Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 03.12.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Úr ýmsum áttum. Hraðafestur, 260 rastir á kl.- stund. Parry Thomas heitir hraðbílstjóri nokkur enskur. — »Babs« heitir stærsta veðmála- ófreskja i heimi, og er bíll sá miklu stærri en »Sunbeam« (sólargeislinn) hans Cambells. »Babs« getur runnið 140 miles eða 260 rastir (k.m.) á kl.stund, en Sunbeam hefir runnið hrað- ast 225 rastir. P. Thomas ók Babs íyrir sköramu á Pendine-ströndinni þar sem er ægisandur svo langt sem augaö eygir. Pegar biliinn var kominn á hæzta »gear« brotnuðu gleraugu bílstjórans í sandbyi þeim sem hjólin rótuðu framan í hann, Með naumind- um gat bílstjórinn stanzað og var bjargað út úr bílnum. Perlan dýra. Perluveiðari nokkur 18 ára gamall, sem á heima á einni af Gambier-eyj- unum í Suðurhafi, fann nýlega á hafsbotni perlu þá, sem nú er talin dýrust allra sem tii eru á jörðu. Perlan hefir einkenni- Iegan móðugijáa, grasgræn að lit, er að þvermáli 8A þuml. og 30 karat. Periuna seldi hann fyrir 200 þús. krónur. Tíðinði — nýjnng. Blaðakóng- urinn Nordcliffe lávarður, sem nú er látinn fyrir nokkru, gerði greinarmun á »tíöindum« og »nýjung« þannig: Tíðindi kalla ég þaö, ef eihhver kemur inn á skrifstofuna og kveðst hafa séð mann éta frosk. En hýjung er það, ef hann segist hafa séð ■ frosk éta mann. Nóbelsverðlaun í eðliefræði. Dagibaðið gat þess, skv. skeyti á dögunum, að próf. Manne Siegbahn í Uppsöium hefði hlot- ið Nobelsverðlaunin í eðlisfræði. Pessi efnilegi visindamaður er tæpiega fertugur að aldri (f. 1886), og því næst-yngstur þeirra, er Nóbelssæmd hafa þegið (Ni- els Bohr er yngri). — Siegbahn varð prófessor í Lundi 1920, en Uppsalaprófessor varð hann fyr- ir 2 árum. Er hann hinn mesti tilraunagarpur, og hefir unnið eðiisfræðinni ómetanlegt gagn, ekki sízt með framhaldsrann- sóknum á ljósbroti og heildar- Hótel Hekla Hafnarst. 20. Pægileg og ódýr liera bergl. HIiðstöðvarhituH. Itað ókeypla fyrir geitL Heltnr og kaldnr matar allan dag'inxi. •PSP Augiýsingum í Dag- tdaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu híaðsins. 8ín«i 744. geislan, þar sem athugunum enska visindamannsins Moseney lauk, er var lærisveinn eðlis- fræðingsins mikla, Rutherford, og féll í ófriðnum mikla. Verðlaunaféð nam að þessu sinni 120 þús. kr., og er það fyr- ir árið 1924. Bókmentaverðlaun- um og verðlaunum í efnafræðl var siept, og engum verð!. út- hlutað fyrir árið 1925. Sonnr járnbrantakéng'BÍMg. brotnaði, stóll valt um koll. Á einu augabragði var alt í uppnámi þarna inni. Kirk fann til þess, að höndur voru lagðar á hann og hann varð alveg hamslaus af bræði, hann barðist um í orðlausri örvæntingargremju. Hann vissi varla af sér. Eitthvað brotnaði milli handanna á hon- um, og hann fann, að hann bylti einhverjum á gólfið. Hve nær eða hvernig Cortlandt fór út úr herberginu, hafði Kirk enga hugmynd um. Að lokum áttaði hann sig á, að búið var að þrýsta honum ofan á stól; þar var honum haidið föst- um, og Runnels stóð hálfboginn yfir honum nóbleikur í framan. Ofsinn og tryllingurinn i Kirk rann af honum, og hann fyltist af megn- ttm viðbjóði, er ætlaði að kæfa hann. Einhver skipaði honum að vera rólegum og gera eigi fleiri skammarstrik, en í eyrum Kirks vorn þetta að eins tóm og meiningarlaus orð. — Pað er lýgi! Maðurinn er brjálaðnrl hróp- aði hann hásum rómi. Féiagar hans færðu sig frá honum, og hann stóð upp. Hvers vegna horfið þið svona á mig? Ég er að segja ykkur, að þetta er lýgil Ég tiefi aldrei----------- Kunnels sneri sér að borðinu, tók glas sitt með skjálfandi hendi og tæmdi það í einum *eyg. Wade og Kimble gáfu hver öðrum horn- auga og tóku svo batta sina ofan af snögunum. — Farið þið ekkil tautaði Kirk. Ég skal ná i hann aftur og fá hann til að játa, að þetta sé alt saman lýgi. En enginn svaraði honum að þessu sinni heldur, og enginn þeirra leit á hann. Þið trúið mér þá ekki? — Ég fer heim, félagar. Ég er alveg veiknr, sagði Kimble. Einn hinna tautaði einhver óskiljanleg orð, bleytti borðþurku og batt um sár á hönd sinni. Þeir höfðu enn þá vakandi auga ó Kirk, eins og þeir væru hræddir um, að hann myndi aft- ur finna upp á einhverri hiæðilegri vitleysu, en þeir forðuðnst að horfast i augn við hann. í andiitúm þeirra var enga meðaurakun að sjá. Srnámsaman fór Kirk að verða ljóst, hvað þessi hegðun þeirra átti að þýða. En gat það verið mögulegt, að félagar hans tryðu þessari vitfirringslegu ásökun? Hugsunin ein um þetta atriði gerði hann alveg æstan, en hann var enn i of mikilli geðshræringu til þes« að skilja það og skynja, að annað var eigi vel hægt en að trúa þess háttar ásökun, þótt hún var borin fram á þenna hátt. Og er dómgreind hans smósam- an fór að vakna aftur, varð honum það ljóst, hve afarilla hann stóð að vfgi í þessu máli. Fyrsta hugsun hans hafði veiið sú, að Cort- landt væri orðinn vitskertnr, en framkoma hann öll hafði alls eigi mint á það. Nei I Hann trúði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.