Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 08.01.1926, Side 2

Dagblað - 08.01.1926, Side 2
2 D A G B L A D leik. »Þeir áltu heima« á leik- sviðinu og því gátu þeir hrifið og töfrað. En um það er ekki að sakast: — »Hitt sem er ó- þroskað enn, eflist hvern líð- andi dag«. (A. B.) Samleikar fara mjög eftir þroska leikenda. Má sjá það gerst á samleik þeirra Friðfinns, er leikur Gottskálk gamla, og Ág. Kvaran, sem leikur Ógaut- an. Tekst þeim báðum svo snildarlega, að maður finnur það á sér, að hér er Kölski og kuklari að verki. í*ó stendur ekki af þeim sú ógn og skelf- ing, sem ætti að vera. Samt mun leikur þeirra verða flestum minnisstæðastur, og hefirskáldið sýnilega ætlast til þess. — Frið- finnur sýnir ismeygilegan and- skotans karlnirfil, sem á ekk- ert annað en uppþornaða aura- sál. Kann ágætlega við sig í þessum »góða« félagsskap, og virðist hann hvergi betur una sér en i Berghyl. — Kvaran hefir ef til viil aldrei leikið jafn vel, og viljirðu sjá »freistarann« með allskonar vélabrögð, þá taktu vel eftir Kvaranl Frú Sof/la Kvaran, sem leik- ur hina ungu mær, Fríðu, syst- urdóltur biskups, tekst í sam- leik við unnusta sinn, Lárenz, er Indriði Waage leikur, að sýna tigna og stolta heimasætu, sem i þrássi við Guð og menn vill heldur bíða dauða, en yfir- gefa þann mann, sem hún elsk- ar, en sem er i álögum Kölska. Enda þótt Indriði fari ekki í föt föður sins að leikhæfni, læt- ur honum vel að Jýsa ástríðum ofurhugans, — en ekki eins vel hinni brennandi ást elskhugans. t*ess vegna skortir samleik þess- ara ungu unnenda þann lit og það líf, sem slíkum ástríðum fylgir. En þarna er efni í góð- an leikara, þegar hann nær þroska og aldri. Brynjólfi Jóhannessyni hæfir ekki sem bezt biskupsgerfið. Þótt honum tækist prýðilega að sýna gamla spekínginn í »Gluggum«, er sífelt var á hreyfingu, tekst honum miður að blása lífi og anda í hinn rólega en tigna og skapharða guðsmann, líklega vegna æsku sinnar og hins ó- vanalega hlutverks, sem honum er fengið. Tómas Hallgrimsson hefir fengið hlutverk, sem ekki á við skap hans. Séra Þorgeir verður hjá honum of einhliða. Harkan, ráðriknin og ofstopinn eru auð- sæ, en hin logandi ástríða og guðsmannsgríman fara í felur hjá honum. Hann þarf að leika miklu oftar, þar sem hann nýt- ur sfn, því hæfileikarnir eru ótvfræðir, og jafnvel betri en hjá Guðmundi lækni bróður hans hér á árunum. Hlaðgerður er ekki nógu stórt hlutverk fyrir frú Guðrúnu Ind- riðadóttur, eða þá hitt, að hún gerir minna úr því en henni er lagið. Bezt leikur hún í kirkj- unni, en þó ekki nógu vel, því »af þeim sem mikið er gefið, er mikils krafist«. Þó tekst henni altaf prýðilega að sýna einlæga ást, og það er mikill vandi. Emilla Indriðadóltir leysir af hendi hlutverk sitt sem Una með alúð og vandvirkni, en ekki er hún jafn eðlilega inni- lega móðurleg og hún ætti að vera. Samleikur hennar við biskup er ágætur. Önnur hlutverk en hér eru talin eru veigalítil, þólt segja megi að ungfrú Arndis Björns- dóttir skili hlutverki sínu (Sól- veigu) betur en öðru sem hún hefir leikið, og er þarna um sýnilega framför að ræða. — Haraldur hefir þann ókost, að hann er oft fljótmæltur. Annars er málfæri flestra gott, en sum- jr mættu samt kunna betur. Mikið vantar á að hægt sé að sýna leik þenna á þessu litla leiksviði svo viðunandi sé, og undirbúningurinn — annar en leiktjöldin — er auðsýnilega alt of lítill. Aðstöðuna þekkja allir. Þetta færist alt í rétt horf þegar þjóðleikhúsið rís upp, og þá verður það tvöföld unun að horfa á Dansinn í Hruna. Danzarnir myndu njóta sín fyllilega á stóru leiksviði, en þarna er of þröngt. Á Guðrún Indriðad. fulla viðurkenningu skilið fyrir þá. — Lög Sigvalda við Ave Maria og söngurinn í kirkjugarðinum eru snild. Leikinn þarf ég að sjá enn; svo góður þótli mér hann, þrátt fyrir vanefni þau, sem nefnd hafa verið. Og það skal sann- ast, að þrátt fyrir hinn þunga, TbagGlaé. Bœjarmálnbluð. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Guteuberg, b.f. rímaða búning, verður leikur þessi því vinsælli sem hann er oftar leikinn. Ormur. Borgin. Nætnrlæknir. Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastíg 7. Sími 1693. Nætnrvörðnr i Laugavegs Apóteki. Gnnnar Jónsson, bróðir Hannesar kaupmanns, opnaði í gær nýja verslun á Laugaveg 64, þar sem verslunin Vöggur var áður. Hjúsknparheit sitt hafa nýlega opinberað pau Dóra Pórarinsdóttir (Porlákssonar listmálara) og Gestur Pálsson stud. theol. Kaldalónskvöldið verður endur- tekið á sunnudaginn kl. 3. Eftir að- sókninni síðast mun vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tima, þvi þá seldust þeir upp á skömm- um tíma, og fengu miklu færri en vildu. Hróður Eggerts fer vaxandi með hverjum hljómleik sem hann beldur hér. Er gott að fá slika gesti i skammdeginu og fásinninu. Slysfarir. Nýlega hafði 3. vélstjóri á April, Eirikur Jóhannsson, slas- ast svo i vélarúmi skipsins, að hann beið bana af. Skipið fór með likiö inn til Flateyrar; því Eiríkur var ættaður þaðan. Leitarleiðangnr. Varðskipið Pór fer héðan ámorgun umhverfis land til að leita að brezkum botnvörp- ung, sem ekkert hefir frézt af síðan 8. des. Hafði síðast sést til hans framundan Langanesi. Eru menn orðnir hræddir um skipið, sem vonlegt er. Botnvörpnngnrnir. Gylfi kom frá Bretlandi í fyrrakvöld, en Pórólfur og Baldur i gærmorgun. Brczkur línnveiðari, pEdinborg Castle« að nafni, kom hingað inn 1 gær með fótbrotiun mann.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.