Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 19.05.1926, Side 2

Dagblað - 19.05.1926, Side 2
2 DAGBLAÐ nokkrum rétti, að Hólavöllur væri æskilegasti staðurinn fyrir báskóla og stúdentagarð og fyr en það er endanlega ákveðið, hvar þær byggingar skuli vera, má a. m. k. ekki reisa kaþólska kirkju á Hólavelli. Út í samanburð á kaþólskri kirkju og lúterskri skal hér ekki farið, það geta aðrir gert. Held- ur ekki út í samanburð á »Merki krossins« annars vegar, en sBjarma og Prestafélagsritinu« hins vegar. Pá sneið geta þeir hirt sem eiga. — Dagblaðið hefir farið lofsamlegum orðum um Merki krossins, en það fær ekki skilið, að útlit þess (né innihald) réttlæti kirkjubyggingu á þeim stað sem engin kirkja á að vera. — Framtíðarskipulag bæjarins er meira virði en kirkjubygging smásafnaðar, og það er hér aðalatriðið. Hætta á íerðum. Tangaveiki á Isaflrði. Mjög illkynjuð taugaveiki geis- ar nú á Isafirði, er talið að hún eigi upptök sin í mjólk sem fiutt hefir verið til bæjarins frá sérstöku heimili og hefir fólki nú verið bannað að neita henoar. Milli 20 og 30 manns hafa nú tekið veikina og eru flestir þungt haldnir en 2 hafa dáið. Nýja sjúkrahúsið er fult og hefir Gamalmennahælið (gamli spftal- inn) einnig verið tekinn fyrir taugaveikissjúklinga. Reynt hefir verið aö hefta út- breiðslu veikinnar innan bæjar en það hefir tekist illa og koma daglega fyrir ný sjúkdómstilfelli. En engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að einangra ísafjörð og taka fyrir allan flólksflutning úr bænum til annara héraða. Virðist- þó vera full ástæða til þess þar sem taugaveikin er mjög illkynjuð og virðist ætla að verða mannskæð, en hins- vegar miklar og tíðar samgöng- ur um þetta leyti árs. — Ætti að mega vænta þess, að heil- brigðisstjórnin tæki hér í taum- ana og reyndi a. m. k. að forða Reykjavík frá þessum vágesti. Borgin. Xætnrlœkuir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Sfmi 686. Nætnrvörðnr i Laugav. Apóteki EldTÍgrslan verður leikinn í 20 sinn i kvöld. Páll Erllngsson sundkennari er sjötugur í dag. Ætti sá mæti maður skilið að honum væri einhver sómi sýndur i tilefni af afmælinu, fyrir langt starf og ágætt. Aoregsfarnrnir úr Karlakór K. F. U. M. láta mjög vel yfir ferð sinni sem að öllu leyti var hin ánægju- legasta. Keptust Norðmenn við að sýna peýn sem mestan sóma og var þeim alstaðar tek afbragðs vel. — Tveir af söngmönnunum Por- bergur Ólafsson og Sig. Waage komu ekki aftur heim að pessu sinni, fóru peir frá Osló til Khafn- ar og munu dvelja par eitthvað. Botnvörpnngarnir. í gær kom Mai af veiðum með 73 tn. Menja kom inn í morgun með 58 tn. lifrar. Sáiarrannsöknarfélagið heldur fund annað kvöld og verður par rætt um húsbyggingarmál félagsins. Kl. 7V* I kvöld er pað sem Johannes FönsS syngur i siðasta sinn. Verður pessi frægi söngvari pá vonandi kvaddur á viðeigandi hátt og þakkað fyrir komuna. Ekkert sæti má vera óskipað i Nýja Bíó í kvöld. Peningar. Sterl. pd 22,15 Danskar kr Norskar kr .... 99,21 Sænskar kr 122,11 Dollar kr 4,56‘/i Gullmörk 108,54 Fr. frankar Hollenzk gyllini Norrænir menu í Kanada. Eftir manntalinu frá 1921. sem nýlega hefir verið birt, voru þá 16, 525 íslendingar i Kanada. Af þeim eru 6776 fæddir á ís- landi. Danir eru taldir þar 21,126, Sviar 61,503 og Norðmenn 68,856. Eignir Dana. Ungur danskur hagfræðingur hefir nýlega metið til verðs all- ar eignir Dana. Telst honum, að þær sén um 22 miljarða virði, og er það tiltölulega jafnmikil eign og fyrir strið. Dagblað Þjöðmála-, Bæjarmála- og Fróttablað. Útgefandi: Félag i Reykjavik. Ritstjórí: Guðm. Porláksson. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. — Sími 744. Áskrifendagjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. Af hverju giftast sumar stúlkur ekki? Frh. 5. Ajundna stúlkan. Hún er hin algengasta. Það verður henni að falli. Hún fyjirlítur unglinginn, sem leitar ástar hennar, af þvi að hann býr yfir lilfinningum, sem hún þekkir ekki. Hún byrjar snemma að safna nöfnum manna, »sem hún átti kost á«, og er sæl í þeirri trú, að allur þessi hópur elski sig von og úr viti. Hún ætlar að giftast þeim álitlegasta, þegar henni þykir tími til kominn. En þegar hún ætlar til að taka, grípur hún í tómt. Pá kemst hún að þeirri nið- urstöðu, að allir karlmenn séu svikarar. ■ En það hlægir hana á gamals aldri, að athuga hvað verður um fornvini sína og hugs- ar með sér, að hefði hún viljað, þá væri hún nú sýslumannsfrú, to^kraskipstjórafrú o. s. frv. .6 Marglofaða stúlkan. Hún fær marga hringi og er oft kom- in á fremsta hlunn. En það kemur stundum bobbi í bátinn. Hún er í raun og veru allra besta skinn. Hún er ekki létt- úðug eða laus á kostunum — bara dálitið grunnfær. Ekkert i þessum heimi hefir neina þýð- ingu fyrir hana. Hún trúlofast að áslæðulausu og svíkur aftur að ástæðulausu, hugsandi með sjálfri sér, að altaf sé hægt að fé sér nýja félaga. Hún skiftir um unnusta eins og aðrir skifta um hatta. í raun og veru er hún aðeins barn, litiil einfeldningur með 16 ára þroska. En margir dæma hana hart og umhverfi hennar verður stundum óheil- næmt. Hún verður að lokum að fá nýtt leikfang, sem aðrar konur þykjast of góðar til að öfunda. • Frh.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.