Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 12.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Búlgarínkonongi gýnt banatilræúi. Símað er frá Sofia, að rúss- neskur maður hafi kastað sprengikúlu á konung. Slapp hann óskaddaður, en 11 menn, er nærstaddir voru, biðu, bana. Painlere á fornm. Símað er frá París, að frá- farartími Painleve nálgist. Social- listar neita nú að styðja hann. Innlend tíðindi. Akureyri, FB., 11. nóv. ”25. Landhelgishrot. Pór kom hingað í morgun með botnvörpung, er hann hafði tekið við veiðar í landhelgi við Flatey á Skjálfanda. Togarinn heitir Cardinal og er frá Hull. Var sektaður um 10,000 gullkr., afli og veiðarfæri ger upptæk. Meiðyrðamál. Stórstúkan hefir gert ráðstöf- un til meiðyrðamálshöfðunar gegn ritstj. íslendings. Sáttafund- ur á mánudaginn kemur. Akureyri, FB. 12. nov. ’25. Sklpið strokið. Botnvörpungurinn Cardinal, er lá við ytri hafnarbryggjuna aftan við Pór, hjó landfestar kl. 8 í gærkveldi og strauk burtu. Er dómur hafði verið upp- kveðinn, yfirgáfu varðmenn Pórs skipið og bæjarfógeti setti vörð á bryggjuna til að gæta þess. Þór var óviðbúinn og gat ekki elt togarann. Cardinal hafði mik- inn afla. Skipstj.heitir Agerskov og er líklega Dani. Tilkynning írá, Tafltélagfi Rvíkur. ' Rvík, FB 11. nóv. ’25. í gærkveldi voru sendir héð- an leikir á báðum borðum: Á borði I var 9. leikur ísl. (hvítt) 0-0-0. Á borði II var 8. leikur ísl. (svart) Rf6—d7. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 2,45 í dag. Árdegisháflæður kl. 3,5 í nótt. Næturlæknir Jón H. Sigurðsson, Laugaveg 40. Sími 179. Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Suðlæg átt víða í morg- un og rigning hér sunnanlands. Heitast var í Seyðisf. 10 st., Vestm.- eyjum 7, ísaf. og Akureyri 5, ann- arstaöar 4 st. í Færeyjum 8 st., á Jan Mayen 1 og í Angmagsalik 0 í gær. — Loftvægislægð fyrir suðvest- an land. Veðurspá: Breytíleg vind- staða á Norðurlandi, suðlæg átt annarstaðar. Úrkoma víða. Samkomulagshorfnr. Undanfarna daga hefir sáttasemjari á ný leitað samkomulags milli útgerðarmanna og sjómanna, og hélt hann marga fundi í gær með báðum aðilum. Samninganefndir félaganna urðu á- sáttar um samkomulagstillögur, og verða þær lagðar fyrir fundi félag- anna í dag og í kvöld til endanlegr- ar samþyktar. Gullfoss fer ekki héðan fyr en á ' morgun síðdegis. Kom hann til Hafnarfjarðar i fyrrinótt, frá Vest- fjörðum, og hingað í morgun. Burtför Esju var frestað í gær, og á hún nú að fara héðan kl. 8 4 kvöld. Jón forseti hefir nýlega selt afla sinn í Englandi fyrir 1200 sterl.pd. Nova kom hingað i gær siðdegis frá Norðurlandi og ísafirði. Tafðist hún talsvert hér úti í flóanum vegna þoku og óveðurs. Njáisgötu er nú verið að grjót- fylla, og miðar aðgerðinni vel á- fram, en helzt til óvandlega virðist sumstaðar gengið frá undirlagi gangstéttanna. Jarðarför Vilhjálms Olgeirssonar fer fram á morgun, og hefst með húskveðju á heimili hans, Lauga- veg 78. Fasteignaeigendafélagið hélt fund í gærkvöldi í Bárunni. Var fundur- inn fjölmennur. Par var svohljóð- andi tillaga samþykt í einu hljóði: »Fundurinn lítur svo á, að frum- varp það tíl reglugerðar um hús- næði i Reykjavík, sem borgarstjóri lagði fyrir bæjarstjórn 4. þessa mánaöar og samþyktvar til annarar umræðu, sé með öllu óhæft til að ná samþykki bæjarstjórnarinnar og verða að lögum; og krefst fundur- inn þess, að húsaleigulögin verði ^bacjBíaé. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. með öllu afnumin, svo að hús- eigendur hér í bæ séu frjálsir þessara cigna sinna, sem aðrir þegnar ríkisins.« Peningar: Sterl. pd.............. 22,15 Danskar kr............. 112,85 Norskar kr.............. 92,01 Sænskar kr............. 122,40 Dollar kr.............. 4,58'/e Gullmörk .............. 109,00 Fr. frankar............. 18,46 Fréttabréf. Khöfn, 28. nov. ’25. Umíerðin í Kanpmannahöfn.. Skátar tóku aö sér um daginn að telja umferðiua á götunum í borginni. Voru þeir á varðbergi frá kl. 8 um morguninn og þangað til kl. 6 um kvöldið. Á þeim tíma voru 703,687 fótgang- andi menn á ferli, 514,826 bjól- reiðamenn, 80,422 fólksflutnings- bílar, 52,975 vörubílar, 7319 mótorhjól, 23,930 hestvagnar og 8275 handvagnar. Sérstaklega er tala hjólreiðamanna eftirtektar- verð; má með sanni segja, að reiðhjólin seti alveg sérstakan brag á umferðina í borginni. Báðstjóroin og rússneska kirkjan í Höfn. Allmerkilegt mál kom fyrir og var dænit í hæstarétti í Höfn 22. f. m, Máls- aðilar voru rússneskir flótta- menn annarsvegar, en binsvegar sendisveit ráðstjórnarinnar í Höfn. Hafði sendisveitin gert kröfu til þess að fá rússnesku kirkjuna, sem stendur við Breið- götu, til eignar og umráða, en flóttamenn vildu ekki láta, og þóttust hafa hefð á kirkjneign- inni, þar sem keisarinn hefði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.