Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 08.01.1926, Blaðsíða 1
Föstudag m /. árgangur, 8 jartúar Z/ J fí S’% B fííft 288 1926. WHlf vrvfv tölublað. FÁBREYTNI bæjarlífsins hér er mörgum hvimleið, sem einhverju öðru og betra hafa kynst. Reyndar er eðlilegt, að hér stingi í stúf við fjöl- breytni stórborgalífsins, en um margt mætti samt betur fara hér en er, sem orðið gæti til að draga úr einhæfninni og fásinn- inu og þannig gert mönnum heimasetunn ánægjulegri og vist- legra að lifa. Hér er furðu fátt sem vekur athygli umfarandans, eða dreg- ur til sín hugi manna og þó sizt það, sem helzt skyldi. Sömu göturnar, hlykkjóttar og óreglulegar, eru troðnar dag eft- ir dag. Sömu sviplausu húsin og illa hirta umhverfið mæta auganu hvert sem litið er. Al- staðar er smekkleysið og ósam- ræmið það sem mest ber á. »Nýlendusvipurinn« á bænum sýnir bezt, að hér er ekki um neina »höfuðborg« að ræða, sem stendur föstum fótum á aldagam- alli menningu og stórfengilegum mannvirkjum. Festuleysið og ó- samræmið hefir alstaðar yfir- höndina bæði í háttsemi manna og framkvæmd opinberra verka, og þá ekki hvað sízt í bygging- armálum bæjarins. — Húsin og göturnar er það. sem gefa bæn- um ytri svip og vita allir hve aðlaðandi hann er. Og svo er bæjarlífið sjálft sem mótast eftir þessu ytra umhverfi. Margir telja að drykkjuskapurinn, sem hér heíir farið ískj'ggilega i vöxt á síðustu árum, eigi með- al annars rót sina að rekja til fábreytni bæjarlífsins og þess hversu lítið er hér sem laðar til sin hugi manna. »Fylliríið« sé því einskonar neyðarúrræði, sem gripið er til út úr leiðind- u*n. Þeir sem þessu halda fram virðast hafa töluvert til síns máls og áreiðanlegt er, að þessa má finna dæmi. Úrkostir almenn- lQgs til skemtunar og dægra- dvalar eru hvorki margir né fjölþættir. Kaffihús, kvikmynda- hús, danzleikar og drykkjukrár eru svo að segja einu »stofnan- irnar« sem almenningur á greið- an aðgang að. Einstaka sinnum hljómleikar og leiksýningar oft- ast illa sóttir, vegna þess, að fólk kann ekki að meta sanna list. Það er því engin tilviljun, að hrikalegustu leikirnir eru bezt sóttir, svo sem nú er um »Dans- inn í Hruna«. Pað er aðeins eðli- leg aíleiðing þess aldarfars, sem mestu ræður um hugi manna og háttu. — Fiskiþorp hafa al- drei verið mikil mentasetur. — Öll ráðsmenska hins opinbera er í fullu samræmi við ástandið. Þær fáu menningarstofnanir, sem til eru aðrar en skólarnir, eru sama sem lokaðar öllum almenn- ingi, T. d. er þjóðmenjasafnið og náttúrugripasafnið aðeins op- in 1—2 kl.t. 2—3 á viku og er það algerlega ófullnægjaadi. — Landsbókasafnið. einhver dýr- mætasta stofnun landsins, er op- ið alla virka daga en aðeins 6 tíma á dag, en lokað öll kvöld og sunnudaga, einmitt þegar það ætti helzl að vera opið. Hér er einnig til visir að mál- verkasafni og myndasafni, en hver veit hvenær dyr að þeim eru opnaðar? Listasafn Einars Jónssonar opið eitt sinn á viku og mætti svo lengi telja. Alt er eftir þessu og er það fjarri þvi að vera girnilegt við- horfs. Er hér mest þörf þeirra breytinga, að gera þau fáu menn- ingartæki, sem til eru nothæf fyrir almenning og auka þau að gildi og vöxtum. En slíkt verð- ur ekki meðan allar dyr eru harð lokaðar. — Ef Reykjavík á að geta svar- að til sérstöiðu sinnar sem höf- uðborg ríkis, verður hún i ein- hverju að geta sýnt yfirburði umfram aðra smábæi, og er þá fyrst og fremst að hlúa svo að andlegu lífi og lislum að hér sé lífvænna en annarstaðar. —m.—n. Dansinn í Hruna hefir nú verið leikinn hér mörg- um sinnum við ágæta aðsókn. Hefir áður verið stuttlega minst á helzfu atriði leiksins hér í Dagbl., og því óþarfi að rekja frekar efni hans. Skáldið hefir þarna hazlað sér þann völl, sem hugur hans hefir þráð frá barnæsku. Vökudraumar hans hafa hér ræzt að mestu. Frá hans hendi er margt áður vel undirbúið. íslenzka þjóðtrúin er sú lind, er seint verður upp ausin, en meðfæddar gáfur og hæfileika þarf til þess að leita að uppsprettum hennar og veita þeim í þann farveg, sem hent- astur er. Þarna verða þeir að haldast i hendur, sagnaritarinn og skáldið. Og það nægir þó ekki hér. Leikmentin þræðir sér- stakar brautir. Þar verður listin ekki eingöngu að fullnægja kröf- um góðfúsra lesenda, heldur einnig áhorfenda og áheyrenda. Því er það gullvægt skilyrði, að vandað sé til leiks, sem stendur á svo traustum fótum sem þessi. Skal nú lítillega á það drepið, hvernig leikendum takast hlut- verk þau, er þeim eru ætluð frá hendi höfundar. Þess skal fyrst getið að mjög skiftir i tvö horn um áhrif leiks, eftir því hvernig farið er með hvert hlutverk fyrir sig, og er það öllum ljóst. Hitt skiftir einnig miklu hvernig samleikur tekst. Þá er og siðast en ekki sízt miklu varðandi hverja aðstöðu leikendur hafa bæði um æfing og undirbúnig, en þó einkum að því er snertir sjálft leiksvið- ið og aðbúnað allan. Leikendaval virðist hafa tek- ist þarna vonum framar, en þó gætir minna þroskaðra leikenda en hinna, þegar svo magnþrung- ið efni er texið lit meðferðar. Ég sakna gömlu leikendanna, bæði þeirra, sem frá eru fallnir og eins hinna, sem hættir eru

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.