Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 23.01.1926, Blaðsíða 2
2 varpa því. Og á FÍDDlandi ligg- ur banDlöggjöfin fyiir traustum festum, a. m. k. næstu árin. Fyrir skörnmu tók finska stjórnarblaðið (hugsa sér þaft!) harla ómjúkt á þeim Finnlend- ingum, er senda blaðalygar og hvikfréttir um banniö til er- lendra blaða. Stjórnarblaðið full- yrðir, að engra annara breyt- inga sé að vænta í bannmálinu beldur en ennþá strangari lög- gæzlu til að skjóta þeim skelk í briogu, er gera sér að atvinnu og gamni að brjóta lög lands- ins. í því skyni hafi t. d. Iög- reglustjórinn i Helsingíors ný- skeö fengið alvarlega ofanígjöf hjá dómsmálaráðherra fyrir slæ- legt eftirlit með veitingabúsun- um, Hefir þessi frásögn blaðs- ins valdið geysimiklum ótta hjá hlutaðeigandi veitingahússtjór- um. — Stjórnarblaðið tekur einn- ig í hnakkann á aHuvfudstads- bladeta sænska í Helsingfors fyrir að hafa misnotað^ opin- berar skýrslur, og færir sterk rök að þessu. Ákúrurnar til lögreglustjórans í Helsingfors fengu sitt nachs- piel: Óðara en hann fékk ádrep- una, þóttist hann vita, að þar stæði forstjóri bindindismálanna að baki dómsmálaráðherra. Það er fyrv. ráðberra Liakka. Hugði þá lögreglustjórinn á hefndir, misbeitti valdi sinu og lét kalla Liakka fyrir réttinn. Liakka mætti fyrir rétti og sagði lög- reglustjóranum óspart til synd- anna, og auk þess fékk hann Dýjar ávítur og alvarlega aðvör- un frá yfirboðara sínum, dóms- málaráðberranum. Síðan var gerð lögregln-árás á öll veit- ingahúsin í borginni, og komið algerlega óvænt á allmarga »fína« samsætisgesti, er teknir voru fastir. Og stærsta og fín- asta veitingahúsið, »Hotel Fen- nia«, var dœmt lil að loka i 6 mánuði fyrir brot gegn bann- .lögunuml Forstjóri þess er sænskur. — Svo eru iög sem hafa tog i Finnlandi. Væri hær fyrir blöð vor að segja í sarneiningu: Hve- nær fáum vér aðra eins lög- gæzlu og réttaríar bér á landi! heldur en að flytja vitanlega ósanuar fréltir af banninu í ódrengilegu skyni. Það þarf alls DAGBLAÐ ekkeit kraftaverk til þess að afla sér þessa hvorutveggja eirmig hér á landi. — En vér verðum að verða samtaka um að vilja það! Helgi Valtýsson. Utan úr heimi. Khöfn, FB. 21. jan. ’26. Ungverska þinglð og seðla- fölsnnarmálið. Símað er frá Budapest, að þingið bafi samþykt að setja á stofn nefnd til þess að rannsaka fölsunarmálið. — LögregJau held- ur að, samtals hafi verið prent- aðar 125 miljónir franka. Eitt af mestu maunvirkjum lieimsins. Símað er frá London, að hleðslu varnargarðanna við hina fyrirhuguðu áveitu við hið svo- kaliaða bláa »Nilarfljót« í Sú- danhéraði sé lokið. Betta er með stærstu verklegum fyrirtækjum, sem gerö hafa verið. Tuttugu þúsundir manna hafa unnið við verkið. Áveitusvæðið er 200000 ekrur, og er áætlað, að hægt muni að rækta 40 miljónir bagga af baðmull á svæðinu árlega. Khöfn FB., 22. jan. ’26. Ný tfzka. Símað er frá Berlín, að nú sé hæstmóðins að reyna að svelta sig sem allra lengst og er álitið heilsusmamlegt. Maður nokkur ætlaði að svelta sig i 42 daga. Neytti bann einskis í 35 daga, en gafst þá upp og liggur nú dauðvona. Fölsunarmálið — fleiri við það riðnir. Símað er frá Budapest, að fölsunarmálið hafi vakið geysi- lega athygli. Hefir fundist bréf, er sannar að forsætisráðherrann Bethlen hefir vitað um fölsunina, en þagað yfir, og vegna þessa hefir stjórnin í lengstu lög spyrnt á móti því, að rannsókn færi fram. Ósannaö er hvort forsætis- ráðh. er eiginlega meðsekur. Jnpiter kom af veiðum í morgun með um 1200 ks., og fór samstundis aftur áleiðis tj! Bretlauds. V)ag6laé. Bœjnrmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Eimsk pafélag íslands. Bs. Gullfoss. Ferð skipsins til Vestfjarða er frestað fyrst um sinn. Auglýst verður f dagblöðun- um hvenær skipið fer. Borgin. Nætnrlæbnir. Daníel V. Fjeldsted Laugaveg 38. Sími 1561. Aðra nótt Ólaiur Jónsson, Von- arstræti 12. Simi 959. Nætnrvörðnr i Laugavegs Apóteki. Messnr á morgnn. Dómkirkjan kl. 11 séra Friðrik Hallgrimsson og kl. 5 séra Bjarni Jónsson. Fríkirkjan kl. 2 séra Arni Sigurðs- son og kl. 5 séra Haraldur Níelsson. Landakotskirkja kl. 9 árd. há- messa og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með pérdikun. Eggert Stefánsson mun vera sá söngmaður, sem með mestum fögn- uði hefir verið tekið hér í bæ, og hefir aðsóknin að söngskemtunum hans verið svo mikil að einsdæmi er. Hróður hans hefir farið vaxandi eftir því sem hann hefir oftar látið til sín heyra, og megum við vera stolt af að eiga slíkan mann, og það þvi tremur sem hann heldur þjóðerni sínu hærra á lofti meðal heimsþjóðanna. — Annað kvöld end- urtekur Eggert Frikirkjuhljómleika sina, og gefst mönnum þar síðasta tækifæri til að husta á hann innan þeirra veggja. Eftir aðsókninni sið- ast að dæma mun vissara að tryggja sér aðgöngumiða i tima, og nú þarf fólk ekki að kviða þrengslunum, því fleirum verður ekki seldur að- gangur en rúm leyfir. Söngfélagið »þrestir« úr Hafnar- firði endurtekur á morgun söng- skemtun þá sem það hélt hér í vetur. Mun mönnum ekki gefast kostur á að heyra oftar til þeirra hér í bæ fyrst um siun, en svo vel var þeim tekið i vetur, að liklegt er að færri geti nú blustað á þá en vilja, og það því fremur sem bæjar- húar virðast hafa sérstaka ánægju af slikum kórsöngvum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.