Dagblað - 12.02.1926, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐ
garð eða brú yfir sundið milli
eyjar og lands, svo og veg eftir
eynni að bryggjunni og vegar-
spotta á landi eftir þvi sem
nauðsynlegt er, tii þess að koma
vörum að bryggjunni og frá.
í athugasemdum við frumv.
segir m. a. svo:
Eins og kunnugt er gerði vega-
málastjóri á þinginu 1925 til-
lögur um vegalagningar í nán-
ustu framtíð. Lagði hann til-
lögur þessar fyrir fjárveitinga-
nefnd og skifti vegunum í flokka.
í 1. flokki voru vegir, sem til-
ætlun hans var að lagðir yrðu
fyijir 1933, en öðrum vegum var
skift í tvo flokka, eftir nauðsyn
þeirra. 1 öðrum flokki var eítir
tillögum þessuin vegurinn frá
Sveinatungu að Hrútafjarðará.
Stjórninni er það Ijóst, að hin
mesta nauðsyn er á því, að flýta
sem mest akvegi milli Norður-
og Suðurlands, og hefir því
hugsað sér, að gerð verði sú
breyting á tillögum vegamála-
stjóra, að vegurinn milli Sveina-
tungu og Hrútatjarðarár verði
færður í 1. flokk, án þess að
dregið verði úr öðrum tillögum
hans. Við þetta kemur vegurinn
í heild miklu fyr að notum, því
að óakfærir kaflar milli ákfærra
kafla draga mjög verulega úr
gildi hinna siðarnefndu. Ef
farið verður eftir tillögum vega-
máiastjóra með þeirri breytingu,
sem hér er nefnd, á að verða
fært bifreiðum milli Borgarness
og Bólstaðar í Húnavatnssýslu
árið 1933. — —
Þessar áætluðu samgöngu-
bætur verða vonandi samþyktar
af Alþingi afsláttarlaust, því
nauðsyn þeirra hlýtur að vera
öllum auðsæ.
Útflntningur ísl. aí’nrða i jan-
úar hefir samkvæmt skýrslu frá
gengisnefndinni numið 3,514,100
kr., og samsvarar það 2,867,857
í gullkr. — í janúar í fyrra nam
útflutningurinn 6,252,800 kr., eða
4,023,051 gullkr.
Er munurinn á verðmætinu
nú og í fyrra geysilega mikill.
Hæsti útflutningsliðurinn er auð-
vitað verkaður fiskur: 2,756,650
kg. fyrir 2,198,100 kr., og næst
ísfiskur 775 þús. kr.
Alþings.
Efri deild.
í fyrrad. voru 4 mál á dagskrá:
Frumv. til laga um skipströnd
og vogrek.
Frv. til laga um veitingasölu,
gistihúshald o. fl.
Frv. tii laga um happdrætti
og hlutaveltur.
Frv. til laga um raforkuvirki.
þetta eru alt stj.frumvörp og
var þeim vísað umræðulaust til
Allsherjarnefndar.
í gær voru 3 mál á dagskrá:
Frv. til !aga um löggilta end-
urskoðendur (stj.frv.); 1. umr.
Frv. til laga um kosningar í
málefnum sveita og kaupstaða;
(Stj.frv. 1. uinr).
Frv. til laga um heimild fyrir
ríkisstjórnina til að ganga inn í
viðbótarsamning við myntsam-
band Norðurlanda (stj.frv.) 1. u.r.
Engar umræður urðu um mál-
in, og var þeim öllum vísað til
nefnda og 2. umræðu.
Neðri deild.
Þar voru 3 mál á dagskrá í
fyrradag:
Frv. til laga um samþykt á
Landsreikningunum.
Frv. til Fjáraukalaga fyrir ár-
ið 1924.
Frv. til fjárlaga 1927.
Umræður urðu engar, nema
framsöguræða fjármálaráðherra,
fyrir fjárlögunum, sem sagt var
frá í gær.
í gær voru 5 mál á dagskrá:
Frv. til laga uin lærða skól-
ann i Reykjavík (stj.frv.), 1.
umr.. Var tekið út af dagskrá.
Frv. til h ga um fræðslu barna
(stj.frv.); 1. umr. Var vísað um-
ræðulaust til mentamálanefndar
og 2. umræðu.
Frv. til laga um bryggjugerð
í Borgarnesi o. fl. (stj.frv.); 1.
umr. Magnús Guðmundsson hélt
stutta framsöguræðu.
Till. til þingsál. um simasam-
bandið við útlönd o. fl.; hvernig
ræða skuli. — Eftir till. forseta
voru ákveðnar tvær umræður
um tillöguna.
Till. til þingsál. um skipun
milliþinganefndar um sildveiði-
löggjöf (flutningsin. Jörundur
Brynjólfsson). Eftir till. forseta
voru tvær umræður samþyktar
Nætnrlæknir. Daníel Fjeldsted
Laugaveg 39. Sími 1561.
Næturvörðnr í Rvíkur Apóteki.
Lyra fór héðan í gærkvöld. Meðal
farþega voru: Jón Magnússon skáld
Ingóifur Espholín kaupmaður A.
Obenhaupt heildsali.
Hljómleikar Páls ísólfssonar verða
endurleknir í kvöld. Mun vissara
að híða ekki síðustu stundar til aö
ná í aðgöngumiða þvi vafalaust
verður húsfvllir.
Vestflrðinsainót er í ráði að lialda
hér á næstunni ef nægileg þátttaka
fæst. Svo margir Vestfirðingar eru
búsettir eð'a dvelja um stundar-
sakir hér í Reykjavík að telja má
víst að þátttaka verði sæmileg.
Elilnr. Síðdegis í gær kviknaöi
í kjaliara Gamla Bíós þar sem er
geymsia frá verksm. Iléðni. Slökkvi-
liöiö var strax kvatt til hjálpar og
tókst því að slökva eldinn áður en
hann náði að breiðast nokkuð út.
Eldurinn var samt kominn í loftiö
en ekki brann þaö til muna. Reyk-
ur var mjög mikill og leit því út
fyrir að þarna væri meira um að
vera en raun var á.
Botnía kom i nótt til Vestmanna-
eyja og er væntanlegt hingað ki.
9—10 í kvöld.
Lagarfoss fór frá Hafnarfirði í
gærkvöldi. Ungfrú Ólafía Sveinjóns-
dóttir tók sér far með skipinu,
til Bretlands.
Bisþ og Thordenskjöld, flutninga-
skip, fóru héðan í gærkvöld.
ísflrskn lfnnTeiðararnir hafa kotniö
inn undanfarna daga með ágæt-
an afla.
Yllrlysing. í vikuhlaðinu »íslend-
ingnr«, sem gefinn er út á Akureyri,
kom 5. þ. m. fréttaklausa um siýf-
ing dönsku krónunnar, og er klausa
þessi birt með fregnum frá Frétta-
stofunni klausa þessi er ekki fré
Fréttastofunni, og eignaði blaðiö
henni hana af vangá.
Fréttastofu Blaöam.fél. Isl.
10. febr. ’26.
A. Thorsteinsson.
Peningar:
Sterl. pd................ 22,15
Danskar kr............. 112,21
Norskar kr.............. 92,63
Sænskar kr............. 122,14
Dollar kr.............. 4,56’/«
Gullmörk .............. 108,56
Fr. frankar ............. 17,06
Hollenzk gyllini....... 183,07