Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 23.11.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Einar Kristinn Anðunsson prentari í Gutenberg er sextugur í dag. Sigrurður Birkis söngvari efnir til söngskemtunar í Nýja Bió á morg- un meö aðstoð Óskars Norðmanns og Páls ísólfssonar. Er nú nokkuö langt síðan Sigurður hefir látið til sin heyra, og mun parna verða góö skemiun í boði. Oskar Guðnasou skemtisöngvari söng i gœr fyrir troðfullu húsi og við góðan róm áheyrrnda. Mun hann endurtaka söngskcmtun sina, því margir urðu frá að hverfa í gær. Suðurlandsskólinn. Á Árnesinga- mótinu snerust ræður manna að miklu leyti um hið sameiginlega áhugamál flestra Árnesinga: Hér- aðsskóli fyrir austursýslurnar, og var kosin 5 manna nefnd til að beitast fyrir fjársófnun til viðbótar við fyrri gjafir og áheit, sem nema mun alt að 50 þús kr. Var lagður fram lisli til áskrifta og safnaöist strax álitleg upphæð. Ásiglingr. Belgiski botnvörpungur- inn sem Fálkinn kom með á föstu- dagskvöldið sigldi á hafnarbátinn á innsiglingunni og braut hann mikið. Komst báturinn naumlega að eystri liafnarbakkauum og sökk þar, en mennirnir björguðust nokk- uð meiddir. Sjópróf er haldið út af árekstrinum í dag. Helgi Valtýssou forstjóri er nú á ferðalagi upp um Borgarfjörð, og mun verða þar fram um mánaða- mót. M. a. mun hann flytja þar nokkra fyrirlestra fyrir ungmenna- félögin. 12,500 kr. sekt fékk belgiski botn- vörpurinn Nason sem tekinn var að ólöglegum veiðum á föstudaginn. Einnig var afli og veiðarfæri gert upptækt. E.s. Storsuud frá Haugasund, er nýfarið héðan til Hafnarfjarðar, fermir fisk til Spánar fyrir Hf. Kvöldúlf o. fl. Prentvillupúkinn var að leika sér að nafni Óskars Guðnasonar skemti- söngvara á laugardaginn. í Dag- blaðinu var hann á einum stað nefndur Ólafur, en í Vísir var hann talinn Gíslason. Var einn maður þannig gerður aö þremur, og má Óskar vel við una. Peningar: Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............ 113,82 Norskar kr............. 93,45 Sænskar kr............ 122,59 Dollar kr.............. 4,58'/* * Gullmörk.............. 108,99 Fr. frankar............. 18,10 Hollenzk gyllini ......184,39 Þið sem þjáist af / ' brjóstsviða og maga- sjúkdómum, reynið Sódavatn frá gosdrykkjaverksmiðjunni HEKLA. cTCannzsar-vQré. Spaðsaltað kjöt, söltuð læri, hangikjöt, kæfa og tólg. Hveitipokar 24,50. Strausyk- urspokar 29 kr. Molasykur, Kandís, Kaffi, Hrisgrjón. Ódýrt. Egg nýkomin. Ódýri sykurinn. Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Sonnr járiibraiitakóligatiiB. — Húu stokkroðnaði og þagnaði. Ég mun heyra það hljóma fyrir eyrum mínum i draumi. — Konan mín, hvíslaði hann ástúðlega. Hó! Chiquita mia! kallaði faðir hennar, er þau nálguðust hann. Erlu þarna loksins! Ég hefi saknað þin. — Hann horfði tortryggnislega á Kirk. -----Ö, það var svo heitt! sagði hún glað- lega. Við stóðum þarna við dyrnar i kvöldkul- *uu. Hvar er Ramón. — Hann er að leita að þér. — Það mætti ætla, að hann væri orðinn af- brýðisamur eiginmaður! sagði hún kuldalega. Svo sneri hún sér að Kirk, rétti honum hönd- iua og sagði rólega: — Ég þakka yður, herra Antonio — fyrir danzinn. Maður hennar hneigði sig. — Ég mun ekki gleyma honum fyrst um sinn. Kirk sneri sér að föður hennar og sagði frehiur lágt: ~~ Ég þakka yður fyrir vinsemd yðar. Við voruiQ ag taja um hjónaband dóttur yðar, með- an við vorum að danza, og það er heitasta ósk öun, að hana þurfi aldrei að iðra þess. Bankastjórinn þakkaði formlega. Ástin kemur og fer; það er að eins hjóna- bandið, sem getur náð taumhaldi á henni. í*ér munuð siðar meir þakka mér fyrir, og þá sýnið þér mér, ef til vill, þann heiður að heimsækja mig á ný. — Það mun verða mér hin mesta ánægja að koma, hvenær sem þér óskið þess. Er Kirk gekk á burt, sagði bankastjórinn og var sýnilega léttara í skapi: — Hann virðist taka þessu skynsamlega; hann er stoltur — nærri því eins og Spánverji. Kirk olbogaði sig áfram gegnum mannþröng- ina eins og svefngöngumaður; en er veruleikinn smátt og smátt tók að skýrast í meðvitund hans, greip hann óstjórnleg gleði. Hann var svo hamingjusamur. Nú lá honum allur heimurinn opinn. Ekkert var framar til, er andstreymi hét né ósigur. Chiquita var konan hans! Allur menningarheimurinn mátti fara til fjárans fyrir honum; þessari dásamlegu staðreynd varð eigi hnekt fyrir það. Já, og nú gat hann sagt frú Cortlandt skoðun sina. Honum varð þungt um hjarta, er hann hugsaði til þess, að ef til vill héldi hún, að tilhoð hennar gæti freistað hans. Hann langaði til að losast sem allra fyrst úr þessari svikamyllu, sem hann var kominn í. Hvað kærði hann sig um hótanir hennar? Hvað kærði hann sig um, hvað hún gat veitt eða tekið aftur, er allur sólbjartur heimurinn lá honum opinn og brúði hans? Metorð? Auðœfi?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.