Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 01.12.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 nm iðnaðarheimi, sem mönnum ’var áður hulinn. Fyrir norðan Nipigon-vatnið i Ontario, en sunnarlega í land- svæði því hinu mikla, er Pat- ricia nefnist, og liggur á milli Superior-vatnsins og Hudsons- flóans, er dalur einn mikill, sem kallaður er Albany-dalurinn, sem er afarmikið landflæmi. Að norð- an og sunnan við þann dal eru berghæðir miklar, og eins að austan og sunnan, þótt lægri séu. Norðaustur úr dal þessum mikla renna Albany- og Ogoki- árnar, sem béðar eru mikil vatnsföll og ströng. Að norð- an falla margar ár ofan á undirlendi þetta afarstóra, og mynda þar árnar tvær, sem til norðausturs renna. Pessi canadiski verkfræðing- ur, sem á undanförnum árum hefir fengist við landkönnun á þessum óþektu svæðum, hefir nú komið upp með það. að mynda stöðuvatn mikið í dal þessum. Yrði það um 15,000 fer- railur að stærð, eða nálega helm- ingi stærra en Winnipeg-vatnið. Vatn þetta hið nýja vill hann mynda með því að stífla Albany- og Ogoki-árnar, hlaða upp í skörð sem eru á stöku stöðum i dalshæöum, höggva skarð eða farveg í bergið að sunnanverðu við vatnið og veita því framrás suður í Nipigon-vatn, og eftir Nipigon-ánni suður í Superior- vatn, en þaðan nær það sam- rensli við öll hin stórvötnin. Menn, sem áður sáu engar útgöngudyr út úr vandræðun- um, er vatnsþurðin var auðsjá- anlega að leiða yfir Canada og og Bandaríkjaþjóðirnar, standa nú steini lostnir út af þessari djörfu en auðveldu úrlausn Mr. Cambells á þessu vandamáli. Mr. Cambell hefir nýlega gefið út nákvæmt yfirlit yfir kostnáð þann, sem slíkt stórvirki hefir í för með sér. Telst honum svo til, að umbætur þessar muni kosta frá 150—200 milj. dollara, og er það ekki furðuleg upp- hæð, þegar hún er borin saman við önnur stórvirki svipuð þessu, svo sem Panamaskurðinn, sem kostaði 600 milj. dollara. Kostn- aðinn segir hann að stjórnirnar i Canada og Bandarikjunum og þau ríki og sveitafélög verði að bera, sem mestan hagnaðinn hafi af fyrirtækinu. Honum telst svo til, að 14 milj. cord af viði cTCanósnyrting (Manicure) og Andlitsböð þar á meðal »Mudd«-andlitsböðin, fást eftirleiðis í Rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu. Sérfræð- ingur annast slarfið. sé í dal þessum, sem þurfi að höggva áður en vatninu væri hleypt í hann og að það gæfi 15—20 þús. möunum vinnu í fleiri ár. Ennfremur tekur hann fram, að pappírsverkstæði verði að setja á stofn þar norður frá, það stærsta sem til sé í heimi, því viður til pappírsgerðar sé þar nálega óþrjótandi, sem lfka veiti fjölda manns atvinnu. Auk þess bendir hann á, að aukið vatnsmagn í stórvötnunum og ám veiti nálega ótakmarkað af! til atvinnureksturs, og að slíkar framkvæmdir hljóti að opna námahéruð í Norður-Ontario, því þar sé málmauðugt land. Lögb. Sannr járubrantakóngsins. ný hinar bitru og döpru hugsanir, sem höfðu kvalið hann siðustu mánuðina. — Hve langt skyldi þessi náungi annars hætta sér? spurði hann sjálfan sig. Hvaða tilgang skyldi hann hafa til þess að hegða sér svona í viðurvist vina sinna og æsa þannig fórnarlamb sitt undir yfirskyni þakklætis og litillætis? Ætl- ar hann sér að gera signr sinn glæsilegri með því að hæða þann eiginmann, sem hann hefir smánað? Cortlandt leit niður til þess að Ieyna bræði sinni. — Ég vildi gjarnan gefa yður dálítinn hlut til minningar um sjálfan mig persónulega mælti Anthony og sneri sér að Cortlandt. Það er ó- sköp lítilfjörlegt, en hefir þó telsvert verðmæti *yrir mig, og ég vona að yður þyki einuig dá- lítið út í það varið, herra Cortlandt. Hann tók flauelshylki upp úr vasa sínum, og upp úr þvi ljómandi fallegt svissara-úr með stöfunum S. C. listfenglega gerðum á bakinu. Hunnels, sem var þaulkunnugur í búðunum, ^ar alveg hissa á því, hvernig Kirk hefði getað náð í þetta úr Panama. Og hinír allir dáðust a® þvi hástöfum. Cortiandt tók viðutan við gjöflnni: er úrið snerti lófa hans, varð hann skyndilega eldrauð- Ur * aodliti, en þegar á eftir ennþá bleikari en áður. Hann horfði hvarflandi augum á gjöfina og leit svo hægt í kringum sig. Að lokum námu augu hans staðar við gefandann, ungan og hraustlega vaxinn, herðabreiðan og útitekinn, fríðan sinum, með ljóst hár snoðklipt. Anthony átti alla þá ytri kosti til að bera, sem hann skorti sjálfan — hann var hin lifandi ímynd æsku, hreysti og sjálfstrausts, en hann, Cort- landt sjálfur, gamall um ár fram, slitinn og þrotinn að kröftum. Þeir sem viðstaddir vóru, gátu eigi annað en veitt því eftirtekt, hve Cortlandt leit laslega út. í*að var engu líkar, en að hann hefði hitasótt; fötín héngu utan á honum, og hann var mjög ellilegur. En nú urðu þeir þess samt varir í fyrsta sinn, að það bjarmaði i augum hans af einkennilega lifsþrungnum eldi. — Þetta var langt fram yfir það, er ég hefði getað búist við, sagði hann hægt og stillilega, í því hann hóf mál sitt. Herra Anthony ýkir, hann er alt of vingjarnlegur í minn garð. En úr þvi hann á annað borð hefir sett sér að skýra ykkur frá afstöðu okkar tveggja innbyrð- is, verð ég að játa, að það er satt alt það, er hann sagði af því. Er hann kom hingað til Panama, var hann alt það, er hann sjálfur sagði ykkur áðan. Hann lenti líka í klípu, og ég bjargaði honum út úr henni. Hann var pen-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.