Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.04.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 14.04.1926, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ í skuggaheimum. Borgin sem sækir sólina npp á fjöilin. Borgin Rjúkan í Noregi, þar sem Norsk hijdro (loftáburðar- verksmiðjan mikla) hefir aðset- ur sitt, er sannefnd skuggadalur. Liggur borgin á milii hárra fjalla og er dalurinn feikna þröngur. Þar sér eigi sól nema 6 mánuði ársins. Um miðjan marz sést fyrsti sólargeislinn á vorin, og er þá haldin sólarhátíð mikil og vegleg. Hefir verk- smiðjufélagið gert mikið til að bæta úr þessu sólarleysi á ýmsa vegu, t. d. með því að létta verkafólki aðgang að fjöllunum í kring. Eru lagðir góðir vegir á fjöll upp, og þar eiga verka- menn fjallaskála til dvaiar og hressingar í frítímum sinum. Á vetrum eru snjóþyngsli mikil í Þelamörk og fannkyngi, og þá eigi sízt á Rjúkan; verð- ur þá illfært upp á fjöllin, nema á skíðum, og seinsótt, eins og gefur að skilja. Hefir því félagið ráðist í að leggja raf-braut »upp í sóiina«. Á bún að ná upp á fjöllin, svo auðvelt sé að kom- ast á svipstundu upp í sólskin og háfjalialoft. Var fyrst ætlast til að fjailbraut þessi yrði sömu tegundar og Fiöy-brautin í Björgvin, er iiggur með jörðu upp fjallshiíðina og í gegnum tvo stóra hjalla. En nú er komið að þeirri niðurstöðu á Rjúkan, að betra sé og ódýrara að leggja hreina loft-braut. Verður byrjað á henni innan skamms. Verður braut þessi um 1 km. á lengd og nær upp í 500 m. hæð yfir borgina. Er búist við, að hún verði öll í einu spenni (c: gangi öll í lausu lofti enda á milli). Farþegavagnar eiga að vera tveir, og gengur annar upp er hinn fer niður. Kostnaður við loftbraut þessara er eigi ákveðin tii hlít- ar ennþá, en búist er við, að hann muni verða um Va mill. króna. Á brautin að verða til- búin að ári. — Fyrir 25 árum siðan var . ekkert býli í Rjúkan-dalnum. Einstöku smaii eða veiðimaður rakst þangað af tilviljun ein- stöku sinnum, og á sumrum komu ferðamenn þangað til að skoða fossinn. Nú er þar borg með 9—10,000 íbúum og eru orkuverin með risavöxnustu vatnsvirkjunar-framkvæmdum í heimi. Borgin. Kætnrlæknir í nótt er Guðmundur Guðfinnsson, Hverfisg. 35. Sími 64. Nætnrvörðnr í Laugav. Apóteki. Gnðsþjónnsta verður í kvöld í Aðventkirkjunni kl. 8, séra O. j. Olsen prédikar. Björgunarskipið Geir kom hingað i gærkvöld og mun ákveðið að það verði hér við land framvegis. Fyrsta verk hans mun verða að reyna að ná Ásu út. Er það ekki talið alveg óhugsandi þrátt fyrir slæma að- stöðu. Botnvörpuugarnir. í gær komu af veiðum: Apríl með 105 tn., Baldur með 96, Menja með 60 og Snorri goði með 70 tn. í morgun kom Hafsteinn með 73 tn. 5 skip komu hingað á áttunda timanum í gær: Esja, Geir og 3 botnvörpungar. Á útleið verður leikið annað kvöld og á föstudaginn, — alþýðusýning bæði skiftin. Vélbátnrinn Herinóður fer tii Borgarness i fyrramálið kl, 6 árd. — Suðurland er nú uppi í aSlippn- um« til aðgerðar og fer Hermóður Borgarnessferðirnar á meðan. Háskólafræðsla. Fyrirlestur um samvinnumál flytur Ágúst H. Bjarna- son prófessor kl. 6 i kvöld í Kaup- þingssalnum. Eiríbnr Hjartnrsou rafmagnfræð-' ingur hefir opnað nýja búð og vinnustofu i húsum Hita og Ljós við Klapparstig. Hefir hann þar ýms ný rafmagnstæki á boðstóln- um og gerir einnig við gömul eins og Hiti og Ljós gerði áður. Peningar: Sterl. pd.............. 22,15 Danskar kr............ 119,34 Norskar kr............. 99,17 Sænskarkr............. 122,21 Dollar kr. ............ 4,56‘/4 Gullmörk.............. 108,60 Fr. frankar............ 16,05 Hoilenzk gyllini...... 183,31 Dagblað. Þjóðmála-, Bæjarmála- og Fréttablað. Útgefandi: Félag í Reykjavík. Ritstjóri: Guðm. Porláksson. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. — Sími 744. Áskrifendagjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. Tækifærisverð. Af 8érstökum ástæðum er hálf húseign í Vestur- bænum er til sölu. Laus til íbúðar 14. maí. Upplýsingar í síma 1551» Anglýslngnm í Dag» blaðið má skila í prentsmiöj- una Gutenberg eða á afgreiðslv blaðsins. Sími 744, Tileinkun. »Hf. Reykjavíkurannál« er með þakklæti tileinkuð drápa sú eftir mig, er birtist í Dag- blaðinu i gær. Treysti ég Tryggva bezt að flytja hana á viðeigandi hátt og með þeim »paþos« og »himnablikki«, sem hæfir slíku meistarastykki. Anbefalast hon- um að láta drápuna óbrenglaða en innleiða hana þannig: »Hér hefur eina tíþætta, paþólógiska, fútúristiska, kúbik-drápu eftir Leir-fúsa«. Er hann þó — og aðrir lesendur — beðinn að leiðrétta þessar prentvillur. I I. þætti 2. 1.: við, ekki með (við römmu kvefi). 1 I. þætti 5. 1.: skraddarans, ekki skradsarans. í V. þætti 8. 1.: Yndið mitt, þú Lírumlara (ekki punktur á eftir: þú). í VIII. þætti 3. 1.: skáld, ekki skáldið. Með beztu kveðjum yðar ein- lægur. Leir-fúsi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.