Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 16.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Utan úr heimi K.höfn 15, jan. 1926. Seðiafölsauin ungyerska. Símað er frá Budapest, að fundist hafi þar kisla troðfull af þúsund franka seðlum. Var hún í vörslum biskups nokkurs þar í borg. Ný seðlafölsan. Símað er frá Rotterdam. að lögreglan þar í borg hafi hand- samað marga menn, er höfðu félag með sér til þess að búa til tíu-gyllina seðla. Mnssolini veikur. Símað er frá Rómaborg, að Mussolini ætli að láta skera sig upp, vegna innvortiskvilla, sem enginn veit nafn á. Uppskurð- urinn er álitinn mjög hættulegur. 8 stnndn vinnutími. Símað er frá London, að námaeigendur haldi því fram, að lífsnauðsyn sé að byrja aftur á 8 stunda vinnudeginum í námaiðnaðinum. Verkamenn al- gerlega andstæðir og ver blað- ið Daily Herald mál' námu- manna af miklu kappi. Námaslys í Bandaríkjunnm. Sfmað er frá Wilburton í Bandarikjunum, að kolanáma hafi hrunið saman. Hundrað námamenn inniluktir. Björgun vonlaus. Isalög f Finnska flóannm. 20 skip frosiu inni. Símað er frá Stokkhólmi, að 20 skip séu frosin inni í Finska- flóa. Eru þau flest rússnesk og eru í talsverðri hættu vegna óróleika íssins. Matvælaforði skipanna mun þegar nær genginn til þurðar. Matabjörg eru flutt til þeirra á flugvélum. Frá ítalín. Sfmað er frá Rómaborg, að Mussolini sé hættur við upp- skurðinn. — Ákaflega mikil snjókoma og grimdarfrost er um alla norður-ltalíu. Fjöldi manna frosið i hel. Sólarijós. Nú með »Botníu« fékk ég hinar gömlu, góðu og víðfrægu olíutegundir: »SÓLARLJÓS« (ábyggilega beztu ljósaolíuna) »ÓÐINN« ( — — mótorolíu) »ALFA« ( — — hráolíu) sem allar fást í heildsölu hjá mér. Sólarljós er selt í smásölu í þessum verslunum: í Reykjavík: hjá Guðm. Guðjónssyni, Skólavörðust. 22, — versl. Geir Zoega, Vesturgötu, — versl. Ásbyrgi, Hveríisg. 71. í Hafnarfirði: — F, Hansen og Böðvars-bræðrum. Atlivig-iO. Enginn getur flutt inn Sólarljós, né aðrar þessar tegundir, og geta þær því ekki fengist annarstaðar í heildsölu en hjá mér. Virðingarfylst JES ZIMSEN. Leikfélag Reykiávíkur. Dansinní Hruna verður leikinn á morgun (sunnudag) kl. 8. s. d. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl, 4—7 og á morgun frá kl, 10—12 og eftir kl. 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4 þann dag sem leikið er, ella seldir öðrum. 8ími 12. Híirii .12 Góð kvöldskemtun verður haldin í Bárunni í kvöld kl. 8. — Skemtiskrá, Kórsöngur (Aðalsteinn Eiríksson). Upplestur; Friðíinnur Guðjónsson. Ný gamaukvæðl: Bjarni Gíslason. DANS! DANSl DANSI Aðgöngumiðar seldir i Bárunni frá kl. 2—6 og við innganginn, Ágóðlnn renmtr til iátœkrar ekkju.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.