Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.05.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 14.05.1926, Blaðsíða 1
81. tbl. Framtíðarmálin mestu. Landnámin. Járnbrautarmálið. Frb. II. Járnbrantir eöa bílvegir. Upphaílega var Suðurlands- járnbrautinni ætluð leið um Þing- völl, eins og rétt var og eðlilegt. Pó var leið hennar þaðan frem- ur vanhugsuð, «sérstaklega sök- um snjóahræðslu á Lyngdals- heiði, ef ég man rétt. — En nú virðist þessháttar hræðsla gleymd, og virðist enginn óttast hana í wÞrengslunumtt á Hellis- heiði, né helduY þá hættuna, sem enn er skæðari, svellalögin, er aukast að mun, því nær sem dregur sjónum (sbr. grein V. G. í Mbl. fyrir skömmu). Járnbrautarmálið fékkþá frem- ur lítinn byr hjá þjóðinni. Varð því að gera því byr: Finna svo stutta leið og »ódýra«, að eng- um blöskraði kostnaðurinn, en halda þó arðsemi brautarinnar og nothæfni á pappírnum engu að siður. Stjórnmálamenn, fjár- málaspekingar og hagfræðingar lögðu höfuð sín i bleyti undir hverjar kosningar. Og sjá! Augu þeirra opnuðust, og þeir litu Hellisheiði og Flóann í dýrð- legum ljóma auðs og alsælu. En alt í kring var kolniða þoka, er byrgði alla útsýn. — Þarna var sólskinsbletturinn, hjarta iands- ins. Og járnbrautin var lykillinn að framtíð alls landsins! Og svo var járnbrautarmálið borið fram með mælsku og krafti og all- miklu fé; Og nú liggur það fyrir háttvirtu Alþingi 1926. — En mönnum heíir láðst að athuga það lil hlitar, hvernig »lykill- inu passar«. Hann gengur ekki eiuu sinni að Árnessýslu, hvað þá að öllu landinu. Hann situr blýfastur í — Flóanuml Reykjavík, föstudag 14. maí 1926. En sleppum nú öllu gamni. Sé á annað borð um Suður- landsjárnbraut að ræða, og til- tækilegt þyki að leggja út i þann mikla kostnað og taka auðsæj- um áíleiðingum með því þreki og bjartsýnni trú á framtiðina, sem nauðsynleg mun reynast í þessu máli, þá er eigi nema um eina leið að ræða í fullri alvöru, og það er Pingvallaleiðin. h. Nl. næst. Kaþólsk háborg á Hólavelli? Eins og kunnugt er, á kaþólska trúboðið miklar eignir hér í bænum. Er það ekki aðeins spí- talinn, kirkjan og skólahúsin, heldur einnig miklar lóöir þar umhverfis. Þessar lóðir voru upphaflega látnar af hendi fyrir lítið verð, en vegna staðhátta og verðbreytinga, sem orðið hafa siðan, munu þær nú vera ein- hverjar dýrmætustu lóðir bæjar- ins. þetta er líka sá staður, sem er einna eftirsóknarverðastur í öllum bænum, því af Hólavelli er fegurst útsýni og æskilegasti staðurinn fyrir stórar og vegleg- ar byggingar. — Skólavörðu- hæðin var lengi talinn fegursti sjónarhóll bæjarins, því þar var viðsýnið mést yfir bæ og um- hverfi, en síðan hin Ijóta og ó- skipulega húsaþyrping breidd- ist yfir Skólavörðuholtið fast upp að efstu sjónarhæð, er byrgt fyrir hálfan sjóndeildarhringinn og útsýni ekkert yfir bæinn. Er nú Skólavörðuhæðin orðin miklu verri sjónarhæð heldur en Hóla- völlur þvi þar eru byggingar lengra í burtu og sjóndeildar- hringurinn stærri og fegurri. II. árg. Túngatan heldur ennþá sömu stefnu, eða öllu heldur stefnu- leysi, eins og fyrstu troðning- arnir, sem mynduðust við um- ferðina vestur yfir túnin, og með- fram henni hafa risið byggingar, sem hagað hefir verið eftir legu götunnar, en ekki eftir því sem gatnaskipulag á þessu svæði væri æskilegast. Elstu bygging- arnar voru þó timburhús, sem víst var um að ekki yrði til langrar frambúðar, og því engin nauðsyn á að taka mikið tillit til þeirra, þegar nýrri og varan- legri byggingar voru gerðar. En framsýni hefir aldrei verið lang- dræg i byggingarmálum bæjarins, og má alstaðar sjá þess alt of greinileg merki. Mun reynast erfitt að bæta úr þeim mörgu afglöpum, sem þar hafa verið framin og ómögulegt að koma því skipulagi á bæinn, sem bezt hefði verið og æskilegast, þótt sumstaðar megi enn nokkru bjarga, og draga þannig úr á- fellisdómi íramtíðar, sem mun verða ærið þungur samt, yfir skammsýni og óforsjálni þeirra, sem mestu hafa ráðið um van- skapnað Reykjavíkur. En nú á að hæta fyrir göm- ul afbrot og koma njTju skipu- lagi á þenna bæjarhluta, en svo er það fyrirhugað, að það mun í engu taka fram eldra ólagi. Það á að byggja kaþólska kirkju á Hólavelli, og út frá henni er miðað hvernig gatnaskipulagið skuli vera á þessu svæði. Kirkj- an á að rísa þar wvoldug og sterk« og mun gnæfa hátt við himinn. Kaþólska kirkjan gamla er nú orðin svo lítil og úr sér gengin, að hún þykir ekki leng- ur hæfileg, og hefir því verið á- kveðið að byggja aðra nýja, stærri, vandaðri og skrautlegri. Er áætlað, aö hún muni kosta *

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.