Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 18.01.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Jarðarför Oddrúnar dóttur okkar, er ákveðin þriðjud. 19. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili okkar Laugaveg 63 kl. 1. e. h. Sigríðnr Halldórsdóttir. Jóh. Ögm. Otldssou. vinurinn eini. F*ann skilning reyna þeir að berja inn í þjóð- ina sína, henni til viðreisnar og bjargar. En þetla virðist ganga illa, sem von er. Öllum hlut- lausum skynbærum mönnum er það ljóst, að öll raunveruleg bindindisstarfsemi hlýtur að stefna að banni, algerðn banni, sem fyrst! Annars væri bind- indisstarfsemin skrípaleikur einn og ekkert annað. Andbanningar sjálfir virðast einnig sjá þetta og skilja, a. m. k, beztu menn þeirra og vitrustu. Þeir ganga því mjög varlega að verki í rit- gerðum sínum og ræðum. Ágætt dæmi upp á sókn gæt- inna andbanninga er grein Snorra læknirs Halldórssonar í Mgbl. 19. f. m. Er grein þessi þannig rituð, að stæði hún eigi í Mgbl. og væri mönnum ókunnugt um tilefni hennar, mundu flestir ætla, að hér væri einlægur bind- indismaður að verki og sæmi- Iega ákveðinn bannmaður. En svo mun þó eigi vera. Læknir- inn er að líkindum ákveðinn andbanningur, þótt hann leiki þenna skollaleik við sjálfan sig. Og öll er grein hans öflugur stuðningur málstað þeim, er hann sennilega hefir ætlað að hnekkja. Má því segja, að hér sé gætnin svo mjög um of, að gangi úr hófi. Það er auðséð, að Snorra lækni er full-ljóst hvað það er, sem valdið hefir mestum örðugleik- um í bannmálinu hér á landi. Hann segir sem svo: — »Hér hefir engum dulist, að margar misfellnr hafa orðið á fram- kvœmd bannlagannaa. Þó seg- ist hann ekki viljá »áfella bann- menn fyrir það, því tilgangur þeirra var góður«. — Nei, það er þó víst hverju orði sannara hjá lækninum, að ekki sé bann- mönnum um að kenna slælega bannlagagæzlu! En það er óefað rétt, að bannmenn hafa all- þunga sök á sér fyrir það, að þeir treystu löggjafar- og lög- gæzluvaldi voru um of, slógu slöku við bindindisstarfsemina og lögðu árar í bát um langt skeið. Þeirrar glópsku sinnar hafa þeir orðið sárt að gjalda. Þessa miklu yfirsjón verðum við að játa hreinskilnislega. En það bætir auðvitað eigi málstað and- banninga, né dregur úr van- rækslusynd löggæzluvaldsins. Hin einkennilega mosavaxna meinloka andbanninga stingur upp kollinum í grein læknisins — í óskráðum orðum þó, — að hægt muni vera að skjalla bindindismenn til hlutlausrar og friðsamlegrar bindindisstarf- semi, en afneita banninu! Svo sauðkollótta fávita telja andbann- ingar oss — eða eru það sjálfir — að þeir hugsa sér möguleg- an annan eins skrfpaleik í al- varlegasta og vandamesta þjóöfé- lagsmáli heimsins! Þessi geysi- mikla meinloka er orðin þeim andlegt áfengi, er stigið hefir þeim til höfuðs. — Hvað er bannið annað en framkvæmt bindindi? — Hreinskilinn og áhugasamur bindindismaður og sæmilega góður drengur sér ekk- ert annað ráð til að bjarga þjóð sinni frá ómetanlegu árlegu tjóni líkams-. og sálarkrafta, heldur en að starfa að bind- indismálum af ölln kappi og krefjast þess, að bannlögin séu framkvæmd eins strangt og hisp- urslaust og frekast er unt! Þvi fer mjög fjarri, að bind- indi og bann séu andstæður og óskyld mál, heldur eru þau or- sök og afleiðing, þar sem bind- indisslarfsemin er lifandi áhuga- mál manna. Þetta tvent hlýtur þvi að fara saman hjá öllu liugsandi fólki með sæmilegum náungans-kærleika og vakandi ábyrgðartilfinningu fyrir þjóðar- heild sinni. — Er það sannar- lega dularfult fyrirbrigöi, hve lengi ýmsir inætir menn og mentaðir eru að átta sig á þess- um einfalda sannleika. Helgi Valtýsson. »Farfngdafundtir<( verður haldinn í Iðnó í kvöld og hefst kl. 8. Er þess vænst, að utanbæjar-ungmcnnn- íélagar verði þar fjölmennir. £)ag6laé. Bæjarniálablað. Fróttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiösla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgin. Nætnrlæknir. Daníel V. Fjeldsted Laugaveg 38. Simi 1561. Nætnrvörður i Laugavegs Apóteki Guðin. Finnbograson landsbókav. flutti fyrirlestur í Nýja Bió i gær, sem hann nefndi »Dómsdagur 1930«, Var erindið nm 1000 ára þjóðhátið- ina 1930, og þann undirbúning sem hefja þyrfti strax, svo hún gæti far- ið sæmiiega fram. Ræðumaður taldi hættu á að nægilegrar fyrirhyggju yrði þar ekki gætt, og þegar alt væri komiö í eindaga, yrði fram- kvæmdunum flaustrað at einhvern veginn, en íhugunin kæmi fyrst á eftir. Gat ræðum. um, hvernig hann hefði hugsað sér hátiðahaldið í einstökum atriðum, og verður nánar sagt frá því siðar. Erindið var hið snjallasta að hugsun og framsetningu, eins og við var að búast, En fleiri hefði mátt hlusta á það en þarna voru saman komnir. Stetnolíuskip til Jónat. Þorsteins- sonar er nýkomið. Nokkuð af farm- inum hafði það losað í Vestm.eyjum. Fæst nú steinolía í heildsölu á 3 stöðum i bænum: hjá Lands- verslun, Jes Zimsen og Jónatan. — Steinoluverðið heíir nú lækkað bæði vegna samkepninnar og lækk- andi innkaupsverðs ásæmt lægri farmgjöldum. Jardarför Oddrúnar Jóhannsdótt- ur (kaupm. Oddsonar) fer fram á morgun. — Mishermt var það er sagt var frá andláti hennar, að hún hefði verið lengi veik. Á 20. afmælisdcgi sínum 25. nóv. s. I. kendi hún fyrst þess meins er varð henni að bana, en áðúr hafði henni svo að segja aldrei orðið roisdægurt. — Er því fráfall hennar bæði sviplegt og sorglegt,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.