Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 05.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 2000 enskar milur. Á leiðinni þraut drykkjarvatn þeirra ein- hverju sinni, og urðu þær þá að leggja sér til munns vatnið úr kælinum á bílnum. Tvisvar hittu þær fyrir sér villimenn, sem voru þeim hjálpsamlegir um marga hluti, t. d. ýttu þeir á eftir bílnum 200 milur vegarins og í annað skifti björguðu þeir mæðgunum frá druknun í fljóti einu vatnsmiklu. Góðir gestir. Nýlega fór fram leiksýning í London á leikriti, sem enska skáldið Thomas Hardy hafði búið undir leiksvið, eftir sögunni: Tess and the d’Uber- villes. Hafði hann ætlað sér að sjá ieikinn, en hann er maður gamall, hátt á áttræðisaldri, og er til kom treysti hann sér ekki að takast á hendur ferð til Lond- on í þessum erindagerðum, held- ur skrifaði hann leikhússtjóra og kvaðst veru leiður yfir, að úr þessu gæti ekki orðið. Leik- hússtjóri brá þegar við og sendi alla leikarana til Hardy's, sem heima á í Dorchester, og þar léku þeir leikinn frá upphafi til enda í daglegustofunni hans. L. S. H.f. Eimskipafélag fslands. AÐALFUNDUR. Aðalíundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður hald- inn i Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 26. júní 1926, og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstrarreikninga til 31. desember 1925 og efnahags- , reikning með athugasemdum endurskoðenda, svðrum stjórn- arinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda, í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 23. og 24. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum félagsins um alt land og af- greiðslumönnum þess, svo og á aðalskrifstofu félagsins i Reykjavík. Reykjavík 16. desember 1925. Stjórnin. Sanur jArnbrantakángstiis.s orðið að bíða þessarar stundar. Hún gerði meira heldur en vega upp á móti óvirðingu þeirri, er hann hafði orðið að þola. Bankastjóranum varð alveg orðfall, og dóttir hans varð náföl. Hræðsl- an flæddi ört i dökku augunum hennar. Garavel varð fyrstur til að átta sig. — Það er svívirðilegt! Þvílíkur þorpari að svíkja þannig vin sinn. — Hann er vissulega þrælmenni. Það hefi ég vitað frá upphafi. — Það er ósatt! sagði Gertrúdis. Hún var staðin upp og stóð nú teinbein fyrir framan hann, lítil og sorgbitin. — Gertrúdis! sagði faðir hennar í umvönd- unarróm. Pú heyrir þó hvað Ramón segir. — Já, mælt Ramón. Hann hefir leikið ansi sniðuglega á herra Cortlandt. Þetta hefir staðið yfir mánuðum saman. — Það er ekki satt! sagði hún á ný. Hann elskar enga aðra konu en mig. — Gertrúdis! Bankastjórinn var mjög skelk- aður við orð dóttur sinnar, þótt hann héldi að þau stöfuðu eigi af öðru en afbrýðisemi. Svona orð notar maður eigi. Hann hefir sagt þér þetta, jú, jú; en úr því hann hefir svikið bezta vin sinn, þá hefir hann líka getað blekt þig. Það sannarlega heppilegt fyrir okkur, að við losuðumst við hann í tæka tíð. Þú skilur nú væntanlega, að það var rétt gert að vísa hon- um á bug — Chiquita? — Nei! Það geri ég ekki. Ramón hafði ekki búist við slíkri mótspyrnu, og hann hreytti því út úr sér í bræði: — Eg hefði ekki átt að segja frá þessu. En ég vissi ekki, að þér elskið hann enn þá. — Hún elskar hann alls ekki, sagði Garavel ákveðið. — Jú, ég geri það. Ég elska hann af öllu hjarta. Mennirnir stukku báðir upp af stólnum í mesta llýti og störðu á hana, sá eldri alveg steinhissa, sá yngri hamslaus *af bræði. — Þegiðu! þrumaði bankastjórinn. Þarna stendur maðurinn þinn tilvonandi. — Þetta er alt saman misskilningur, sagði hún blíðlega. — Nei, nei, nei! Það er enginn misskilningur, sagði Ramón. Hinir sem vóru með í samsætinu, hafa sagt frá öllu saman, og þessi Anthóny yð- ar situr núna í fangelsinu. Gertrúdis hrökk saman og varð að styðja sig. — Ramón, þér megið ekki taka mark á því, sem hún segir. Hún er alveg frá sér. Þetta er að eins heimskuleg imyndun ungrar stúlku, og þetta líður fljótt frá. Maðurinn er laglegur og hefir alveg töfrað hana.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.