Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.12.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 28.12.1925, Blaðsíða 3
D A G B L A Ð 3 i Dansinn í Hruua. Mér brá í brún er ég kom í leikhúsið á annan í jólnm. Þar var inni margt boðsgesta karla og kvenna. Gaf þar að lita glæsta menn og göfnga, ráð- herra og riddara, danzmeyjar og doklora, alþingismenn og öldunga, prófessora og preláta, bæjarfulltrúa og bögubósa, kaupmenn og kanúka, skriflinna og skraddara, lækna og letur- grafara, heimasætur og hirðsala, verkamenn og vörubjóða, bart- skera og bakara, ölbruggara og agenta, ræðumenn og rilstjóra. Jæja — án gamans — það var víst »Dansinn í Hruna, sem ég ætlaði að minnast á lítið eitt. Bjart er yfir leiknum i byrjun og gullfallegt umhverfi og dá- samleg fjalla«ýn frá Brúar- hlöðum við Hvítá eystra, þar sem munkurinn býður og selur aflátsbiéfin hinum glaðværa en kreddufulla hóp kvenna og karla, sóknarbörnum séra Por- geirs (Tómas Hallgrímsson), í óþökk Stefáns biskups í Skál- holti (Bryoj. Jóhannesson). Mikil eru því viðbrigðin í öðrum þætti í hinu dimma og drauga- lega jarðhýsi Gotlskálks galdra- manns við Berghyl, (Friðfinnur Guðjónsson) gamla maurapúk- ans, er með fulltingi Ógautans (Ágúst Kvaran) — myrkra- höfðingjans — eflir seið og galdur og bregður upp fortjaldi örlaganna fyrir þeim sem inn eru leiddir. Aftur á móti er unaðslegra í þriðja þætti í litlu fallegu kirkjunni í Hruna fyrst í stað, er þau Lárenz (Indr. Waage) og Frtður (frú Kvaran), systurdóttir biskups, eru vígð af bróður brúðgumans prestin- um breyzka — að viðstaddri Vnu, Em. Indrd. binni góðu og greindu móður þeirra bræðra. En myrkrahöföinginn er á kreiki, og ský dregur fyrir sólu er Hlaðgerður (Guðrún Indriða- dóttir) ímynd hinnar saklausu, vonsviknu ástar, skriftar fyrir presti, verður tæld af honum í sjálfri kirkjunni, en Tristan (Har. Sigurðsson) drepinn í miðri kirkjunni, og hún þannig saurguð af presti. Og ógn og tign stendur af biskupi er hann i fjórða þætti bannfærir prest frá altari af grimd mikilli og dæmir hann frá kjóli og kalli nm leið og hann lýsir Hruna- kirkju i bann, er aðeins verði leyst með nýrri vígslu. Og hrollur fer um mann er klerkur gefur öllum dauðann og djöful- inn og ærir söfnuðinn, sem Nikulás djákni (Einar Finnboga- son) telur trú um að hafa séð halastjörnu með þremur hölum. »Kómeta« sú verður kirkjunnar ógæfa, og klerksins bíður nú það hlutskifti sem hann hefir búið sér, en biskup deyr og djöfull hlær og danzar fullur sigurgleði. Söngvarnir nýju eru ágætlega sungnir. Feir seyða og laða, trylla og töfra, og danzinn er stiginn dátt í Hruna, svo unun er á að heyra og horfa. Einstök atriði þjóðsagnaleiks þessa eru hrífandi, og munu flestir vilja sjá hann oftar en einu sinni. Of snemt er að fella dóm á trammistöðu leikendanna, sem enn eiga eftir að slfpast og taka miklum framförum í leiknum, og mun það gert siðar. A 8«iiiir JrtriilirmiinkOugslua. XXVIII. Svarið. Kirk vaknaði upp úr þungum draumlausum svefni morguninn eftir við það að barið var hart að dyrum. Hann lá kyr stundarkorn, hálf- leiður yfir hávvða þessum; svo leit hann á úr- ið og varð þess var, sér til mikillar skelfingar, að það var komið langt fram yfir skrifstofutíma. Hann þaut þ\í upp úr rúminu og hugsaði um ekkeit annað, en að nú kæmi hann of seint til vinnu sinnar. Hann opnaði hurðina og Kunnels kom inn í hendings kasti. — Hafið þér heyrt það? — Víst hefi ég heyrt barsmíðina í yður. Ég Vaknaði einmitt við bana. Kunnels stilti sig, en Kirk sá, að honum var mjög mikið niðri lyrir. — Hvert fóruð þér, eftir að við skildum í gærkvöld? — Hingað, auðvitað. Endurminningunni um viðburðina kvöldið ^ður skaut upp í huga hans, og brá alvöru- skugga & anölit hans sem snöggvast. Vóruð þér svo heima ettir það? Nei. Ég fór út aftur og var úti mest alla oóltina til þess að reyna að hrista þetta af mér. Runnels varð nábleikur og börfaði aftur á bak. — Þá vitið þér það auðvitað. — Hvað? — Um Cortlandt. Hann er dáinnl Nú var það Kirk, sem hrökk við og blikn- aði. Var eins og siðustu blæjunni væri svift af heila hans, og hann stundi upp: — Dáinnl Hvenær? Hvernig vildi það til? — Enginn veit það með vissu. Hann fanst niður við hafnargarðinn, skamt frá húsi Alfa- rez’, skotinn. — Skotinn? Guð minn góður! — Fetta hefir skeð snemma i morgun, og það er nú komið um allan bæinn. Ég fór þang- að undir eins. — Við skulurn flýta okkur þangað. Frú Cort- landt hlýtur að vera alveg frá sér. Kirk fór að flýta sér í fötin, en nam staðar alt í einu, er vinur hans stamaði sundurlaust og hikandi: — Bíddu við! Ég — ég — við megum ekki misskilja hvor annan. Ég hitti Wade rétt áðan. Fréttin um lát Cortlandts hafði fengið á hann, og svo hafði hann hlaupið á stað og blaðrað. — Hvað eigið þér við? — Sáuð þér Cortlandt, eftir að hann fór frá yður ? Runnels varp öndinní þungt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.