Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 07.11.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 7. nóvember 1925. aaSlaó I. árgangur. 233. tölublað. EKKI er nú talað um annað meira en kyrstöðu botnvörp- unganna og ér það sizt að ástæðulausu, þar sem hvorki er um meira né miana að ræða en algjöra stöðvun annars að- alatvinnuvegs landsmanna. Verð- ur ekki með tölum talinn sá þjóðarskaði, sem af því hlytist ef svo yrði lengi, og afleiðingar þess gætu orðið mjög alvariegar og margþættar. — Litið væri um það að segja þótt nokkurt hié yrði á botn- vörpangaveiðunum, einhvern á- kveðinn hluta ársins, og væri jafnvel öllum fyrir beztu, að þeir væri ekki að veiðum svo sem einn mánuð í mesta skammdeg- inu. Á þeim tima árs er jafnan illra veðra von, og er engin sældarstaða að vera að jafnaði úti á regin hafi í misjöfnu veðri, meðan dagar eru styztir, en nætur lengstar. Vinnan á botnvörpungunum er líka þannig, að sjómönnun- um er full þörf á einhverri hvíld og getur það varla minna verið en einn mánuður, svo komið geti að nokkru gagni. Eru sjó- menn, öðrum fremur velkomnir að þeirri hvild, þegar litið er á það eríiði, sem þeir leggja á sig og þann feng er þeir færa að landi. Er merkilegt, að fyr skuli ekki hafa verið rætt um þessa hlutarbót sjómannanna, eins sanngjörn og hún er og ætti að mega vænta þess, að hún gæti komist á með fullu samkomu- lagi allra aðilja. En starfshlé horfir öðruvísi við þegar um verkfall vegna ó- samkomulags er að ræða, eins og nú á sér stað. Þá er hætta á ferðum og vá fyrir allra dyr- Um. Mun fiestum vera ljóst hverj- *r afleiðingar slíkt getur haft ef Pað helst, til lengdar, og þarf Pví að gera alt, sem hægt er til að samkomulag náist. Jafnmikil hagsmunamál og r Um ræðir, eru altaf viðkvæm °g Þarf lítid til að upp úr sjóði, svo óvild og æsing komi i stað rólegrar yfirvegunar og tilrauná til samkomulags. Er því illa far- ið að gera þetta að pólitisku æsingamáli, og gæti farið svo, að þeir, sem að þvf stuðla veitt- ist erfítt að bera ábyrgð þeirra afleiðinga, sem úlfbúðin getur orsakað. — Eftir framkomu blaðanna fyrst í stað, mátti vænta, að þau ætluðu að fara gætilega i sakirnar og forðast allar ýfingar. En nú virðist ann- að ætla að verða uppi á ten- ingnum, þvi bæði Morgunblaðið og Alþýðublaðið hafa skrifað mjög ógætilega um málið og misnotað þannig aðstöðu sína til hlutdeildar. Bæði hafa þau gert tilraun til að hleypa hita í umræðurnar, og eru þá um leið gerðar erliðari allar leiðir til saníkomulags. Pyrfti þau bæði að gæta meiri varfærni framvegis þegar mikið liggur við, og forð- ast persónulegar ýíingar að á- stæðulausu. Dagblaðið lítur svo á, að kaup sjómanna megi ekki hækka, heldur verði það að lækka litið eitt, samfara annari verðlækkun. Er aðeins álitamál hvað það ætti að vera mikið, en miklu má það ekki muna enn sem komið er. Þetta er fyrst og fremst samningsatriði, sem samkomu- lag ætti að nást um á friðsam- an hátt. En um leið og kaup hásetanna lækkar, verður kaup yfirmannanna einnig að lækka hlutfallslega. — Mismunurinn á kaupi háseta og yfirmanna á botnvörpuskip- unum hefir verið geypilega mikill, og er það í fylsta máta ósann^jarnt, að eingöngu þeir, sem erfiðast hafa beri skarðan hlut frá borði og hlýtur slikt misrétti altaf að valda nokkurri óánægju og úllbúð. — En um fram alt verðurað ráða þessu al- vörumáli til lykta sem fyrst, og er vonandi, að ekki verði langt að bíða viðunandi úrslita. Utan úr heimi. Khöfh, FB., 6. nóv. '25. Jafnaðarmenn ( Englandi. Símað er frá London, að i nýafstöðnum sveita- o* bæjar- stjórnarkosningum, haS jafnað- armenn unnið 132 fuiltrúasæti. Frá Marokkó. Símað er frá Madrid, að heyrst hafi, að Abd-el-Krim hafi sént mann á fund Frakka og Spán- verja meö friðartilboð. — Marok- kóstríðið er alls ekki búið. Að- eins hlé vegna rigninga. Fylgi Painleve þverrandi. Simað er frá Paris, að aðstaða Painleve fari hriðversnandi og er álit manna, að Briand vérði eftirmaður hans. Áuslnrríska emhætiismaniia- yerkfallinu lokið. Símað er frá Vínarborg, að verkfallinu sé lokið. Painleve fastari í se<i8i. Simað er frá Paris, að Social- istar hafi breytt áformi sinu og styðji meiri hluti þeirra Painleve áfram. Efiirraaðnr Frunze. Simað er frá Moskwa, að Unschlicht sé orðinn eftirmaður Frunze en ekki Trotsky. Samsæri gegn Mossolini. Simað er frá Rómaborg, að lögreglan hafi komist á snoðir um, að samtök hetði verið gerð til þess að myrða Musso- lini. Lögreglan réðist inn i bústað samsærismanna og hand- samaði foringjann, jafnaðar- mannaþingmanninn Zanibeni. Musselini hefir skipað svo fyrir, að leysa skuli upp flokk jafn- aðarmanna í hefndarsKyni. í kvöld er haldin gleðihátíð um gervalla ítalíu i tilefni af þvi, að upp komst um samtökin í tæka tíð.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.