Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.12.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 19.12.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ það vel. En sjónleikurinn féli ekki Reykvíkingum i geð. Á annan í jólum lék félagið »John Storm« eftir Hall Caine. í*au léku þar frú Guðrún Ind- riðadóttir Glory, og Jens Waage John Storm, og gerðu það með. afbrigðum vel. John Storm gekk 13 sinnum um veturinn, og varð sú af sýningum félagsins, sem bezt hafði verið sótt í fyrstu; aldrei hafði verið jafnmargt fólk í bænum, því bæjarbúar voru yfir 7000. Eftir að hafa leikið »Jeppe á Fjalli« og »Um megn« eftir Björnson, og »Æfintýri« Hostrups (10 sinnum) tók Leik- féiagið upp »Sherlock Holmes« um vorið 1906, en mátti hætta við þaö, eftir að hafa leikið það 5 sinnum, vegna slysfaranna miklu, sem urðu hér í apríl 1906. 1906 á jólum var sýnd »Ka- meliufrúin«, og lék frú Stefanía titilhlutverkið og þótli gera það ágætlega. Sjónleikurinn var leik- inn 10 sinnum. Það sem íslenzkir mentamenn fundu að syningum Leikfélags- ins framan af, var að mest af þessu væri danskt, sem leikið væri, og að minsta kosti væri ekki svo inikið íslenzkt, að nokkur maður gæti kallað þetta íslenzkt leikhús. Leikendurnir álitu margir, að þeir gæti ekki leikið íslerizkt sveitalíf, og þeir höfðu sér það til afsökunar, að þau íslenzk leikrit, sem leika mætli, væri öll slitin upp áður. Þessi leikrit væri því naumast til. Fyrstu 10 árin var leikið i 268 kvöld. Et þeim er skipt niður eftir þjóðerni höfundanna, komu á hvert þjóðerni: íslenzk rit í 9 kvöld eða 3,4°/» Dönsk----112 — — 41,8— Þýzk — - 52 — — 19,4— Norsk-----27 — — 10,0— Ensk------45 — — 16,8— Frönsk----23 — — 8,6— 268 100,0— Cirífis spli Bragéast 6&zí! Borgin. Næturlæknir Konráð R. Konráðs- son, Ringholtsstræti 21, sími 575. Kætnrvördnr í Rvíkur Apóteki. Tíðnrfar. Haegviðri um land alt og nokkurt írost alstaðar. Snjókorna á Akureyri og Seyðisf. — í Færeyj- um var 3 st. frost, á Jan Mayen 4 og í Angmagsalik 10 st. í gær. Loft- vægishæð fyrir noröaustan land, Bú- ist er við svipuðu veðri með snjó- komu víða á Norðurlandi. Messur á morguii. Dómkirkjan kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson og kl. 3 séra Bjarni Jónsson. Barnaguðsþj. Frikirkjan kl. 2séra Árni Sigurðs- son og kl. 5 séra Haraldur Níelss. Landakotskirkja k). 9 árd. hámessa. Engin síðdegis guðspjónusta. Knrlnkór K. F. U. M. endurtekur samsöng sinn enn. Syngur hann i Nýja Bíó kl. 3'/a á morgun. Fjórði ö-króiiaseðillinn frá hús- gagnaversluninni í Kírkjustræti 10 er nú kominn fram. Er bann nr. 346718 og handhafi Chr. Níelsen af- greiðslumaður hjá Sameinaða. — Einn seðill er pá eftir nr. 005026. Sjúkrasamtag lteykjavíkur. A síð- asta bæjarstjórnarfundi var sam- þvkt alt að 10 þús. kr. styrkveiting til Sjúkrasamlagsins í stað 8 þús. eins og upphaflega var til ætlast. Er þetta alveg í samræmi við það, sem Dagblaðið liefir lagt til þessa máls. — Yerður styrkurinn nú 5 kr. á hvern sandagsmann og einnig þótt þeim fjölgi nokkuð, eða upp í 2 þús. Tillaga jafnaðarmanna um að veita samlaginu 10 kr. styrk á hvern félagsm. upp í 20 þús. kr. var feld. Botnörpungarnlr. Karlsefni og Geir komu af saltfiskveiðum i fyrrakvöld með 64 og 59 tn. lifrar. Njörður kom inn í nótt með 88 tn. Ása kom einnig inn í nótt meö 116 tn. Peirfara nú allir út á ísfiskveiðar. ^DagBiaé. Bæjarniálablað. Fréttablað- Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Aígreiðsla: Lækjartorg2. Simi744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á rnánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Sjó-eBriM- Sjótr. 54S' Brunatr. 354 Framkv.stj. 300 YátryggiA hjá ÍSLEIVZKIJ lélagi. Anglýsiugum í Dag- blaðið má skila i prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. 8ími 744. Bagblaðið kemur út á morgun. — Auglýsingum sé< skilað sem fyrst. Poningar; Sterl. pd............... 22,16 Danskar kr............. 113,47 Norskar kr.............. 92,59 Sænskar kr............. 122,66 Dollar kr............... 4,573/< Gullmörk .............. 108,93 Fr. frankar............. 17.19 Hollenzk gyllini....... 184,05

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.