Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 25.01.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Kapphlaupíð um Norðurheimsskautið. Bæjarstj.kosningin. V)ag6la6. Bnjarmálablað. Fréttablað. Nýlega hefir frézt hingað, að Norðmaðurinn Styrkár styrk- ársson (Störkersen), er eitt sinn var með Vilhjálmi Siefánssyni í norðnrför hans, sé nú að búa sig undir Noröurheimskautsför í sumar. Hann hefir sagt norsku blaði frá áællunum sínum á þessa leið: Ferðir minar í heimsskaUta- löndunum hafa sannfært mig um dýralýfið þar nyöra, — birni, seli o. fl. Rannsónir Ámundsen á 88. stigi n.br. eru mjög mikil- vægar. Það virðist því vera skil- yröi til að geta veitt sér til matar á leiðinni. Við ætlum að gera ýmsar heimsskauta-rann- sóknir á ferð vorri. Er vel hugs- anlegt að ókunn lönd verði á leið vorri. Ætlast er til að við leggjum á stað i ágúst n. k. Við verðum alls um 30 manns — en eigi er víst enn, hve miklu fé við fáum safnað til fararinn- ar. Ég hefi hugsað mér að ráða fram úr því á þann hátt, að þeir sem æskja að vera með í förinni, leggji eitthvað ákveðið af mörkum til ferðakostnaðarins. — Að líkindum verður lagt á stað frá Noregi. Við leggjum leið vora um Karahafið (fyrir n.aust. Rússl. og stefnum þaðan til heimskautsins. Ég býst við að flestir í för þessari verði Norðmenn, margir þeirra eru kunningjar mfnir. Og skyldi sú raun verða á, að Stefánsson (Vilbj.) æski að fara með okk- ur, þá fel ég honum stjórn far- arinnar, þegar búið er að ráð- stafa fjármálunum. — — Það er tilætlun Styrkárs og þeirra félaga að fara »land- vega norður, á hundasleðum. Er hætt við, að verði fullskipað á póldeplinum, kæmi allir þeir til skila, sem ráðgert hafa að bregða sér norður að sumri! — — Samkv. skeyti, sem birt er hér i blaðinu í dag, eru því lítil líkindi til að Vilhjálmur Stefánsson muni taka þátt í þessari ferð, því nú mun ákveð- ið að hann verði formaður ann- ars leiðangurs til norðurfarar. Bæjarstjórnarkosningin fór á þá leið, að greidd voru 6,375 atkvæði af um 9500 sem voru á kjörskrá. — A-listinn fékk fékk 2516 atkvæði og komust 2 efstu mennirnir að, þeir Ólaf- ur Friðriksson og Haraldur Guðmundsson. B-iistinn fékk 3820 atkvæði og komust 3 menn að af honum: Pétur Halldórsson, Jón Ásbjörnsson og Hallgrimur Benediktsson. 18 seðlar voru ógildir og 21 auður. Eins og sézt af þessari atkv,- tölu hefir kosningin verið frem- ur illa sótt og mun ver en við siðustu kosningar. Auðséð er, að kosnningin hefir verið betur sótt af Alþ.fl.mönnnm, enda var við þvi að búast því margir voru óánægðir með mannaskipun á B-listanum. Virðist þar ofmikils einræðis hafa gætt og kemur þeim nú sjálfum i koll, sem þar réðu mestu um. Borgin. Nœtnrlæknlr Ólafur Jónsson, Von- srstræti 12, simi 959. Nætnrvtírðnr i Rvikur Apóteki. Eggert Stefánsson söng í Fríkirkj- unni í gærkvöld, í annað sinn, viö jafngóða aðsókn og áður, —kirkjan alsetin. Virðist ekki vera ofsagt um vinsældir peirra bræðra, enda för þarna saman ágætur söngur og af- bragðs undirspil. »Þrestir« sungu í Nýja Bíó í gær mörg lög og vel valin. Flokkurinn er mjög vei samæfður, og tókust flest lögin ágætlega. Var söngur þeirra fyllilega þess verður að fleiri hefði notið hans en þarna voru saman komnir. Signrður Birkis söngvari er nú á förum héðan til Ítalíu. Mun hann dvelja þar a. m. k. næsta'ár og full- numa sig i list sinni. Birkis er einn af efnilegri söngmönnum vorum og liklegur til meiri frama. — Á mið- vikudagskvöldið ætlar hann að syngja í Frikirkjunni með aðstoð Páls ísólfssonar, og verður það í siðasta sinn sem bæjarbúum gefst kostur á að heyra til hans að þessu sinni. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Sfmar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Stór bátur (julla) er til sölu nú þegar með tækifærisverði. Afgr. vísar á. N otið sm^UKð BotnTÖrpuugarnir. Snorri goði kom af veiðum í fyrradag og fór sam- dægurs áleiðis til Bretlands. Egiil Skallagrimsson og Skalla- grímur komu frá Bretlandi i gær. Skúli fógeti kom af veiðum i gær- kvöld og fór í morgun áleiðis til Bretlands. HJúskaparheit sitt opinberuðu á laugardaginn ungfrú Bergþóra Júlí- usdóttir, Lindarg. 6, og Jóhannes S. Jónsson, Bergst.st. 24, gjaldkeri hjá Eimskipafélagi íslands. Kirkjuvlgsla fór fram í gær hjá söfnuði S. D. Aðventista hér i bæ. Hið nýja samkomuhús þeirra við Ingólfsstræti er nú að miklu leyti fullgert, og er þa.ð allvegleg bygging og vönduð. Vigsluathöfnin fór há- tiðlega fram, og var mikill mann- fjöldi þar viðstaddur. Aðalvigslu- ræöuna hélt O. J. Olsen trúboði. Nýr botnvörpungur kom hingað i gær til Sleipnisfélagsins. Heitir hann Glaður og er keyptur hingað frá Hollandi. Peningarr Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............... 112,78 Norskar kr............... 92,82 Sænskar kr............... 122,08 Dollar kr............... 4,56'/* Gullmörk................ 108,61 Fr. frankar ............. 17,31 Hollenzk gyllini ......... 183,55 i

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.