Dagblað - 11.02.1926, Side 3
DAGBLAÐ
3
Bann og bíndindi.
Norsk löggjöf gegn smygli.
Samvinna Norðurlanda
— nema íslands?
Stórþing Norðmanna befir nú
til meðferðar frumvarp til laga
um hegningarákvæði fyrir að
taka þátt i smyglun erlendis. í
frumvarpi þessu er talið hegn-
ingarvert athæfi, að selja öðrum
skip á leigu, þegar vitanlegt er
— eða ætti að vera vitanlegt —
að skipið verði notað til smygl-
unar, eigi aðeins áfengissmygl-
unar, heldur einnig kokain- og
vopnasmyglunar. — Lög þessi
ná til smyglunar í öllum lönd-
um, ekki aðeins í Bandaríkjun-
um, og gildir smyglun báðar
leiðir (úr landi og til lands).
Tilgangur lagafrumvarps þessa
er sá, að reyna að girða fyrir
að Norðmenn eða norsk skip
taki þátt í smyglun til Banda-
rikjanna. Hegningarákvæðin eru
sett til höfuðs útgerðarmanna
skipanna, reiðaranna og þeirra,
er taka skip á leigu. það er eigi
ætlast til að skipverjar eða skip-
stjóri sæti hegningu. Stjórnar-
ráðið telur nægilegt, að hegn-
ingin sé sektir, ásamt þvf, að
andvirði smyglunarvörunnar falli
í rikissjóð. —
Lagafrumv. þetta sýnir greini-
lega hug norsku stjórnarinnar í
þessum málum, enda hefir hún
unnið kappsamlega og með fullri
einbeitni að bindindis- og bann-
málum þjóðarinnar þessi tvö
ár, sem hún hefir setið að völd-
um. Árangur af því starfi stjórn-
arinnar er sýnilega mikill. Áfeng-
issmyglunin til landsins minkar
óðurn og er orðin hverfandi,
enda reynist strandvörnin ágæt-
lega. Pann 24. des. síðastl. hófst
samvinna meðal allra fjögurra
grannþjóðanna um sameiginleg-
ar varnir gegn áfengissmyglun.
Recepl-lögin norsku gera mik-
ið gagn. Síðastl. ár hafa nokkrir
læknar, lyfsalar og dýralæknar
glatað starfsrétti sínum sökum
lögbrota sinna, og allmargir
læknar hafa fengið alvarlega á-
minning og aðvörun stjórnar-
valda. — —
Hvað gerir stjórn vor í þess-
um málum? Æskir hún sam-
vinnu við hinar Norðurlanda-
Háttvirtu Alþingismenn
og fískiþingmenn!
Um leið og þér setjist að í
bænum tel ég mér skylt að til-
kynna ykkur, að ekkert neftó-
bak fjörgar andann og skerpir
hugsunina eins vel og skorna
neftóbakið úr verslun minni.
Virðingarfylst.
Kristín J. Hagbarð.
Laugaveg 26.
W Stærsta og fjölbreyttasta
úrval af innrömmuðam mynd-
um í versl, Katla Laugav. 27.
Innrömraun á sama stað.
þjóðirnar gegn smygl-víkingnm,
eða þykist hún fær í flestan sjó
og sjálfbjarga? En auðvitað er
það, að æski hún að taka hönd-
um saman við grannþjóðirnar,
verður hún einnig að láta hend-
ur standa fram úr ermum heima
fyrir. Og það með meiri karl-
mensku heldur en til þessa!
Helgi Valtgsson.
Feðraniia fold.
ilmlaust. í huga sínum var hann óhlífinn við
sjálfan sig:
— Aldrei get ég orðið ærlega hrifinn í hug
og hjarta af neinni hugsun eða tilfinningu. Þótt
eitthvað hafi haft áhrif á mig, missi ég óðar
alian áhuga fyrir því, er ég tek að kynnast því
betur. Nú er ég þrítugur að aldri, mér hefir
ekki hepnast að gera mér neitt úr lífi mínn, og
héðan af tek ég líklega engum stakkaskiftum....
Vagninn beygði nú út af Menthon-brantinni
og hélt á brattann upp að höllinni. Áin mynd-
aði landamerki hérna megin. Trébrú liggur yfir
hana, og þaðan bugðar sig vegurinn milli gam-
alla furutrjáa og virðulegra eika. þar sem ekið
er inn í trjágarð hallarinnar, breiða tré þessi
skuggasælar greinar sínar yfir þá, sem um veg-
inn fara, og áin sígur niðandi framhjá í hægð-
um sínum. Kyrð og friður hvílir yfir náttúrunni,
og manni verður ljóst, að einstakir staðir geta
haft mótandi skapgerðaráhrif á einstaklinginn.
Það er ekki einkisvert, að hafa lifað ár sín í
skógarsveit með blikandi vötn og fosshvítar ár.
Hér fann Lucien æsku sína aftur. Minningarnar
höfðu leynst í skógarlaufinu og flugu nú upp
fyrir framan hann eins og hræddir fuglar. Hann
varð þess var, að liðni timinn var að vakna til
lífs hringinn í kringum hann.
Alt í einu spratt hann upp í vagninum:
— Eskitrénl Eskitrén stóru? Þau vóru þó
hérna? Ég þekki mig ekki aftur!
Faveraz glotti beiskjulega og svaraði:
— Það er nú búið að höggva skóginn þann.
— Hvað segið þér? Búið að höggva hann?
— Já, herra Lucien. Ráðsmaðurinn yðar segir,
að þér hafið selt trén í París. Það var góður
efniviður fyrir hjólasmiði. Og þau vóru pen-
ingavirði.
í brennandi sólarhita ók nú vagninn yfir
svæðið, þar sem eskitrén höfðu staðið. Enn var
hægt að sjá rótstofna trjánna, sem söguð höfðu
verið fast niður við jörðina. Verkamenn vóru
nú að grafa kringum ræturnar til að rífa þær
upp og hreinsa jarðveginn. Gamall trébekkur
stóð rétt við veginn. Gráu plankarnir, er ára-
tugum saman höfðu staðið í svalri forsælu, vóru
nú sviðnir og verptir af sólinni.
Bóndinn benti á þá og mælti:
— Það má alt eins vel kippa honum upp
núna, það sezt enginn á hann framar, Það var
faðir yðar, sem lét setja hann þarna. Honum
þótti svo gaman að sitja þarna á kvöldin. Þyrfti
maður að spjalla við hann um heimilisstörfin,
var hann hér ætíð að hitta.
Faveraz hélt ófram tali sínu, miskunnarlaust,
báværar lofræður um föðurinn.
Lucien svaraði engu. Hann mintist þess nú,