Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 28.01.1926, Blaðsíða 2
 2 arför. Auk þess átti skipið að setja nýja loftskeytastöð á land I Mývogi. Skipið lenti í hrakn- ingurn, komst ekki inn að Mý- vogi, og var loks mjög hætt komið, er »Polarulv« tókst loks að bjarga þvl. Conrad Holmboa komst þá til ísafjarðar, og var skipið dæmt ósjófært. Hélt þá Isachsen heim með Sirius, en Polarulv lagði á stað aftur til að leita að Annie og Tedáy. Gins og menn muna, fórst Po- larulv í þessari för og fjórir af skipshöfninni. Hinum bjargaöi enskur botnvörpungur. Sumarið eftir lagði Isachsen aftur á stað með norska selveiðaskipinu Quest, m. a. til að grenslast nánar eftir skipunum Annie og Teddy. — Reykvíkingum mun minnisstætt, að Quest kom hing- að með dönsku skipshöfnina af Teddy, sem var komin til Ang- magsalik og orðin þar þrotin að vistuin. En til hins skipsins hefir eigi spurst síðan. — Ég ætla eigi að fjölyrða um efni bókar þessarar. Pað er fjöl- breytt mjög og kemur vfða við. Frásögnin er róleg og hlutlaus, og þó eru ýmsir kaflar, eins og þegar er drepið á, hreinasti sjó- manna-róman! Fjöldi ágætra mynda er í bók- inni, og frágangur allur hinn ágætasti. Helgi Valtýðson. t Halldór Jónsson kaupmaður í Vfk í Mýrdal andaðist að heim- ili sínu í gærmorgun eftir stutta legu, nærri sjötugur að aldri. Halldór sál. var mikill atkvæða- maður og rak lengi stóra versl- un í Vik, samfara rausnarbúi. Er mikill héraðsbrestur orðinn við fráfall hans, og er sæti hans vandskipað. Frú Elisabet R. Jónsdóttir lézt hér i bænum i fyrradag. Hún var ekkja Ólafs læknis Sig- valdasonar að Bæ í Króksfirði, og var hún 83 ára er hún lézt. Hún var góð kona og vinsæl. ö A GjB L A Ð B. 13. ís*. E.s. Lyra fer héðan í nótt kl. 12. JVie. Bjarnason. Fyrirlestra heldur Jón Sveinsson bæjarstjóri á Akureyri um sveita- og kaup- staðalöggjöf, f Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu: Fimtudaginn 28. jan. kl. 4 e. h. Laugardaginn 30. jan. kl. 8Vs e. h. Sunnudaginn 31. jan. kl. 2xh e. h. Borgin. 2)ag6íaé. Nætnrlœknlr. Daníel Fjeldsted Laugaveg 39. Sími 1561. NætnrTÖrðnr í Rvíkur Apóteki. Goðafoss fór frá Akureyri í gær á leið hingað. Með honum er von á mörgum þingmqnnum frá Norður- og Vesturlandi. Island fór frá Leith í fyrrakvðld og er væntaulegt hingaö á laugar- dagsmorgun. Botnrörpnngarnir. Karlsefni kom af veiðum í gær með um 1000 kr., og Geir með 900 ks. Peir fóru sam- dægurs áleiðis til Bretlands. Eirikur rauði kom frá Bretlandi í gær og fór út á veiðar í morgun. Jón forseti kom frá Bretlandi í gær. Lyra kom i nótt frá Vestmanna- eyjum. Hafð hún getað skilað þar af sér pósti og farþegum þrátt fyrir mikið brim. Meðal farþega hingað voru: T. Fredriksen kaupm. og sonur hans. — Lyra fer héðan aftur í nótt. Villlmoes. kom hingað f gær frá Vestm.eyjum og einnig Inger Elisa- bet sem þangað var nýkomin með salt. Gat hvorugt skipið hafst þar við i fyrradag vegna veðurs. Mistu bæði skipin annað akkera sinna og akkerisvindurnar brotnuðu og urðu skipin þvi að halda hingað, án þess að hægt haíi verið að afgreiða þau i Eyjunum. Snðnrlnnd liggur enn í Vestm.- eyjum og hefir ekkert getað aðhafst þar enn vegna veðurs. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmandsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Accinga, ítalskur botnvörpungur kom hingað inn i gær með biiaða ijósavél. Jarðarför Gunnlaugs Óiafssonar fer fram á morgun og hefst með húskveðju á heimiii hans Vatnsstfg 9, kl. 1 e. h. Utan úr heimi. Khöfn 26. jan. 1926. Seðlafölsanarmélið enn Simað er frá Búdapest, að sendimaður frönsku lögregl- unnar, er átti að rannsaka fölsunarmálið, sé kominn í ónáð hjá ungversku lögreglunni. Hefir þetta valdið alvarlegri misklið milli Ungverja og Frakka. Útvarpstæki á eimreiðnm. Símað er frá London, að útvarpstæki hafi verið sett i járnbrautarlestir, er fara milli Bristol og Cardifí, og skemti ferðamennirnir sér nú við að hlusta á söng og bljóðfæraslátt,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.