Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 30.11.1925, Side 3

Dagblað - 30.11.1925, Side 3
DAGB LAÐ 3 \ böfn og var sent þangað skeyti nm hvort hann hefði ekki farið þar í land í misgripura. En svar við þeirri fyrirspurn kom ekki fyr en í Vestmannaeyjum og því hafði rannsókn ekki getað farið fram fyr. Verðmæti þessarar póstsend- ingar er talið 6—7 þús. kr. og ■var það bæði peningar og verð- hrjef. — Enginn sérstakur mað- ur er grunaður um hlutdeild í þjófnaði, en rannsókn verður auðvitað haldið áfram. Innlend tíðindi. íslenzk glfma var sýnd á Stokkseyri á skemtisamkomu, sem ungmennafélagið þar gekst fyrir á laugardagskvöldið. Er iþróttaáhugi mikill vaknaður á ný þar eystra fyrir ötula forgöngu Sigurðar Greipssonar iþrótta- kennara og glímukappa, sem gerir ráð fyrir að halda náms- skeið á ýmsum stöðum austan- fjalls í vetur, að tilhlutun ung- mennafélaganna. Auglýsing um kosning alþingismanns fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu. Með því að 1. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, Augúst Flygenring, hefir afsalaö sér þingmensku, er hér með samkvæmh 53. gr. laga nr. 28 frá 3. nóvember 1915, um kosningar til Alþingis, fyrirskipað, að kosnig skuli fara fram laugardaginn 9. janúar 1926 á alþingismanni fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, í stað herra Augusts Flygenring, fyrir þann tíma, er hann átti eftir. Þetta er hér með birt öllum þeim, er hlut eiga að máli, og hefir verið lagt fyrir hlutaðeigandi yfirkjörstjórn að undirbúa kosning þessa og sjá um, að hún fari fram samkvæmt fyrirmælum kosningalaganna. í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 28. nóvember 1925. Jón Magnússon. St. Gunnlaugsson. 8»nnr j&rnbrantat6ngaln», befðu þeir verið honum innilega þakklátir fyrir það. Störf þeirra allra voru sameiginleg, sagði hann, og hver hjálpaði öðrum. Þess vegna hefðu þeir komið sér saman um að votta honum þakklæti sitt og óskuðu nú að fá að gera það á sýnilegan hátt. — Það er að eins lítilræði, bætti Runnels við hrosandi, og það kemur nokkuð seint, er tekið er tillit til þess orðasveims, sem borist hefir oss til eyrna síðustu dagana, en hvað sem því líð- nr. og þótt það kynni að snerta einhvern okk- ar ef breytingar verða gerðar við vora deild, þá kunnum við allir að meta þá miklu hjálp, er þér hafið látið oss í té sameiginlega. Hann afhenti Cortlandt fallegan bikar, og hann þakkaði gjöfina með nokkrum vel völd- un» orðum, og bjóst við, að þar með væri sam- sætinu lokið. En Anthony stóð þá upp og mælti: — Herrar mínir, ég verð að fá að bæta við fáeinum orðum frá sjálfum mér, þar eð ég stend i meiri þakklætisskuld við herra Cortlandt en n°kkur ykkar hinna. Cortlandt leit snögt og spyrjandi upp á ræðu- manninn og lyfti hendinni eins og hann ætlaði að stöðva hann. En Kirk lét það ekki á'sig fá °g hélt áfram: Mig langar til að þakka honum í viður- v*9t yhkar allra fyrir alt það, sem hann hefir gerl fyrir mig persónulega. Er ég kom í land í Panama, var ég slæpingur og letingi. Aldrei á æfi minni hafði ég unnið handarvik, og ætlaði mér heldur ekki að gera það. Ég gat blátt á- fram ekki liðið þá, sem unnu. Ég var peninga- laus og vinalaus, og það litla sem ég vissi og kunni var alt saman hringlandi vitlaust. Og — það sem þið ef til vill hafið ekki heyrt áður, var, að undir eins og ég kom i land, lenti ég i vandræðum af versta tagi, og herra Cortlandt bjargaði mér út úr þeim. Hann gekk í ábyrgð fyrir mig og útvegaði mér herbergi á hóteli sínu, klæddi mig og borgaði fyrir mig, þangað til ég fékk atvinnu. Ég bið yður að minnast þess, að ég var honum ókunnugur, en hann reyndist mér eins og bezti ættingi, og verði ég nokkurn tíma nýtur maður, þá,á ég það fyrst og fremst hans hjálp að þakka. Pótt orð Kirks væru mjög blátt áfram og hversdagsleg, þá var þó þvílikur hreinskilnis- blær yfir þeim, að Cortlandt var ljóst, að þau höfðu áhrif á tilheyrendur. Hann varð enn þá gulbleikari í andliti. Endurminningin um það, er hann hafði verið heyrnarvottur að fyrir fá- um dögum siðan á svölunum heima hjá sér, — ýmislegt það, er hann hafði orðið var af og til, grunsamleg breytni konu hans sama kvöldið, — alt þetta gægðist upp i huga hans og vakti á

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.