Dagblað - 12.02.1926, Síða 1
11. tbl- Reykjavík, föstudag 12. febrúar 1926. II. árg.
Ritstjóri G. Kr. Guðniundsson. j Afgreiðsla Lækjartorg 2. Sími 744. Prentsmiðjan Gutenberg.
Ágallar þingræðísins,
Lengi hafði einveldi og yfir-
drotnun örfárra manna legið
eins og mara á öllum almenn-
ingi og haldið bæði hugsun og
athöfnum í gapastokk ófreisis og
kúgunar. Nú eru flelst hervirki
einveldisins brotin til grunna, en
á stöku stað er samt aftur farið
að byggja á rústunum, jafnvel
enn válegri einræöisvígi enn áð-
ur voru, svo sem t. d. á ftalíu.
F’au umskifti sem afnám ein-
veldisins hafði í för með sér
voru mikil og róttæk, en eink-
um var það þó almenni kosn-
ingarrétturinn, sem ílestir töldu
til mestra umbóta og sú breyt-
ingin sem að mestu gagni myndi
koma fyrir allan almenning.
Margar og víðfeðmar vonir
voru bundnar við kosningarrétt
fjöldans og hlutdeild hans um
framgang þjóðmálanna á grund-
velli þingræðisins. Þær vonir
hafa margar ræzt og þó helzt
fyrst í stað, en jafnframt hafa
komið í ljós ýrnsir ágallar hins
rúmgóða stjórnarfyrirkomul., og
því meirsem tímar hafa liðið fram.
Eftir því sem ágallar þing-
ræðisins hafa greinilegar komið
í Ijós hafa menn sannfærst um,
að svo búið má ekki standa og
einhverjar leiðir verði að finna
til umbóta á hinu ríkjandi á-
standi. — Með þvi fyrirkomu-
lagi sem nú er, getur yfirráða-
stefna einstakra manna náð furðu
mikilli rótfestu, og ekki ósjaldan
komið í bága við hagsmuni og
meiri hluta þegnanna. Al-
menningsviljinn verður oft að
lúta i lægra haldi fyrir andstæð-
um áhugamálum valdhafanna,
en þetta vekur óánægju og illan
grun um að eitthvað sé öðru-
vísi en vera aétti í hinu »lýð-
frjálsa þjóðskipulagi«.
Sjálfsagt verður aldrei hægt
að finna það þjóðskipulag sem
allir sé áiiægðir með. Mannkyn-
ið er nú ennþá ekki orðið betra,
þroskaðra, né göfugra en svo,
að skipulagsbundin stjórn er al-
veg óhjákvæmileg nauðsyn. Og
svo lftur jafnvel út sem að
sumstaðar væri þörf á strangara
stjórnarfyrirkomulagi, en nú á
sér stað, þótt fáir muni þeir
vera a. m. k. hér á landi, sem
lelja harðstjórn eða einræði
æskilegt, eða líkindi til að það
gæli komið að meira gagni en
það fyrirkomulag sem nú er.
Margir hafa þózt sjá hilla undir
bezta þjóðskipulagið í hugsjón-
um jafnaðarsinna, um alræð-
isvald öreiganna, en slíkt er
aðeins að hafa hausavíxl á hlut-
-unum, og þar sem lýðræðið hef-
ir verið reynt eins og t. d. í
Rússlandi hefir það mjög brugð-
ist vonum manna og forgöngu-
menn þess hafa aftur og aft-
ur orðið að slá af hinum upp-
haflegu fyrirætlunum sínum og
ýms meginatriði í hugsjónum
jafnaðarsinua um fullkomið þjóð-
skipulag hafa reynst ófram-
kvæmanlegar þegar til átli að
taka. — í framkvæmdinni hefir
ha'rðstjórn, eins eða örfárra
manna komið í stað lýðræðis-
ins, svo um sumt hefir ekki
verið óskylt einræði Mussolini
og hins svívirðilega stjórnarfyr-
irkomulags sem hjá honura hefir
birst í verstu og ljótustu mynd.
Telja má víst, að ekki sé enn
fundið betra stjórnskipulag en
þingræði bygt á almennum kosn-
ingarrétti, þótt því sé í ýmsu
ábótavant. Og þeir ágallar, sem
mest ber á, eru ekki að kenna
slæmu stjórnskipulagi heldur
óheppilegri framkvæmd. Sökin
liggur fyrst og fremst hjá mönn-
unum sjálfum og er því hverj-
um bezt að stinga hendinni
ryrst í sinn eigin harm.
Brygpgerð í Borgarnesi.
Eitt af stjórnarfrumvörpum
þeim seœ stjórnin leggur nú
fyrir Aiþingi er um bryggjugerð
í Borgarnesi. Er það að mestu
leyti samhljóða þeim tillögum
sem Dagblaðið hefir nýskeð
borið fram, enda ekki um annan
stað að gera en Stóru Brákar-
ey til að koma fyrir hagkvæm-
um hafnarvirkjum. Hinnsvegar
gerir trumvarpið ekki ráð fyrir
neinum umbótum á innsigling-
arleiðinni, en eins og öllum
hlýtur að vera Ijóst, er hún
mjög slæm, og getur ekki verið
um verulegur samgöngubætur,
sjóleiðis, að ræða meðan inn-
siglingarleiðin er ekki gerð greið-
færari. Samt sem áður kemur
hafskipabryggja þar að miklu
gagni og bætir úr hrýnni þörf.
Tvær fyrstu greinar frum-
varpsins eru þannig:
1. gr. Landsstjórninni er heim-
ill að láta gera bryggju við
Stóru-Brákey i Borgarnesi, að
undangenginni rannsókn hvar á
eynni það sé hentugast, enda sé
svo mikið dýpi við bryggjuna,
að hæfilega stórt skip til flutn-
inga milli Reykjavikur og Borg-
arness geti legið við hana í hálf-
föllnum sjó, og skal telja kostn-
að af nauðsynlegum dýpkunum
við hana og út frá henni með
bryggjugerðarkostnaði.
2. gr. Ennfremur er lands-
stjórninni heimilt að láta gera