Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 06.11.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 6. nóvember 1925. aaBíað I. árgangur. 232. tölublað. NYKOMIN skýrsla skólalæknis barnaskóla Reykjavíkur gef- ur glögt yfirlit yfir heilbrigði barna á skólaskyldum aldri og hvernig algengustu hreinlætis- skilyrðum er fullnægt á heimil- unum. Er þar margan fróðleik að fá, og gefa skýrslur skóla- læknis tilefni til ýmislegra hug- leiðinga. í>að er öllum vitanlegt, að börn og unglingar eru næm- ari fyrir ýmislegum veikindum en fullorðið fólk, og að betur þarf að gæta að líðan þeirra og að helztu heilbrigðisskilyrðum sé fullnægt. Á þessu vill oft verða nokkur misbrestur, og eru sumir foreldrar og aðstand- endur barna of skeytingarlausir um sum atriði, sem miklu geta ráðið um heilsufar barnanna. Eitt meginskilyrði fyrir góðu heilsufari ' er, að nauðsynlegt hreinlæti sé viðhaft í hvivetna, en nokkuð víða er þess ekki gætt, og meðan siíkt afskiftaleysi er ríkjandi, er ekki að búast við góðuin árangri af umbótastarf- semi þeirra manna, sem mest afskifti hafa af þessum málum. í skýrslu skólalæknis má fá marg- ar merkilegar upplýsingar þessu viðvikjandi, og er alt þetta mál þess vert, að farið sé nokkuð út í einstök atriði. Læknisskoðun er ekki aðeins fólgin í rannsókn á heilbrigði barnanna, heldur einnig i eftir- liti um þrifnað þeirra, og til að komast þar að sem ábyggileg- ^stri niðurstöðu, voru bömin °ít tekin úr kenslustund til skoð- uOar, og reynt að koma að þeim óvörum, en ýmsir erfið- leikar voru samfara þessu eftir- liti. Parast skólalækni m. a. orð þar um: »Reynt var marg- sinnis að fá börnin til að mæta utan kenslustunda til skoðunar, en lánaðist illa. Þau mættu afar- illa, og því ver, sem þau voru eldri. Varð þar lítið vart að- halds aðstandenda, og áhuga þeirra fyrir heiibrigðiseftirlitinu Sætti ennþá síður, sem sýndi sig í því, að vart meira en 5 aðstandendur fylgdu börnum sínum til skólaskoðunar, og ekki færri færðust undan skoðuninni, þar eð barnið hafði verið skoð- að af öðrum lækni og fengið vottorð um að það mætti vera í skólanum«. — Eins og eðli- legt er, var ekki betra að eiga við börnin sjálf og fá þau til að fara eftir gefnum læknisráð- um. S«ígir svo m. a. þar um: »Augnlæknistilvísunnm var tíð- um stungið undir stól, og þó oftar, að ekki var framvisað gleraugnaseðli augnlæknis. í'að sem verst var þó í þessu sam- bandi var það, að sum börnin tregðuðust i lengstu lög við að nota gleraugun i skólanum, þótt þau hefði slæma sjón. Kemur það af einhverskonar feimni, og þurftu oft bæði læknir og hjúkr- unarkona að tala alvarlega um fyrir börnunum. Hryggskekkju- seðlunum skiluðu börhin átéikn- uðum af ýmsum læknum út um bæinn, og reyndist balinn oft misjafn, og í einu tilfelli áfram- haldandi versnun i 2 ár, þrátt fyrir 2 eða 3 tilvísunarseðla. Þeim börnum, sem tregðulaust var hægt að koma strax til nuddaðgerða og þar til heyrandi æfinga, batnaði undantekningar- laust mikið á tiltölulega stutt- um tima. Þar sem nú hrygg- skekkjubörnin eru tiltölulega mjög fá, en hinsvegar aðferðin nokkuð kostnaðarsöm, væri full þörf á, að fátækari börnunum úr þeim fámenna hóp yrði hjálpað til þess frá skólans hálfu, að kljúfa kostnaðinn við læknishjálpina«. Hirðuleysi barnanna og af- skiftaleysi aðstandenda þeirra hjálpast hér til að tefja fyiir góðum árangri nauðsynjaverks, og lýsir slíkt alt of iítilli um- hyggju fy"r Því. sena öllum er fyrir beztu. „Rai'-TBðiirsplr. Frá ómunatið hafa menn reynt að sjá fyrir veðráttuna. í gamla daga voru það galdfamennirnir, sem sögðu hana fyrir. Nú á tím- um eruþaðveðurathugunarstöðv- arnar, sem fræða menn um tíðar- farið. — Nú fyrir skömmu hafa franskir vísindamenn komið fram með kenningu, sem að sjálfsögðu hefir mikla þýðingu fyrir fram- tiðina. Kenningin er sú, að með radio sé hægt fyrirfram að sjá út veðrið. — í*að eru tveir nafn- frægir frakkneskir vísinda- menn, seni eftir tveggja ára athuganir í Frakklandi eru komnir að þeirri niðurstöðu, að hin truflandi hljóð, sem á ensku radio-máli er kallað »statics«, standi í beinu sambandi við komandi óveður. Það skal tek- ið fram hér, fyrir þá lesendur, sem ekki þekkja til radio, að með enska orðinu »statics« er átt við hljóð þau hin ýmsu, sem ávalt heyrast, iafnvel í beztu heyrnartólum. Þessi hljóð standa ekki í neinu sambandi við þann hluta áhaldsins, sem at manna höndum er gerður. Þau koma frá einhverju í sjálfu gufuhvolf- inu, þvi jafnvel þó engin send- ingastöð sé í gangi, þá heyrir maður þessi einkennilegu hljóð. Það bar mikið meira á þessum »statics« hljóðum á sumrin en á veturna, og þar af leiðandi meira í heitu en köldu loftslagi, og meira nálægt fjöllum, en á sléttlendi og við halið. Fyrir nokkrum mánuðum voru báðir franskmennirnir komnir að þeirri niðurstöðu, að þessi ýmsu hljóð stæði í nánu sam- bandi við regn og snjókomu, sem geisuðu yfir Alpafjöllin. Nú eru þeir komnir ennþá lengra með uppgötvun sína, þar sem þeir hafa sannað, að hljóð þessi standa einnig í sambandi við heita og kalda loftstrauma t

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.