Dagblað

Útgáva

Dagblað - 14.04.1926, Síða 1

Dagblað - 14.04.1926, Síða 1
Reykjavik. V. Lœkjargata myndi vera ein- hver fegursta gata borgarinnar ef hún lægi beinna við Frikirkju- vegi og næði lengra norður eftir. Grasbrekkan upp frá henni er til vérulegrar bæjarprýði en gæti þó verið miklu fallegri ef meiri alúð væri lögð við að gera útlit hennar sem mest aðlaðandi. Girðingarnar sem nú búta hana sundur eru til mikilla lýta, en einkum eru það þó húsin sem standa ofanvert við hana sem gera brekkuna sviplausa. Eru þau langt frá að vera nógu veg- leg útlits og svaru illa til stað- háttanna. Heildarsvipur Lækjarbrekk- Unnar hefir einnig skemst mjög við húsin sem bygð hafa verið syðst í henni, sunnan við Bók- hlöðustíg, að ógleymdum Barna- skólanum sem mætir auganu eins og ferlegt skrímsl þegar litið er til suðurs. —. Um búsin öorð-vestan við götuna er ekk- ®rt að segja, það eru flest göm- Ul timburhús sem áreiðanlega Verða reyst stærri og veglegri þegar þau verða endurbygð. En áður ætti samt vandlega að at- huga hvort ekki væri tiltækilegt, að breyta dálítið stefnu götunn- ar til beinna sambands við Frf- kirkjuveg og betra viðhorfs eftir stefnu Lækjarbrekkunnar. Þegar Fríkirkjuvegur byrjar tekur ekki betra við, því fyrir sunnan Barnaskólabáknið kem- Ur Fríkirkjan og »Herðubreið«, bvort öðru ljótari hús. — Kirkja °g íshús hlið við hlið! ó þú úásamlega »forsjón« skipulags ksejarins! — En við suðurenda Fríkirkju- vegarins stendur Hljómskálinn eins og móhraukur á beinni braut, og byrgir útsýnina til suðurs. Alt hjálpast því til að eyði- leggja þá fegurð sem aðstaðan og umhverfið höfðu skapað. Það þarf engan fagurfræðing né næmt listauga til að sjá, að sjálfsagðasta bæjarbótin sem hægt er að gera á þessu svæði var hringbraut umhverfis tjörnina. og sú leið ætti að vera svo auð- rötuð, að ekki þurfi neina stein- varða til að vísa veginn og því síður vegakampa með bjálkabrú til að stytta ofstutta leið. »Tjarnarbrúin svo nefnda get- ur aldrei orðið néma til stór- skemda á mestu bæjarprýðinni — Tjörninni — og Hljómskál- anum verður að ryðja úr vegi sem allra fyrst. —m.—n. Hverjir eiga Ameríku núna? Friflsamleg bylting. í y>Succes magazina ritar J. G. Frederick um þetta málefni fyrir skömmu. Hann skýrir frá, að um 1880 og fram að 1890 hafi það verið »hin fjögur hundruð« i New York er áttu Ameríku og stjórnuðu henni. Og það var ekki fyr en snemma á þessari öld, að taldir voru 4 miljónir eigendur og stjórnendur, og 25 árum siðar liðlega 14 miljónir hluthafar. — Fetta er »friðsam- lega byltingin«, segir greinarhöf., og hann heldur áfram og segir, að 34,6% af launuðum verka- mönnum séu einnig meðeigend- ur, (14,4 milj. af 41,6 milj.), og að þetta aukist hraðfara. Af tækjum iðnaðarins ganga 61% til launa (um 25 miljarða dala), og af laununum % til sparn- aðar. Meðal bænda er samskon- ar hreyfing á ferðinni í áttina til þess að verða meðeigendur í fyrirtækjum þeim er starfa með framleiðsluafurðir bænda. Höfundurinn likur máli sínu á þá leið, að nú megi óhætt segja fyrir, hverjir eigi Ameriku, — það séu verkamenn og bændur. Samleið. Ef kýstu, vinur, að breiða blóm, um berar og freðnar slóðir, og vekja í hjörtunum ástaróro, þá eigum við samleið, bróðir. Ef sækirðu fram og hugsar hátt, vilt hefja og betra þjóðir, og trúir á elskunnar undramátt, þá eigum við samleið, bróðir. Ef hýsa viltu hvern góðán gest, og greiða hans þungu slóðir, ef elskarðu sannleik allra mest, þá eigum við samleið, bróðirl Og ef þú virðingu veitir þeim, sem vitrir .eru og góðir, en hirðir ekki um auð og seim, þá eigum við samleið, bróðir! Ef heimskunnar viltu brjóta bönd og brenna í hug þér glóðir, þá réttu mér veikum vinarhönd, því við eigum samleið, bróðir. Þú veist, að á æfinnar ólgusjó, oft áhugans tæmast sjóðir. Þeir ættu betur að endast þó, ef eigum við samleið, bróðir. Nú hættum við öðrum að ýta við, en einingar tendrum glóðir, og göngum samhuga hlið við hlið Ó, hönd þína rétt mér, bróðir! Grétar Fells.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.