Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 21.05.1926, Qupperneq 1

Dagblað - 21.05.1926, Qupperneq 1
87. tbl. Reykjavík, föstudag 21. maí 1926. Ya’b’ha-menningin. íslenzkir menn hafa um lang- ah aldur talið sér vegsauka af tungu sinni og' fornbókmentum. E*eir hafa haldið á lofti hinni ævagömlu tungu feðranna. Ná- grannaþjóðir vorar, Færeyingar, Svíar, Norðmenn og Danir hafa í smáskömtum borið fyrir borð þjóðerni og norræn einkenni, þar til svo er nú komið, að í þeim löndum eru notaðar úrkynja mállýzkur, grautur rómanskra og germanskra mála. Framburð- ur margra orða er erlendur, t. d. franskur og upptekin ónorræn nef- og blístur-hljóð. Kunnátta í erlendum málum er góð, en sá maður getur aldrei lært'neitt er- lent mál til^ hlýtar, sem ekki hirðir að tala móðurmál sitt ó- bjagað, enda er slíkt andleg ó- þrif, sem menn verða að verjast jafnt og lús og öðrum óþverra- kvikindum. Pað er ilt til þess að vita, að í norrænum málum skuli vera til orð eins og kompli- ment, frb. komplimang, bureau frb. buiró, repertoir, frb. repertóar, toilet.frb. tóalett, niveau frb. nivó, kobber frb. kovver o. s. frv. Svo auðvirðilega hundflatir hafa ís- lendingar þó ekki lagst, en vel er nú samt af stað farið á sið- ari árum, er nokkrir menn, smekklausir á mál og ábyrgðar- litlir hafa reynt að »samrýma íslenzkuna kröfurn nútímans«, en svo er spilling málsins nefnd. Danskan lælur illa í eyrum flestra Islendinga. Ber þar þrent til, kverkmælgi, hljóðrof og hin ankanalega tilhneiging Dana til að kyngja endingum orða og heilum atkvæðum. Danir skrifa »at have«, en bera fram ats ha, han havde, en bera fram han hade, hvad behager, frb. va’b'ha. Va’b’ha-menningin er að fær- ast yfir, hún er að læðast inn í hið siðasta allra norrænna máia og nái hún tökum, megum vér Islendingar læsa niður í kistu Njálu, Egils sögu og Eddurnar. Hve margir munu þeir íslend ingar, er þess óska? — Sú var tiðin, að engin ung- lingur þótti læs, sem ekki kann- aðist við víg Ingimundar gamla, eða blóðnasir Eyjólfs hins gráa. Fyrstar allra bóka voru íslend- ingasögurnar lesnar, þvi næst Fornaldarsögur Norðurlanda, Heimskringla og Sturlunga. Edd- urnar hafa einnig verið lesnar, Konungsskuggsjá og önnur merk rit fyrri alda, en fyrst og fremst voru þó allir drengir skyldir að lesa Njálu, Eglu, Grettlu, Lax- dælu, Gísla sögu Súrssonar, Vatnsdælu, Landnámu o. s. frv. Nú er öldin önnur. Rit þau, sem þúsundir erlendra manna myndu vilja gefa fé fyrir að geta lesið, liggja nú óseld hjá bóksölum, en allskyns úiþvætti erlendra reyfararbókmenta, Charles Gar- vice, Elinor Glyn, Berta Ruck, G. Sheldon og Gunnar Gunnars- son prýða búðargluggana, og unglingarnir útvega sér í laumi klámreyfara frá Kaupmannahöfn. Nú kannast fáir fermingardrengir Hall á Siðu og Ljót hinn bleika, en flestir unglingar hér í bæ þekkja Valentino, Milton Sills, Harold Lloyd og Bartelemess. Bergþóra hefir vikið fyrir Gloriu Swanson, Auður kona Gísla fyrir Betty Compson, Guðrún Ósvífsdóttir fyrir Normu Talmadge og Hall- gerður langbrók fyrir Pola Negri. Svo er nú skift um siði og smekk á sögueyjunni. Menn gleypa í sig Haustrigningar og Sögu Borgarættarinnar, en fáir lesa íslendingabók eða Hávamál. * ] II. órg. Kaþólskan á Hólavelli, Bendingar til hr. Ásgeirs Bjarnþórssonar. _____ (Frh.) Páfakirkjan hefir fengið nýj- an verjanda og stríðshetju hér á landi, þar sem ér hr. Ásgeir Bjarnþóráson málari. Er henni annars síst slikra vant nú, því liver maðurinn rís upp um ann- an þveran. Halldór frá Laxnesi, Stefán úr Hvitadal og fleiri mæt- ir menn, auk hinna klerkvígðu Hollendinga. Ásgeir virðist taka það sárt, að kaþólskir klerkar gera hér kröfu til þess, að kirkja þeirra standi á fegursta fram- tíðarplássi bæjarins og gnæfi þar yfir öðrum byggingum. — »Kem- ur þó hægt fari«, má segja um kaþólska hér á landi, og nú fyrst sjáum við ríkiskirkjumenn, hvert stefnir og höfum enda lika get- að séð það siðan hans eminentia W. v. Rossum kardináli var hér fyrir fám árum. Kaþólskir eru að búa sig undir úrslitabarátt- una um andieg yfirráð hér. Ekki veit ég, hvort hr. Ásgeir Bjarn- þórsson er kaþólskrar trúar, en vist mun hann ekki hafa gert sér grein fyrir því, hvað kaþólsk kirkja er, hann þekkir vissulega ekki hina pájalegu drottinvalds- stefnu. Ekki skal ég kasta steini að kenningum kaþólskra í trú- arefnum, skiftir heldur engu máli hér,- en aðeins benda hr. Á. B. á eftirfarandi sannindi, sem honum eru ekki kunn. 1. Kaþólsk kirkja er ekki þjóðleg. Enda þótt margt i sögu Iands þessa, t. d. sagnaritun og bar- áttan gegn konungsvaldinu danska bendi í þá átt, að ka-

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.