Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 15.12.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 15. desember 1925. ÍDagGlaé I. árgangur. 206. tölublað. I^VÆR af þeim breylingartil- lögum við fjárhagsáætlun " bæjarins næsla ár, sem born- ar hafa verið fram, báðar af Gunnl. Claessen lækni, eru þess eðlis að Dagblaðinu þykir rétt að minnast sérstaklega á þær. Onnur þeirra er um að fá hing- að erlendan lögregluþjón, sem komi betra skipulagi á götu- lögregluna, og verja til þess 8 þús kr., en hin um kaup á vatnsbil til að væta göturnar í þurkatíð, og verja til þess 15 þús. kr. — Hvorug þessi til- laga virðist hafa fylgi bæjar- fulltrúanha að flutningsmanni undanskildum, en hvorki er þar með sagt að þær séu ónauðsynlegar, né fyllilega tíma- bært að bera það fram. Bæjar- fulltrúunum eru ósjaldan mis- lagðar höndur og bera sumar •samþyktir þeirra þess órækan vott. — Allir vita hve eftirlit götulögreglunnar er ófullnægj- andi, og hefir Dagbl. oft minst á lögreglueftirlitið og sýnt fram á í hverju því væri helzt ábóta- vant. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að alt myndi fengið með komu erlends lögregluþjóns, en fyllilega má vænta þess, að hann gæti komið betra skipulagi á eftirlitið, og þá væri óneitanlega mikið fengið. Lögreglueftirlitið, eins og það er nú, er algerlega óviðunandi og orsakast bæði af ófullkomnu skipulagi og ónýtr-i stjórn. Ef lil vill kemst eftirlitið aldrei í sæmilegt horf nema al- menna eftirlitið verði aðskilið frá tollgæzlunni og öðrum störf- um, sem að mestu leyli eru *krifstofuverk. Virðist íyllilega t'Qiabært, að þetta sé athugað og Þvi komið i framkvæmd, ef önn- ur betri úrræði finnast ekki. En umfram alt þarf betra skipulag að kornast á eftirlilið og nieiri röggsemi um stjórn þess. Tillagan um vatnsbílinn er ekki ný. G. Cl. bar hana einnig fram í fyrra en var þá feld, og 'siðanbefirhannoftminst á þetta. Það er öllufn vitanlegt, að moldrokið er ertt af okkar verstu meinum, því heita má að ólíft sé úti að sumrinu þegar nokk- ur vindur er. — Eina ráðið til að draga nokkuð úr moldrok- inu er að göturnar sé vættar, a. m. k. einu sinni á dag, en það má heita ógerningur með öðrum tækjum en bifreið, sem til þess er sérstaklega útbúin. Slíkar bifreiðar eru nú víða not- aðar í borgum erlendis, og eru orðnar svo fullkomnar, að þær koma að ágætum notum. Hér er tvímælalaust mikil þörf á slíkum vatnsdreifara, því ekk- ert annað kemur að verul. gagni. Bæjarsvjórnin hefir á stund- um verið fremur ósínk á ýms- ar fjárveitingar, sem óþarfari sýndust en þessi. Ofmikill sparn- aður getur oít orðiö of dýr, og svo yrði einnig hér ef þessar tillögur verða feldar. En þær eru einmitt báðar þess eðlis að nauðsyn krefur að þær veröi samþyktar. Slysfarir. 4 menn verða úti. FB. 14. des. '25. Fjórir menn urðu úti í Dölum á mánudaginu og þriðjudaginn var. Voru þeir að koma fé heim til húsa, er óveðrið skall á. Sigurbjörn Magnússon bóndi í Glerárskógum fanst örendur skamt frá bænum, er hriðinni lélti. — Þorsteinn Ólafsson, ung- lingsmaður frá Hrafnabjörgum í Hörðudal, varð úti. Var hann ásamt bóndanum að koma heim fé, er hríðin skall á. Var bónd- inn hjá honum, er hann and- aðist, og komst sjálfur nauðu- lega til bæjar, á þriðjudagskvöld. í*á varð og úti Lárus Jónsson bóndi að Hömrum í Laxárdal. Fé vantaði víða, t. d. að Sauðafelli þriðjung fjárins. — Skemdir urðu og nokkrar á hús- um, á einum stað fauk hlaði af þöku o. s. frv. — Einnig hafði einn maður orðið úti á Fellsströndinni, en nánari fregnir um það ókomnar. Seyðisfiröi, FB., 14. des. "25. Stórviðri hér um síðustu helgi og i vikunni, orsakaði skemdir nokkrar á húsum, bátum og raftaugum.\Simslit voru mik.il. Utan úr heirni. Khöfn 14. des. 1925. írlandsmáHn. Símað er frá London, að þing beggja aðila hafi samþykt landa- mæralinu milli suður- og norð- ur-ír)ands. Fridarhorfar í Marokkó. Simað er frá Paris, að maður sé á leiðinni þangað með friðar- tilboð frá Abd-el-Krim. Stríð. Simað er frá Gefn, að sam- komulag hafi náðst um það hvernig ha'ga skuli undirbúningi undir væntanlegan afvopnunar- fund, er haldinn verði einhvern- tíma í nánustu framtíð. Sér- fræðinganefnd annast málið sem stendur. ¦ Símað er fá Berlín: Heyrst hefir að Pýzkalandi. Tyrklandi og Bandaríkjunum verði boðið að taka þátt í afvopnunarfundi þeim, sem bráðlega á að halda. Verkföll bönnnð í ílalía. Símað er frá Rómaborg, að þingið hafi samþykt að banna verkföll að viðlögðum geysiháum sektum. Ennfremur var samþykt að stofna gerðardóma, er skeri úr öllum vinnudeilum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.