Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 09.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 kápubeltið af annari stúlkunni, og að gamall maður, nær blind- ur, sem ætlaði að varna þeira inngöngu, hefði fengið högg á nefið, svo blóðnasir hlutust af. Það skal eun fremur tekið fram, að ég kærði mennina og hafa þeir borgað skaðabætur þær, er ég fór fram á, og þar með við- urkent sök sina gagnvart mér. Reykjavik 8. jan. 1926. Friðrik Guðjónssoit. Aíhs. Dagbl. sér ekki ástæðu til að neita greinarhöf. um rúm í blaðinu fyrir leiðréttingu sina. En bins vegar taldi það sig hafa góðar heimildir fyrir frásögn sinni 5. þ. m., þótt hún væri ekki staðfest af viðkomandi mönnum. Ritstj. Dansinn í Hruna verður leikinn í Iðnó sunnudaginn 10 þ. m. kl. 8 síðd. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl, 4—7 og á morgum frá kl. 10—12 og eftir 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4 þann dag sem leikið er, ella seldir öðrum.j Danzskóli Sími 12. Sig. Gnðmundssonar. Sími 1278. 1. danzæfing i janúar 1 dag (9. þ. m.) kl. 5 fyrir börn og ki. 9 fyrir fullorðna í Bárunni. Kenslugjald um mánuðinn kr. 5,00 fyrir börn, ódýrarara fyrir systkini, og kr. 6,00 fyrir full- orðna, er greiðist á 1. æfingu. Kenni: Fox Trot, Tango og Fox Bluese. „ Un i t e r ak yelablððin eru þau beztu. Heildsölu hefir: Hjörtur Hansson, Austurstr. 17. Sonnr J&rnbrniUahángBlna. Hin unga kona skrökvaði þessu af hræðslu við hótanir föður sins. — Ég er konan hans fyrir Guði! bætti hún Við. Og ef nokkrir meinbugir eru á hjónavigslu okkar, þá skal ég standa við fangelsisdyrnar og giftast honum á ný, þegar hann kemur út aftur. — Hann verður aldrei látinn lausl sagði Ra- móu reiðilega. — Jú, það verður hann. Og nú verðurðu að fylgja mér þangað. — Neil öskraði faðir hennar. Þú ert dóttir mín, þú ert í mfnu húsi, og þar skaltu vera kyr, þangað til þú hættir við þetta vitfirrings- flan og við þenna mann. — Það geri ég aldrei, sagði hún fast og á- kveðið. Þú veizt, að ég er ekki að eins Spán- verji, blóð þjóðar hans rennur einnig i æðum minum, og það gerir mig staðfasta og ákveðna. Þótt ég vildi, gæti ég ekki tortrygt hann. — Ég banna þér að fara á fund hans. Heyr- irðu það? Lofaðu mér þvi? — Hún drap höfði sorgbitin. — Ég verð þegar að grenslast nánar eftir þossu. og þú verður að taka sönsum.ijóm- frú góð, ef þú annars vilt ekki sitja í klaustri, þið sem eftir er æfinnar — þvi heili ég þérl — Ég vil ekki í klaustur sagði hún og blikn- aði um munninn. Ég vil verða hamingjusöm. Þegar Kirk veröur látinn laus aftur, fer ég þeg- ar til hans. Og nú vil ég, með þinu leyfi, helzt fá að fara héðan. Hún sneri sér við og gekk út úr salnum, en er hún kom út i forstofuna, riðaði hún á fót- unum, og höfuð hennar hné ofan á bringuna. Er mennirnir voru orðnir aleinir, mælti Gara- vel mæðilega: — Hún er sú fyrsti, sem varpað hefir óvirð- ingu á nafn vort. Eru annars óyggjandi sann- anir fyrir þvi, að maðurinn sé sekur, Ramón? — Sannanir? Ramón horfði sem steini lost- inn á dyrnar, sem Gertrúdis hvarf út um, og sneri sér nú eins og viðutan að bankastjóran- um. Sannanir? Já, það held ég sannarlega. Ég hefi annars ekki hugsað málið svo mikið enn þá, en — ég tek það upp aftur, það eru kynstr- in öl! af sönnunum. Já, það er alveg vistl — Komið þá með mér. Ég verð að tala við hann. Ef til vill — Guð minn góðurl Ef til vill hvað? Höfuðið á mér ætlar alveg að rifua sundur; ég sárkenni í brjósti um yður dreng- urinn minn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.