Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.04.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 14.04.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Oíviðri og- ósjór. 9 bátar úr rerstöðvnnum anst- anfjalls ná ekki lendingn regna brims. Einn bátnr sekknr. I gærmorgun var gott veður austanfjalls og reru þá 11 bátar af Stokk8eyri og 6 af Eyrar- bakka. Um miðjan dag hvesti snögglega af suðaustri og brim- aði svo mjög, að ólendandi var nema fyrir þá sem fyrstir komu. — 5 bátar frá Stokkseyri áttu net þar austur frá og náðu þeir allir landi, en hinir áttu net sín vestur í »Forum« og urðu þess vegna síðbúnari. Samt náðu 3 bátar af Eyrarbakka Iandi — en hinir létu fyrirberast þar úti fyrir. Gegnum Loftskeytastöðina voru skip kvödd til hjálpar og komu þegar fjórir botnvörpung- ar á vettvang: Tryggvi gamli, Skallagrimur, Belgaum og Earl Kitchener. Einn báturinn sökk en skipverjar björguðust í Skalla- grím og kemur hann með þá hingað i dag. Hann hét Öðling- ur eign formannsins Árna Helga- sonar, Guðm. Guðmundssonar kaupfélagsstjóra o. fl. — Annar báturinn, Trausti hleypti vestur fyrir og kom hingað til Rvíkur í morgun, en hinir eru allir komnir til Vestmannaeyja með aðstoð botnvörpunganna sem komu þeim til hjálpar. Tiðsjá. 39 skip úr hnfdjúpi. Tyrkneska stjórnin hefir gert samning við björgunarfélag eitt um að lyfta 39 gufuskipum sem sökt var í Dardanellusundi á ófriðarárunum. »Hömlnr á atkafnnfrelsk. »Já víst er það skritið, en samt er það satt«, — að norskir smyglarar flýja stundum frá »bannlandi« sínu og slá upp tjaldbúðum sinum hinu megin landamæranna — í Svíþjóð, þar sem ekkert er bannið, og þjóðin er svo sæl að eiga dr. Bratt, og ganga með löggilta brennivins- bók upp á vasannl — Þvílíkur landflótta ættjarðar- vinur frá Noregi var fyrir MATUR heitnr og kaldnr allan daginn. Smurt brauð með allskonar álagi (Smörrebröd). Einnig sent heim eftir pöntun. gími 445. Ilotel Hekla. skömmu tekinn fastur í Svíþjóð og dregin fyrir Svea hovrett og »þar var var nú ekki miskunn hjá Magnúsil« Var maðurinn dæmdur í 140,000 króna sekt og »sviftur athafnafrelsi sínu«. Fjórir aðstoðarmenn hans voru einnig sektaðir, og námu sekt- irnar alls 840,000 sænskum krónum. — Já, það má með sanni segja, að viðar sé pottur brot- inn en í henni Reykjavík! En að svona æfintýri skuli gerast í Sviþjóð — það »stemmir illa við kokkabók« vina vorra — and- banninga. Feðranna fold. Báðir þessir bátar flytja innanborðs heita konuást til hins kaldgeðja Jacquess, hugsaði hann með sér. Og báðir bera þeir einnig djúpa sorg. Hann gleymdi sinni eigin _ sorg, sem hann vildi ekki kannast við, og hann tók heldur eigi eftir litlu hugrökku Jeanne, sem reyndi að hylja huga sinn með því að brosa. Bátarnir lögðu að landi. Þeir höfðu rist bjarta glitrandi kjölrák í vatnið, og nú lá hún eins og óteljandi spegilbrot á vatninu og endurkastaði tunglsgeislunum. Er árarnar vóru lagðar inn, draup vatnið af þeim eins og glóandi gimstein- ar. Djúpt í vatninu blikuðu stjörnurnar með daufum bjarma. t*að var eins og gamalli himin- hvelfingu hefði verið sökt niður í vatnið. Jacques fór að gera að gamni sínu, er hann kom inn t stofuna aftur. Hann var búinn að fá nó af þessu ástasveimi. t*egar vagnarnir komu að dyrunum, og gestirnir fóru að kveðja, hróp- aði Barot gamli sveitarforingi: — Kyssið þið nú hvert annað, og svo ýtti hann kærustuparinu saman. Jacques þóttist hér fá tækifæri til að hefna sín. Hann horfði fast á Leonóre og kysti Annie létt á kinnina. Hin unga stúlka blóðroðnaði. Hún dauðskammaðist sín yfir að láta kyssa sig i allra ásýnd. Henni var kossinn svo næmt og innilegt ástaratlot, að það var henni hreinasta vanhelgun á því að veita það í návist annara. En frú Ferresi varð svo æst af bræði, að hún beit í vasaklút sinn til þess að reyna að stilla sig. Jacques og Barot sveitarforingi áttu að fara til Faverges snemma morguninn eftir. Þeir urðu því að gista í Menthon, og höfðu tekið með þökkum boði frú Mérans um að gista hjá sér. Jacques ætlaði að fylgja Lucien heim til Avully. Skuggar þeirra teygðu sig langt framundan þeim á veginum. — Pessari viku hefi ég sveimér varið vel, mælti Jacques. Mannfundir á hverjum degi, nefndarfundir og blaðadeilur. Ég mun sannar- lega sakna þessara tíma, þegar þeir eru um garð gengnir. Pessi starfsemi og þetta stímabrak á einmitt við mig. Þá fyrst finn ég til þess, að ég er lifandi. — Þú getur verið glaður yfir að losna við Þetta altsaman, mælti Lucien. í*ú mátt ekki gleyma, að þú ert trúlofaður. Jacques hélt við sitt; — Ég er viss um, að þessar þrjár vikur á milli kosninganna og giftingar minnar verða langar og leiðinlegar. Eg vildi óska að ég væri þegar giftur og búinn að koma mér vel fyrir í París. — Maður verður þó að kynnast unnustu sinni.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.