Dagblað

Útgáva

Dagblað - 12.04.1926, Síða 1

Dagblað - 12.04.1926, Síða 1
I % Reykjavík, iii. Hafnai strœti er nú einhver Ijótasta gata bæjarins. Veldur því bæði hversu gatan er bugð- ólt og ill yíirferðar, en þó eink- um bvernig húsaskipunin er meðfram henni að uDdantekn- um húsunum vestanvert við Pósthússtræti. Óvða er meiri þörf fyrir miklar og róttækar skipulagsbreytingar en einmitt við Hafnarstræti, og sú þörf verður því brýnni sem borgin stækkar og umferðin eykst. Að réttu lagi ætti Hafnarsræti að vera bein gata enda á milli og sameinast Hverfisgötu nærri bugðulausl. Hornið sem þar er nú, er alveg ófærtogbiýn nauð- syn á að sneiða það sem allra fyrst, og með það takmark fyrir augum, að taka það af með öllu þegar stundir líða fram. Pegar rætt er um framtíðar- skipulag á þessu svæði, beggja megin Hafnarstrætis, verður að taka tillit til aðalbygginganna er við það eru komnar, og þá eink- um þeirra sem eru fyrir vestan Pásthússtræti. Par er Eimskipajclagshúsið ein aðalbyggingin, en þótt svo finn- ist fiestum sem það sé ekki neip fyrirmyndarbygging, hvorki að fegurð né hagkvæmni, þá verð- ur það samt að vera þar sem það er komið og umbæturnar á þessu svæði miðast við það, að nokkru leyti. Eimskipafélagshús- ið annarsvegar en Ingóifshvoll og Edinborg hinsvegar eiga að ráða stefnu götunnar, bæði milli Aðalstrætis og Pósthússtrætis og áfram yfir Lækjartorg að Hverf- isgötu. Er þá auðséð hvaða hús verða að færast úr stað svo að þannig geti orðið. Norðurhlið Eimskipafélags- hússins ætti einnig að ráða stefnu Trgggvagötu bæði vestur eftir og áustur á við. Gæti hún þá orð- ið bein og falleg gata og ætti hún að ná alla leið vestur á Vestnrgötu þar sem Garðastræti byrjar. Yrði hún þá aðalum- ferðaleiðin milli hafnarinnar og Vesturbæjarins og ólíkt greiðfarn- ari en sú leið er nú. — Austur á við ælti Tryggvagata einnig að sameinast Hverfisgötu um Lækj- artorg. Svo ætti að koma nýtt torg fyrir austan Eimskipafé- lagshúsið og myndi það koma að góðu gagni þegar borgin stækkar og umferðin við höfn- ina eykst, eu það hvortveggja hlýtur að verða, og það jafnvel fyr en meðal-framsýni eygir ennþá. Tii þess að svona mætti verða, er auðvitað óhjákvæmilegt, að nokkur hús beggja megin við Hafnarstræti verða að fara burt. En flest eru það gömul timbur- hús sem þljóta að verða endur- bygð hvort sem er áður en langt um líður. Er það þá einkum nýja steinhúsið nr. 19 við Hafn- arstræti sem yrði þar óþægilegur Prándur í Götu fyrir nauðsyn- legum skipulagsbreytÍDgum, og yrði þar sem einskonar minnis- varði yfir gjörhygli og framsýni Skipulagsnefndar Rvikur 1925! Par myndi það standa fyrst um sinn sem fullkomið tákn skammsýnis og óforsjálni, þang- að til bærinn hefði ráð á að upp og rífa til grunna. Með tilliti til þess sem frarn- an segir verða að kom stórar og veglegar byggingar milli gatnanna vestan við Eimskipa- félagshúsið, og sem næst því svo sviplýti vesturálmanna hyld- us að mestu leyti. — Á þessu svæði þyrfti að koma þvergata sem yrði beint framhald af Veltusundi og það þyrfti ekki að valda neinum vandkvæðum. Mætti svo takast sem hér hefir verið bent til, þá yrði þessum bæjarhluta komið í viðunandi horf, og eins pg hann getur bezt- ur orðið úr því sem komið er. —m.— n. Msáæli Norölendinga, Framúrskarandi dugnaður. Áskorun til Norðlendinga i Reykjavík. Heilsuhælisnefnd Norðlendinga hér i Rvík hefir í hyggju að efna til samskota meðal Norð- lendinga hér í bæ, handa heilsu- hælinu fyrir norðan og hefir beðið mig að fylgja því máli úr garði með fáum orðum. Allar áætlanir um stofnkostn- að eru nú fullgerðar af hálfu húsameistara rikisins. Hælið á að rúma 50 sjúklinga. Það verður mjög vandað í alla staði, hitað með hveravatni og raforku — engin kol notuð. Fullgert, að öllu leyti, kostar það um kr. 500,000. Alþingi hefir lofað að leggja til helming fjárins — gegn jafnmiklu fé annarsstaðar að. Byrjað var að safna fé nyrðra fyrir nokkrum árum (norðlensk- ar konur). Mest hefir safnast siðustu tvö árin. Eru nú fengin loforð um 225,000 kr. (Mikið af því fé þegar innheimt.) Pað ber ljósan vott um eld- heitan áhuga Norðlendinga á þessu máli, að þeim skuli hafa tekist að afla svo mikils fjár | með frjálsum samskotum. Og

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.