Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 11.01.1926, Blaðsíða 2
2 ura mikilvæg atriði. Mér hefir einnig virzt frá upphafi, að eigi væri sæmandi fyrir oss íslend- inga að sitja hjá, fáfróðir og kæringarlausir, er grannþjóðir vorar deildu um Grænland. — Mér hefir einnig verið það ljóst f síðustu 8—10 ár, að alls eigi stendur á sama fyrir oss fs- lendinga, hvernig Grœnlands- málið verður til lykta leiltl — En sé svo, er brýn nauðsyn »að segja til í tíma, eða þegja ella«. Út í frá þessari sannfæringu minni hefi ég talið mér skylt að hreyfa málinu og stuðla að því, að halda því vakandi hér heima, þar sem flestir sváfu vært og draumlaust nm alt sem framtíð heitir. Ég vil þá leitast við að sýna, hvílík nauðsyn oss er það, ís- lendingum, að fylgjast vel með í Grænlandsmálinu og gera oss fyllilega Ijóst, hvað er að ger- ast síðustu árin og um þessar mundir. Vér íslendingar höfum a. m. k. öll hin sömu réttindi til Grænlands sem allar aðrar þjóðir, er það — innan skamms — verður alopnað. Og þá sitja eðlilega þeir við þann eldinn sem bezt brennur, er fyrstir koma. — Mun ég víkja nánar að þessu atriði í næsta kafla. Helgi Valtýsson. Utau úr heimi. Khöfn 9. jan. 1926. Vatnavextir í Mexico. Símað er frá New York um mikil vatnsflóð í Mexico. Fjöldi þorpa hefir skolast í burtu og fólk druknað í hundraðatali. Stjórnarmyndan Pjóðverja. Símað er frá Berlín, að ekk- erl bendi á, að bráðlega rætist úr stjórnarvandræðunum. Einn af seðlafolsnrnmim. Símað er frá París, að einn forsprakki peningafalsaranna hafi verið handtekinn í Hollandi á leið til Frakklands með fulla ferðakistu af fölskum seðlum. Ællaði hann að koma þeim út í Frakklandi. Maður þessi hafði falsað vegabréf. I) AGBLAD Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við jarð- arför Guði únar Guðmunds- dóttir kaupkonu. Aðstandendur. Jarðskjáifti á Ítalíu. Símfregnir herma, að hræði- legur landskjálftakippur hafi komið í borginni Siena i Ítalíu og fjöldi húsa skemst mikið. Mörg hundruð manna slösuðust til muna. Forseti Kín*. Símað er frá Peking, að ríkis- forseti Tuanlchiju hafi sagt af sér. Borgin. Nœturlæknir Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Næturvörður í Rvíkur Apóteki. Rauði krossinn ætlar aö endur- taka námskeiö pau, sem hann hélt í vetur í hjúkrun sjúkra og hjálp í viðlögum. Hvert námskeið stendur yíir í 10 kvöld, og geta þeir, sem vilja taka pátt í þeim, skrifað nöfn sín á lista, sem liggja frammi í bókaverslun ísafoldar. Botuvörpungnrnir. Egill Skalla- grímsson kom af veiðum í fyrra- dag með unr’ 700 ks. Ælláöi hann að veiða í viðbót og fara síðan til Bretlands. Ari og Skúli fógeti komu frá Bret- landi í nótt og Draupnir í morgun. Prentarafélagið hélt jólatrésskemh un fyrir börn í Bárunni i gærkvöld. Á eftir var danzleikur fyrir félags- menn. Landheigisbrot. Botnvörpungurinn Jupiter kom frá Bretlandi siðdegis í fyrradag. Fór skipstjórinn sam- stundis til bæjarfógeta og játaði að hann hefði verið að veiðum í land- helgi við Ólafsvik aöfaranótt 12. f. m, en þar hafði Pór liitt hann að veiðum, en mist af honum. Var skipstjóri dæmdur í 24,500 kr. sekt og veiðarfæri gerð upptæk. Verða þau seld á uppboði í dag. Hjúsknparheit hafa nýlegu opin- berað ungfrú Pórunn Bergþórsdótt- ir og Sveinbjörn Jónsson lögfr. HbagBlaé. liæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Ilringsjá. Anstan stóryiðri var í Vestmannaeyjum í fyrra- dag og fram eftir deginum i gær. Saltskip sem lá þar var nærri komið i strand og stóðu menn vörð á ströndinni til að reyna að bjarga mönnum ef það færi í strand. Mátti engu muna, að svo yrði en á síðustu stundu haföi skipið sig aftur út. Sroiiljóðandi skcyti þarst Fréttastofnnni í gær. Vestm.eyjum FB. 10. jan. '26. Enska skipið Hartfell, sem iá hér á ytri höfninni, komst með miklum erfiðleikum i burtu í nótt og hefir ekki orðið vart við skipið síðan. Tveir mótor- bátar voru á leið hingað frá Stokkseyri í gær með 60 manns, fengu mjög slæmt veður á leið- inni og gátu fyrst náð Jandi i dak kl. 12 eftir 24. tíma ferð. Mótorbátinn »Goðafoss« vantar enn þá. Enskur togari var úti að leita hans i nótt, en sú för varð árangurslaus. í dag hafa tveir togarar verið að leita, en ekki fundið bátinn. Eru 5 dug- legir sjómenn á honum, svo menn hafa vonir enn þá, enda er nú veðrið mikið betra. Eftir símtali sem Dagblaðið átti við Vestmannaeyjum kl. 10 í morgun var Goðafoss ekki kominn fram. Höfðu 4 isl.botn- vörpungar og einn brezkur ver- ið að leita hans i gær og einnig varðskipið Þór sem héðan fór í fyrradag. Til saltskipsins hafði heidur ekki sézt siðan í fyrri nólt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.