Dagblað

Útgáva

Dagblað - 21.05.1926, Síða 2

Dagblað - 21.05.1926, Síða 2
2 DAG B LAÐ Leikfélag Reykjavikur. Þrettándakvöld eða hvað sem vill. verður leikið í dag kl. 8 síðdegis í Iðnó. — Aðgöngu- miðar seldir í dag frá kl. 10—1 og eftir kl. 2. §ími 12. Sími 12. þólska kirkjan hafi verið þjóð- leg, þá verða menn að gæta sín að fella ekki of fljótt dóma í þá átt. Kaþólskir munkar skrifuðu margar af sögunum, en þær hefðu orðið skrifaðar, enda þótt engin kaþólska hefði verið hér. Þær eru: íslenzkur skáldskapur, islenzk menning, islenzk sagnaritun og verða um aldur og œvi tengdar islenzkri þjóð, en engu sérstöku trúar- félagi. En óþjóðlegir voru hinir norrænu biskupar, sem fyrstir ruddu braut utanstefningum og skutu máli sinu undir norska menn. Satt er það að Jón biskup Arason barðist gegn dönsku konungsvaldi, en vart trúi ég þvi, að hjá honum hafi gætl meiri þjóðrækni, en þjá Bryn- jólfi biskup Sveinssyni o. s. frv. Annar er saga Jóns Arasonar saga islendings, eins og saga Brynjólfs Sveinssonar. — Kirkja Jóns Arasonar var líka sjálfstæð íslensk kirkja og virtu islenzkir klerkar að vettugi hégómleg boð Rómarkirkjunnar, svo sem ókvæmið o. s. frv. Latínan er mál kirkjunnar en móðurmálið er ekki mikils virði hjá henni. Ég minnist hér of- sókna þeirra, sem beitt var við Ignaz Wessenberg, er hann tók upp á því, að láta syngja þýzka sálma í umdæmi sínu. í íslenzku ríkiskirkjunni ráða íslenzkir menntrúarsetningum og öllu starfi, en í hinni kaþólsku ræður kirkjuþing alerlendra manna öllu þvf, sem gert er hér á landi í söfnuði páfakirkj- unnar og sé það borið saman við staðreyndirnar í næsta kafla, verður séð að slfkt getur orðið hættulegt. J. N. Ath. Oss þótti ekki viðeig- andi að neita grein þessari um rúm, enda þótt hér sé rniklu lengra farið en stofnað var til i fyrstu af blaðsins hálfu, og rætt um þær hliðar málsins, er ritstjórnin lætur sig minna skifta en það, sem áður var um rætt. Ritstj. öylfl kom af veiöum i gær með 45 tn. lifrar. Gulltoppur, kom í morgun með 100 tunnur. Glímumennirnir. (Ur tilk. frá sendiherra Dana). Glímumennirnir komu til Kaupmannahafnar á miðviku- dagsmorgun. Blöðin flytja myndir og samtöl við glímumenn. Jón Þorsteinsson vottaði Dansk is- lenske Samfund þakklæti sitt, og öðrum, sem hafa hlaupið undir bagga með kostnaðinn. Ferðaáætlun er tilbúin, og blöð út um land hafa þegar getið glímumanna. Sýningar verða i Kbh. tvo síðustu dagana i maí. Lokas5Tning á Allerup Stadion. Borgin. Nætnrlæknlr. Friðrik Björnsson Thorvaldsensstræti 4. Sími 178. Nœtnrvörðnr i Laugav. Apóteki. Halldór Kiljan Laxness ætlar að lesa upp á annan i Hvitasunnu kafla úr hinni nýju sögu sinni, »Vefarinn mikli frá Kasmir«. Eins og mönnum er kunnugt, er Kiljan mjög skemtilegur fyrirlesari og sag- an sem hann les upp er stærsta og nýjasta verk hans. Dnníel Daníelsson dyravörður í stjórnarráðinu er sextugur í dag. i Lýra fór héðan i gærkvöld. Meða farþega voru Sveinn Björnsson fyrv. sendiherra, Jakob Thorarensen skáld og Jón Bergsveinsson erindreki. Til Vestmannaeyja íór fjöldi fólks, m. a. G. Björnson landlæknir og þingmennirnir úr Vestmannaeyjuro Jóhann Jósefsson og .Gunnar Ólafs- son, ásamt konum þeirra. Gagga Lnnd syngur i kvöld kl. 7,15 í Nýja Bíó. Á skránni verða ýms fögur lög, eftir Schubert og Bra- Dagblað Þjöðmála-, Bæjarmála- og Fréttablað. Útgefandi: Félag i Reykjavík. Ritstjóri: Guðm. Porláksson. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. — Sími 744. Áskrifendagjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. hms, og þar að auki ýms islenzk lög með islenzkum textum. I’rettándakvöld verður leikið í kvöld. Búist var við að leiksýning- ar myndu hætta núna vegna burt- farar eins leikandans, en hann hef- ir frestað ferð sinni fyrst um sinn og verður því leikjð nokkrum sinnum enn. Jóhaunés Föns fór með Lýru í gærkvæld. Munu fáir erlendir söng- mcnn hafa notið hér slikra vinsælda sem hann, — þeirra sem til hans heyrðu, og er það að verðleikum. Hann söng í síðasta sinn í fyrra- kvöld, fyrir fullu húsi, og þótti ekki takast miður en hin fyrri skiftin, þótt efnið væri nokkuð með öðru móti. Jón Björusson óðalsbóndi. aö Ögmundarstöðum i Skagafirði, dó í fyrramorgun, 19. þ. m. 83 ára að aldri, að heimili sinu. Hann bjó þar allan sinn aldur. Kona hans var Kristin Steinsdóttir frá Stóru- Gröf i Skagafirði. Áttu þau 5 börn og eru 4 þeirra á lífi, 2 bræður Björn Lárus Margeir, kennari að Ögmundarstöðum og Björn á Stóru- Seylu og þær Jónína Kristin og Dýr- unn gift Pórði Kristinssyni kaup- manni hér í bæ. Peningar. Sterl. pd Danskar kr Dollar kr

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.