Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 06.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ gufuhvolfinu, ekki aðeins nálægt háum fjöllum, heldur alstaðar. Nú sem stendur eru þessi ó- hljóð mesta hindrunin, sem radiofræðingar hafa við að striða og sem stendur í vegi fyrir að fullkomið radiosamband náist milli Evrópu og Amerílcu. Það er mjög eðlilegt að radio- fræðingar óski eítir því, að sem fyrst verði komist fyrir orsök þessara truflandi hljóða í loft- inu. Fyrir nokkrum árum var sú hugmynd rikjandi, að þessar truflanir stöfuðu frá norðurljós- um. Þó voru nokkrir vísinda- menn sem héldu því fram, að hljóðin orsökuðust af lóðréttum rafmagnsbylgjum, sem kæmu frá óþéttum stöðum í loftinu og næðu jörðinni, og aðrir héldu því aftur fram, að trufianirnar stöfuðu frá segulafli langt niðri í iðrum jarðar. — Aðeins ein af þessum hugmyndum er nú tekin fyrir góða og gilda vöru, n.l. sú, að þessar truflanir stafi af óveðri i loftinu. Óveður fram- kallar áreiðanlega altaf »statics«. Þetta er hægt að sanna með því að hlusta í radioáhald, þeg- ar óveður er í nánd. Við hverja eldingu heyrir maður dynjandi hávaða i áhaldinu. 1 einstaka radioheyrnaráhöldum getur mað- ur heyrt til óveðurs, sem er í aðsigi, enda þótt það sé í svo mikilli fjarlægð, að maður ekki sjái vott til neinna veðrabrigða. Það er einnig hægt að ákveða stefnu þessara merkja eða hljóða. Tvö móttökuáhöld, sem selt eru upp með nokkru millibili, gjöra það einnig mögulegt, að ákveða með vissu hvaðan slíkt merki kemur. Enskum uppfundingamönnum hefir þegar tekist með tveimur og stundum þremur athugana- stöðvum, að rannsaka slík hljóð, og hafa sagt frá hvaða stað í Evrópji eru koinin, og með því að setja sig í sam- band við þessa staði, hefir það komið í ljós, i flestum tilfellum, að óveður hefir gengið á þeim sts$, einmitt á þeim tíma, sem gargið heyrðist í móttökutækj- unum. •— Það er ábyggilegt, að óveður framkallar þessi trufl- andi hljóð á radio-áhaldmu, hefir það verið athugað f 1000 milna fjarlægð og í verulega góðum heyrnar-tækjum, og má heyra i sterkri eldingu, þótt hún sé hinsvegar á hnettinum. En nú eru það mismunandi veður, sem framkalla þessi hljóð, t. d. regn, stormur, hitabylgjur, kuldabylgjur o. fl. en hvert af þeim hefir sitt sérstaka hljóð í áhaldinu, og það er á því sem veltur, að þekkja og aðgreina hin mismunandi hljóð. Fyrnefndir franskmenn hafa komist að sömu niðurstöðu, og þeir ensku, þegar um óveðurs- merki er að ræða, en þeir eru líka komnir skrefi lengra, þar sem þeir hafa, rannsakað »sta- tics«, sem er annars eðlis. Og þeir hafa líka uppgötvað hin vanalegu hljóö, sem orsakast af vanalegu óveðri, sem engar skruggur eða eldingar fylgja. Franskir vísindamenn hafa upplýst, að milli heitra og kaldra loftstrauma, framkemur altaf svokallað storm-centrum. Þeg- ar kaldur loftstraumur kemur frá kuldabeltunum, orsakar það ávalt breytingu í gufuhvolfinu, þ. e. a. s. við það, að kulda- stormurinn rekur hitabylgju á undan sér, framkemur ætíð ó- véðurs-centrum, og þetta er eitt af því, sem orsakar »statics«. Þessir loftstraumar orsaka einnig r afm a gns- truflanir. Að þessari niðurstöðu hefir Earl Terry prófessor við Wisc- onsin háskóla, einnig kornist. Þetta er nú alt, sem maður veit um þetta, enn sem komið er, en vonandi tekst vísindam. áður langt um líður, að þýða þessi hljóð í radio-áhaldinu, til fullnustu, því þá getur maður fengið fullkomið yfirlit yfir veðr- áttuna, um allan hnöttinn. Veðurathugana-slöðvar fram- tiðarinnar verða þá með öðru sniði en nú. Verður þá hægt að komast með vissu eftir því á radíostöðvunum fyrirfram hvernig veðrið muni haga sér á ýmsum tímum víðsvegar á hnettinum. Navigator. Bæjarstjóruarfundnr var haldinn í gær og uröu aðalumræðurnar um húsnæðislagafrumvörpin. Var frv. St. Jóh. Stefánssonar að lokum felt með 8 atkv. gegu 5 en frv. borg- arstjóra gekk áfram til 2. umræðu. ^DagBlað. Bæjarinálablað. Fréttnhlað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. Sjávarfiill. Síðdegisháflæður kt. 9,13 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 9,40 á morgun. Nætnrlæknir í nótt er Ólafur Gunnarsson, Laugaveg 16. Sími 272. Nætnrvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tiðarfar. Breytileg átt og fremur kalt í veðri. í Vestm.eyjum var 2 st. hití. í Rvík, Grindavík og Stykkish. 1 st., Akureyri og Seyðisf. 0. Annar- staðar frost: í Hornaf. 1, á Hóls- fjöllum 4 og Raufarh. 6 st. í Khöfn var 5 st. hiti, Færeyjum 2 og á Jan Mayen 1 st. frost. — Búist er við hægri austlægri átt á Suður- og Vesturl., en kyrviðri annarstaðar. Skýrsla Barnaskóla Reykjavíkur um skólaáríð 1924 — 1925, er nýkomin út, samin af skólastjóra Sigurði Jónssyni og virðist vera vandlega frá henni gengíð. Alls voru í skól- anum 1705 börn í 57 deildum og tóku 1633 vorpróf. — Heilsufars- skýrsla skólalæknis er einnig birt og er hún í mörgu fróðleg og athyglis verð og sömuleiðis skýrsla tannlæknis. Snjóað hafði nokkuð í nótt, og var jörð grá hér nærlendis í morgun. Ljósmyndnsýnlng' í. R. verður að- eins opin til sunnudags, og er pví hver siðastur að líta á pað sem par er sýnt. Dómnefnd hefir nú dæmt um myndirnar egfengupess- ir verðlaun fyrir beztar landlags- myndir: 1, verðl.: Ósvaldur Knud- sen fyrir nr. 237, 245, 247 og 254. — 2. verðl. Tr. Magnússon: nr. 227,230, 233 og 236, og 3. verðl. Sveinbj. Ingi- mundarson fyrir nr. 182, 183 og 187, og Helgi Jónasson fyrir nr. 192, 193 og 195. Ennfremur fyrir manna- myndir, 1. verðl: Ósvaldur Knudsen fyrir nr. 203, 264 og 265. 2. verðl.: Guðrún Guðmundsdóttir fyrir nr- 132 135. — , Lyra fór héðan í gærkvöld áleiöis til Bergen. Farpegar: Einar E. Mari{' an söngvari, Anskar Pedersen fuii" trúi, Joh. Siemsen versl.maður, Ing-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.