupmaður, frúrnar Elisabet og Halldóra Proppé, Magnús Thorberg útgerðarmaður, Hjalti Jónsson framkv.stj., Hans R. Pórðarson verzlunarm., Páll Hann- esson frá Bíldudal, Kornelius Har- alz, Karl Olgeirsson kaupm., C. 01- sen stórkaupm., N. Manscher endur- skoðari, Pétur A. Ólafsson konsúll, Knútur Kristinsson læknir, Helgi Guðmundsson bankastjóri o. m. Ð. Hljómleikum þeirra Páls ísólfs- sonar og Emils Thoroddsens, sem halda átti á sunnudaginn, var frest- aö vegna sérstakra orsaka um hálf- an mánuð, eða til sunnudagsins 15. þ. m. Seldir aðgöngumiðar gilda þá, en heimilt er mönnum að skila þeim aftur, þangað sem þeir voru keyptir. lljúskaparlieit sitt hafa nýlega op- inberað ungfrú Eyþóra Ásgrims- dóttir simamær og Hinrik Thorar- ensen bankaritari. Nýjar verslanir þjóta nú upp viðs- vegar um bæinn, og mun þó betur seinna, þegar tóbakssalan er orðin frjáls. — Hermann Jónsson hefir nýskeð byrjað matvöruverslun á Óðinsgötu 32, Vilhjálmur J. Hún- fjörð á Bragagötu 34 og Sjemundur Pórðarson á Týsgötu 3. Ljósmyndasýning í. R. verður op- in þessa viku kl. 1—6 og 8—11. Góð aðsókn hefir verið að henni þessa daga sem hún hefir verið opin, og má telja vist, að svo verði einnig þá daga sem eftir eru. Einar E. Markan söng i gær i Bárubúð við góða aðsókn, og var ágætlega tekið eins og áður, og var margra mál, að honum hefði þarna bezt tckist. ^ÖacjBlað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Lyra er væntanleg hingað í nótt eða í fyrramálið. Hefir tafist í Vest- mannaeyjum vegna ofveðurs. Esja er ekki væntanleg hingað fyr en undir næstu helgi. Er hún nú orðin langt á eftir áætlun vegna ill- viðra, sem sífelt hafa verið fyrir Norðurlandi. ísllsksala. Snorri goði seldi ný- lega afla sinn i Englandi fyrir 1650 sterlingspund. og Apríl seldi í gær 884 kítti fyrir 1678 sterlingspund. Peningar; Sterl. pd.............. 22,15 Danskar kr.............. 114,47 Norskar kr.............. 93,58 Sænskar kr.............. 122,60 Dollar kr.............. 4,58‘/a Gullmörk .............. 108,98 Fr. frankar ............ 19,52 Bitsjá. Bláskógar. Kvæði eftir Jón Magnússon. — Rvik. Gutenberg 1925. Eogirm nýgræðÍDgur í akri skáldskaparins skýtur hér upp kollinum, heldur áður kunnur kjarngróður ósvikinna frjómagna. Höfundurinn er löngu kunnur almenningi fyrir kvæði sín, sem birzt hafa til og frá í blöðun- um, en aldrei fyr hefir þeim verið safnað í eina heild. Eftir þeirri viðkynningu, sem hin ein- stöku kvæði höfðu gefið, var mönnum kunnugt um, að Jón gat margt vel sagt og sumt á- gætlega, og enn betur kemur það í ljós þegar kvæði hans koma fleiri seman. Aðaleinkenni bókarinnar er hreinleikinn, sem alstaðar hefir yfirhöndina, í út- liti, hugsun og efnisvali. Þar er engin tilgerð né tepruskapur> ekkert fálm eftir imynduöum frumleik og engir ofviðir reistir sér um öxl. Jón er alþýðuraa®"

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.